Einherji


Einherji - 19.12.1953, Blaðsíða 2

Einherji - 19.12.1953, Blaðsíða 2
EINHERJI Aímæli merkis hjóna 1 október og nóvember s.l. áttu heiðurslijónin að Hlíðai’veg 9 hér í bæ merkisafmæli. Frú HERDÍS KJARTANSDÓTTIR varð sextug 18. október en EINAR ASMUNDS SON varð sjötíu og fimm ára 25. nóvember. 1 tilefni af þessum merkisdög- nm þeira hjóna fengu þau ham- ingjuóskir v'iða að og heimsókn af fjölda vina og vandamanna. Einar Ásmundsson er fæddur að Þverá í Svarfaðardal 25. nóv. 1878. Foreldrar Einars voru þau hjónin Hólmfríður Friðjónsdóttir og Ásmundur Einarsson, ættaður úr Skagafirði. Foreldrar Einars fluttu að Hól- koti í Unudal 1884, og þar ólst hann upp. Þegar Einar var á tvítugsaldri missti hann föðm’ sinn og fór þá að heiman. Var hann aíðan í vinnumennsku í nokkur ár, á ýmsum stöðum, eins og þá var títt um unga menn. Árið 1916 gekk Einar að eiga hina ágætustu konu, Herdísi Kjartansdóttur, og, reistu þau ibú í Hofsósi. Þar stimdaði Einar sjó- mennsku og var formaður á bát í 10 ár. Var hann fengsæll og talinn hinn ágætasti skipstjóri. Til Siglufjarðar fiuttu þau hjón 1927 og byggðu sér hús við HUð- arveg 9 og hafa búið þar síðan. Eftsir að Einar flutti til Siglu- fjarðar hætti hann sjómennsku en gerðist landformaður við báta, — fyrst 'hjá Skafta Stefánssyni og síðan við m.b. Hjalta. Starfaði hann að þessu um nokkur ár og þótti jafnan dugleg- ur, stjórnsamur og hagsýnn um meðferð veiðarfæra og afla. Enda var Einar alinn upp á þeim ár- um, þegar talinn var mikill löstur að fara illa með, hvort sem um var að ræða fyrir sjálfan sig eða aðra, en góðir mannkostir að vera nýtinn og hirðusamur og þá eigin- ieika hefur Einar i r'ikum mæli. Árið 1940 réðist Einar til Kjöt- búðar Siglufjarðar og veitti for- stöðu fiskbúð K.'B.S., sem þá var sett á stofn, og var um nokkur ár eina fiskbúðin hér. Þessu starfi gengdi Einar með ágætum og nutu þar sín vel með- fæddir eiginleikar hans, sem áður er á minnzt. Var í þessu starfi við ýmsa byrjunarörðugleika að stríða, sem Einar réði vel fram úr. Einar veiktist alvarlega 1946 og varð iþá að hætta starfi s'ínu hjá Kjötbúð Siglufjarðar, og hef- ur hann legið mikið rúmfastur síðan. Einar er drengur igóður, vel greindur og athugull um marga hluti og hefur góða yfirsýn yfir viðburði líðandi stundar, og er miimugur á það, sem liðið er. Hann er ræðinn og skemmtilegr ur í viðmóti, léttur í lund og gam- ansamur, og tæpast verður séð, við fyrstu sýn, þegar maður heim- sækir Einar, að þar sé 75 ára gamall maður, sem búinn er að liggja rúmfastur um sjö löng ár. Hvorki ellin eða hin erfiðu veik- indi hafa bugað iífsþrótt og and- legan áhuga Einars fyrir öllu því, er snertir lífið, bæði þessa heims og annars. Því áreiðanlegt er, að töluvert hefur Einar hugsað um hin æðri tiiverustig og hvað tekur við, eftir jarðvist vora, þó hann hafi ekki um það mörg orð við vandalausa. Einar' hefur átt því láni að fagna að vera giftur hinni ágæt- ustu konu, Herdísi Kjartansdótt- ur, sem hefur staðið með manni sínum í blíðu sem stríðu og verið honum bezt, þegar erfiðleikarnir voru mestir. Það er oft hljótt xmi störf eiginkonunnar, húsmóðm’- innar, móðurinnar og ráðgjafans á heimilinu. Til hennar koma börn in fyrst og fremst með vandamál sín. Við hana ráðfærir bóndinn sig, og hún verður að ráða fram úr erfiðum húsmóðurstörfum, sem eru því vandasamari, sem minna er til handa á milli til að miðla. Þeir efiðleikar hafa ekki farið alveg framhjá frú Herdísi, sem mörgum öðrum, þó ráðdeild henn- ar, dugnaður og meðfædd fram- koma aðalskonunnar hafi þar sem i öðru, ráðið með sóma fram úr öllum vanda. Herdís Kjartansdóttir er fædd 18. okt. 1893 að Skálá 1 Sléttu- hlíð. Voru foreldrar hennar þau hjónin Kjartan Vilhjálmsson ,ætt- aður úr Fljótum og Sigríður Guð- jónsdóttir. Herdís ólst upp hjá foreldrum sínum til 17 ára aldurs, en þá fór hún í vinnumennsku til vanda- •lausra. Vann hún á ýmsum stöð- um þar til hún giftist 'Einari, sem fyrr segir. Sem að iíkindum lætur hafa hin löngu veikindi Einars reynt mjög á frú Herdísi, sem líka hef- ur ekki ávallt gengið heil til skóg- ar. En það er eins og það séu meðfæddir hæfileikar hennar, eða kannske einbeitni viljasterkrar konu, að hlúa að og líkna þeim, sem veikir eru, hjálpa þeim til að virða l'ifið og sætta sig við orðin kjör. Fnú Herdís er góð húsmóðir og ber heimili þeirra 'hjóna þess glöggt vitni. Þá má ekki gelyma hinum fallega blómagnrði þeirra, þar sem viðkvæmar móðurhendur Herdisar hafa gefið moldinni líf í litskrúði margbreytilegra iblóma. Þau Herdís og Einar hafa átt 4 böm og eru þrjú þeirra á iífi, öll hin mannvænlegustu. Felix og Kjartan heima í föðurgarði og Ása, búsett í Reykjavík. Þeir mörgu vinir og vandamenn, sem heimsóttu heiðurshjónin að Hl'íðarvegi 9 á afmælisdögum þeirra og færðu þeim árnaðar- óskir, komu einnig með hlýhug og þakklæti fyri góða kynningu og samstarf á liðnum árum. Eg sem þessar línur >rita, færi þeim hjónum alúðarfyllstu þakkir frá mér og konu mixmi fyrir alla vinsemd þeirra til okkar og samstarf á undangengnum ár- um. Við óskum þeim gleði og gæfu í komandi framtíð. Ragnar Jóhannesson HVERS MÁ VÆNTA? (Framhald af 1. síðu) Á s.l. hausti fékk kaupmaður á Sauðárkróki, sem rekur þó ekki kjötbúð, sláturleyfi og slátraði nokkur þúsund fjár. og fleiri mætti upp telja, þó þetta verði látið nægja. Þá segir ennfremur í Siglfirð- ingsgreinni að Nýja kjötbúðin hafi orðið að hætta störfum af þvi að hún hafi ekki fengið slát- urleyfi og af því að hún hafi orðið að kaupa kjötið af Kjöt- búð Siglufjarðar með álagningu, „sem gerði það að verkum“, að það „var auðsýnilegt tap á rekst- inum“ Þama er einnig farið með blekkingar. Það kjöt, sem Nýja kjötbúðin keypti, gegnum Kjöt- búð Siglufjarðar, var henni selt á skráðu heildsöluverði, og á ná- kvæmlega sama verði og Kjöt- búð Siglufjarðar greiddi fyrir það kjöt, sem hún seldi í smá- sölu á sama t'ma. Hafi Nýja kjötbúðin hinsvegar átt í einhverjum erfiðleikum síð- ustu árin, með að fá sláturleyfi, er ekki um það að sakast við Framsóknarmenn, því að einmitt þá var Sjálfstæðismaðurinn Ing- ólfur frá Hellu form. kjötverð- lagsnefndar og réði mestu um, hverjum var veitt sláturleyfi. Eig hefi fulla ástæðu til að ætla, að gr.h. í „Siglfirðingi“ viti þetta, og hann fari þvi hér með vísvit- andi blekkingar. Nýja kjötbúðin þurfti því ekki að hætta störfum fyrir það, enda eru tugir kjöt- búða, víðsvegar á landinu, reknar án þess að þær hafi sláturleyfi og með því að kaupa allt sitt kjöt á heildsöluverði. Nei, Nýja kjötbúðin hætti því ekki störfum af þeim sökum. Ætli hún hafi ekki heldur hætt störf- um vegna þess, að hún hafði ekki nógu marga viðskiptavini til að hægt væri að láta reksturinn bera sig. Eða kannske að Sjálfstæðis- menn hafi ekki verið nógu margir og sjálfstæðir til að standa sam- an um sitt sjálfstæðisfyrirtæki. Síðan segir blaðið, að enginn hafi ráðist í að setja á stofn kjötbúð í Siglufirði, og það sé að kenna einræðis- og einokunar- stefnu Framsóknarfl.! — Ja, sér er itú hver vitleysan! Sjálfstæðismenn i Siglufirði ættu að vera það viðskiptalega vel menntir, að vita það, að það er ekki háð meiri erfiðleikmn að fá leyfi til reksturs kjötbúðar, en t.d. að fá almennt verzlunarleyfi, og það heyrir ekkert undir Fram- sóknarflokkinn að veita slík leyfi. Svo að hér er einnig farið með staðlausa stafi í Siglfirðingi. Þá segir gr.h. 1 „Siglfirðingi", að Kjötbúð Siglufjarðar hafi undanþágu frá því að greiða rétt- mætt útsvar til bæjarins. Og svo talar gr.h. um, að siglfirzkir borg- arar gefi með kjötbúðinni, og að þetta séu allt verk Framsóknar- flokksins! Nú vil ég spyrja hr. Pál Er- lendsson, sem hefur átt sæti í niðurjöfnunarnefnd 1 mörg ár, hvort hann hafi þar, og með- nefndarmenn hans, gefið Kjötbúð Siglufjarðar undanþágu frá því að greiða útsvar, eins og henni bar, sem samvinnufyrirtæki ? Sé Þetta ekki fyrir hendi dæmir þessi málflutningur Siglfirðings sig sjálfur. Hitt er svo annað mál, að þar sem Kjötbúð Siglufjarðar er sam- vinnufélag 'gireiðir hún auðvitað útsvar samkv. reglum þar um. Og það er einmitt þetta, sem Sjálfstæðismönnum mislíkar. — Mikið af forustumönnum þeirra eru á móti samvinnufélögunium, móti kaupfélögunum og samband- inu og reyna að sverta starfsemi þeirra á margan hátt. Þetta er kjarni málsins, þó hann birtist i ýmsum myndum. Enda segir 'gjr,- höf. í „iSiglfirðingi“, að samvinnu hreyfingin sé enn af mörgum tal- in okurs og áróðurstæki Fram- sóknarflokksins. Hvað segja t.d. meðlimir Kaupfélags Siglfirðinga. sem margir eru Sjálfstæðismenn, um þessa skilgreiningu Siglfirð- ings á kaupfélagi þeirra? En svo notuð séu orð Siglfirð- ings: „Hvers má vænta af“ Sjálf- Stæðismönnum, sem líkja einni merkustu og stærstu félagsmála- hreyfingu landsins — Samvinnu- hreyfingunni — við ÁRÓÐUR, OKUR og EINOKUN og öðr- xim stærsta stjórnmálaflokki landsins, og samstarfsflokki í ríkisstjórn og víðar, við þá, sem vilja klæki og skerðingu mann- réttinda o.s.frv. Já, hvers má vænta af stuðningsmönnum „Sigl- firðings“, sem vi'lja níða niður andstæðinga sína með rógi og blekkingum. Það er ekki langt í bæjar- stjórnarkosningar, og það skilja því allir í hvaða skyni áminnzt gjrein er skrifuð. En hvers mega Siglfirðingar vpnta af mönnum, sem standa að skrifum slíkra greina, 1 stað þess að ræða þau vandamál, sem fram- undan 'bíða hér á Siglufirði? Ragnar Jóhannesson

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.