Einherji


Einherji - 19.12.1953, Blaðsíða 4

Einherji - 19.12.1953, Blaðsíða 4
RAFVEITA SIGLÖFiARÐAR 40 ARA „Siglfirðmgur“ minnist afmælisins með aðdróttunum í garð yfirmanns raforkumálanna i landinu, l— raforkiunálaráðherrans, — og sakar bæjarstjórn um skilningsskort á hagsmunum rafveitunnar. 1 dag, 18. desember, eru 40 ár liðinn frá því að ÍRafveita Siglufjarðar tók fyrst til starfa. Þessi dagur 1913 var hátíðis- dagur í Siglufirði og komu bæjar- ibúar þá saman í barnaskólahús • inu, sem einnig var verið að vígja og minntust þar sigra í rafveitu og menntamálum staðarins. Það var mikil gleði í Siglufirði umræddan dag og enn ljóma and- lit þeirra Siglfirðinga, sem þátt tóku í fagnaði þessum, endur- minningin um hinn mikla mun á myrkrinu og ljósinu — rafmagns- leysinu og rafmagninu er þeim enn í fersku minni. Hvanneyraráin var notuð til lýsingarinnar. Söfnunarþró var byggð upp á Hvanneyrardal það- an lá 7 þtiml. víð stálpípa neðan- jarðar, niður hlíðina að stöðvar- húsinu. 1 stöðvarhúsinu voru afl- vélarnar, en í öðru húsi áföstu, bjó stöðvarstjórinn. Það er ekki ætlun tolaðsins að rifja hér upp sögu rafveitunnar s.l. 40 ár, þó vissulega sé þar margs að minnast. iSaga Rafveit- unnar mun verða skráð 'eftir 10 ár, á fimmtugsáfmælinu. En rétt þykir hér að færa öllum þeim að- ilum, sem á undanförmun áratug- um hafa unnið að rafmagnsmálum Sigluf jarðar, beztu þakkir. AFMÆLISGREININ Þó lítið fari fyrir því, að munað sé eftir afmæli rafveitunnar af þeim mönnum „sem næst standa rafveitumálunum hér“ (svo notuð séu orð iblaðsins Siglfirðings, sem kom út í gær, daginn fyrir fer- tugsafmæli Rafveitunnar) gleymdi Siglfirðingur ekki að minnast á rafveitumál Sig|lfirðinga og það með nokkuð sérstökum hætti. iVið lestur gr. í Siglfirðing, sem heitir „Skeiðsfossvirkjunin“ vakna tvœr spurningar og eru þær þess- ar. iFyrir hverja er grein þessi skrifuð og 1 hvaða tilgangi? Þeir sem bezt þekkja til þeirra, „sem næst standa rafveitiunálim- um“ vita hinsvegar hver skrifaði þessa einstöku afmælisgrein, svo að um það þarf ekki að spyrja. Við nánari athugun kemur í ljós, að greinin er ætluð þeim Sigl- firðingum, sem ganga að kjör- borðinu 31. janúar n.k. og er rit- uð í þeim tilgangi að „fræða“ Siglfirðinga um það, að Fram- sóknarflokkurinn með Steingrím Steinþórsson sem raforkumála- ráðherra, muni nú á næstimni sjá svo um, „að Skeiðsfoss verði af okkur tekinn“ og það sem verra sé, að þessi sami ráðhertra, sem iofað hafi Fljótamönnum raf- magni frá SkeiðsfoaS; bafi hjálþ- arkokka hér heima, bæjarstjórn- ina, sem hunzi að greiða rafveit- unni rafmagnsnotkun bæjarsjóðs, og komi það frekar af skilnings- leysi en getuleysi. Hvað er nú hið rétta í þessum málum? Eru til menn í dag, sem vinna að því, að rafveitan verði af okkur tekin og er skuldasöfnun bæjarsjóðs hjá rafveitunni gaman spil, gert til að auðvelda það, að rafveitan verði eign ríkisins. Greinarhöfundurinn í Siglfirð- ingi er það sniðugur, ef hægt er að nota það orð yfir hann, að hann slær i og úr með fullyrð- ingar sínar. Þó segir hann orð- rétt á einum stað: „Það er því hafinn undir- búningur þar syðra á því, að Skeiðsfoss verði af okkur tekinn“. I tilefni af þessari klausu eiga iSiglfirðingar heimtingu á að grein arhöfundurinn í Siglfirðingi svari eftirfarandi afdráttarlaust í næsta blaði Siglfirðings: 1. Hvenær hófst sá undirbúning- ur „þar syðra“, sem miðar í þá átt að taka Skeiðsfoss af Siglfirðingum ? 2. Hvaða menn hófu þennan undirbúning? Hér er ekki farið fram á mikið. Eftir að nöfn þeirra hafa verið birt opinberlega í blaðinu, verður bæjarstjórnin að snúa sér til ríkis stjórnarinnar og óska eftir upp- lýsingum varðandi þetta mál. Því vita skal greinarhöfundur það, að það sem hann staðhæfir, er eng- um bæjarfulltrúanna kunnugt, svo vitað sé. Ef þetta er fleipur þá á hann að taka orð sín aftur. 1 sambandi við afstöðu Stein- gr'ims raforkumálaráðherra er þess að geta, að á undanfömum árum hefur hann, ásamt Eysteini Jónssyni og Hermanni Jónassyni, verið einn ötulasti talsmaður þess, að Siglfirðingar fengju þá aðstoð, sem við höfum fengið til að full- virkja Skeiðsfoss, og að gefnu til- efni, og án þess að Einherji vilji nokkuð sveigja að ráðherrum Sjálfstæðisflokksins í fyrrv. ríkis- stjórn, skal það upplýst, að nú væri sennilega þannig ástatt, ef ráðherrar Framsóknarflokksins, hefðu ekki verið jafn ákveðnir stuðnings- og forgöngumenn hags- munamála Sigl-ufjarðar sjl. fjögur ár í ríkisstjóm og á Alþingi, þá væra Skeiðsfossvélamar enn ósmíðaðar. Svo þegar Framsóknarráðherr- arnir hafa gert allt, sem í þeirra valdi hefir staðið til að hjálpa til að fullvirkja Skeiðsfoss, þá eru til menn, sem ætla að læða því inn hjá Si^firðingum, sem eins- konar forrétt fyrir kosningarnar, að einn framsóknarráðherrann sé að brugga Sigifirðingum svikráð í sambandi við Skeiðsfoss. Standi þeir við það, þessir herrar, — ef þeir þora og geta. GREIÐSLUR BÆJARSJÓÐS Um það hefir nú svo oft verið ritað og rætt, að ekki virðist þörf á að gera það að frekara umtals- efni. Þó skal enn einu sinni minnt á: að á árunum 1946 til 1950 jókst verulega skuld bæjarsjóðs við rafveituna og þá vora sóttar 80 þús. kr. í rafveitukassann sem lán til bæjarsjóðs. Á þess- um árum greiddu t.d. Ríkis- verksmiðjurnar einar um hálfa millj. kr. samtals 1 útsvar. S.l. fjögur ár hefir S.R. hinsvegar greitt einn tíunda af þessari upphæð í útsvar. Þetta er hér tilgreint til að sýna hlutfölhn á greiðslugetu bæjarsjóðs ’46 til ’5Ó pg 1950—’53. Fyrst að stórkosfcleg skuldasöfn un átti sér stað á kjörtímabilinu 1946 til 1950 (og þá varð Raf- veitan að lána hæjarsjóði reiðu fé) er ekki óeðlilegt, að skulda- söfnun eigi sér stað á yfirstand- andi kjörtímabili. ER VERH) AÐ LEIKA SÉR AÐ ÞESSU Nei, vissulega er ibæjarsjóður ekki að leika sér að því að auka skuldir við Rafveituna, heldur stafar þetta af því, að rafveitan er eign kaupstaðarins — systurfyrir- tæki — og það er víðar en hér, að slík fyrirtæki ýmist njóta þess eða gjalda. Dæmi má nefna í þessu sambandi, verksm. Rauðku. Hún skuldar nú bæjarsj. og hafn- arsj. tæpar hundrað þús. kr. Hún greiðir öðram það, sem þeir eiga DRAUMURINN Frh. af 1. s. veg, að fullyrða, að Framsóknar- menn myndu taka upp markvissa baráttu fyrir þessu máli. — Með skýrum rökum ibenti hann á, að jafnvel þó ekkert vatn finndist í jörðu hér í nágrenninu, væri imnt með tilstyk Síldarverksmiðja rík- isins að,koma hér upp ,,'hitaveitu“ frá eimtúrbínustöð S.R. Nú hafa þau gleðitíðindi spurzt, að í landi bæjarins væri heitt vatn og hefir Magnús Eðvaldsson fimd ið það og fullyrt, a ðnokkrar lind- ir væru í bæjarlandinu í Skútudal. Nýjar vonir vakna og í dag glott- ir enginn, þegar talað er um hita- veitu 1 Siglufirði. Makvisst verður að vinna að því,að á næsta kjör- tímabil verði byggð hér hitaveita, annaðhvort með rennandi heitu vatni úr Skútudal, eða annars- staðar frá, en ef það reynist hvergi nægjanlegt, þá frá túr- binustöð SUdarverksmiðja ríkisins inni hjá henni, e.n lætur bæjar- sjóð sitja á hakanum af sömu ástæðum og bæjarsjóður Rafveit- una. I árslok 1951 skuldaði Hafn: arsjóður bæjarsjóði. Af hverju? Af sömu ástæðu og áður segir. Bæjarsjóður greiðir fyrst trygg- ingargjöld, vinnulaun, vexti af mnsömdum Iánum o.fl. þess hátt- ar, áður en hann igjreiðir raf- magnsgjöld. Þetta vita allir bæj- arfulltrúar. Þetta vita flestir bæj- arbúar, þetta veit ríkisstj. því að þetta hefir ríkisstjórninni verið sagt. Sem sagt, þetta vita allir nema greinarhöfimdur. Til viðbótar framansögðu skal minnt á það enn einu sinni, að allar fasteignir Siglufjarðarkaup- staðar era veðsettar vegna Skeiðs fossvirkjunarinnar. Þó lánastofn- un byði bæjarsjóði í dag rekstrar- lán, m.a. til að greiða upp allar skuldir við rafveituna, gegn þv'í að viss hluti af fasteignum bæj- arsjóðs yrði veðsettar, þá væri ekki hægt að taka slíku iboði, vegna þess, að allar eigur bæjar- sjóðs era veðsettar vegna Rafveit- unnar. Loks skal fram tekið, að við- bótarvirkjim Skeiðsfoss hefir ekki tafist einn dag vegna vangreiðslna bæjarsjóðs. Því að þegar við hef- ur iblasað stöðvun í þessum mál- um hefir það verið tilkynnt bæjar- stjóm og bæjarstjóra, og hann útvegað lán. Um lánsupphæðir, og hver útvegaði bæjarstjóra jafn an þau lán, er hægt að ræða í næsta Einherja, ef greinarhöfund ur Siglfirðings óskar. Á 40 ára afmæli rafveitimnar ætti frekar að kappkosta að safna mönnum til sóknar, því mörg era verkefnin sem bíða úrlausnar, í stað þess að sá fræi óánægju og og tortryggni meðal bæjarbúa, — bæjarfélaginu til ómetanl. tjóns. Avextir Niðursoðnir, þurrkaðir, margar tegundir. Appelsínur og epli komu með Esju. — Tekið á móti pöntunum í heila og háífa kassa. KJÖTBÚÐ SIGLUFJARÐAR Nýkomið: Sérlega falleg KVÖLDKJÓLAEFNI Ennfremur NYLONSOKKAR í miklu úrvali. Verð frá kr. 22,50 til kr. 50,00. VERZLUN G. RÖGNVALDS

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.