Einherji


Einherji - 23.12.1953, Blaðsíða 1

Einherji - 23.12.1953, Blaðsíða 1
píob íratn5Óknatmanna í^t&lufivbx 11.—12. tölublað. Miðvikudaginn 23. des. 1953. Einherji óskar öllum lesendum sínum, nær og fjær, GLEÐILEGRA JÓLA og GÆFURlKS NÝÁRS 22. árgangur. . Sá boðskapur vör fluttur mönnunum við fæðingu Krists. Friðiir átti að ríkja á jörðu. Fátt liafa menn þráð lieitar en frið, éri lítið orðið ágeiigt að skapa það friðar- ríld, sem Kristur boðaði. Ófriðarblilia er enn á lofti. — Sundrimg óg deilur: máhna í riiilli. Hermdarverk eru unn- in, afbrot framin jafnvel á helgum jólum. Sígilt dæmi í þessum efmun er sagan „Guðsfriðurinn“ eftir Selmu Lagerlöf. Sagan gerist á stórbýli einu í Svíþjóð. I>að er iðfangadagur jóla. Bóndinn, Ingimar Ingimarsson, hefur gengið til skógar til að safna greriihríslum. Á leiðinni skellur á blindhrjð.: Villist hann og ratar eigi heim. Að .lokum reltst Jiann á bjarnarhíði,. og á eigi annars ltost, an að leita sér þar hæhs fyrir óveðririu. Liggur liann þar ,um nóttina án þess björriinri vinni lionum nokkurt mein. ,Á jóladagsmorgun kemur liann heim heiU á liófi. Fyrsta ' ,Verk lians er heim kemur, er að taka sér byssu í hönd, og heldur svo til skógar ásamt sonum sínum. Er ætíun hans að fella hjörninn. Er þeir koma að híðinu, þýtur björninn út og rakleitt á Ingimar gajnla og vinmir á hon- um. Að því loknu hverfur björninn inn í skógirin án þess ,að líta við hinum mönnunum. Eftir jólin fara kona íngi- mars og ýrigsti 'ámirir-Hil prestsins til að tala inn jarðar- förina. Presturinn verður mjög úndrandi er hann heyrir, hvernig jarðarförinni skuli hagað. Engir áttu að fylgja, uema nánustu ættingjar, engin klukknahringing, enginn silfurskjöldur á kistuni, engin erfidrykkja, í fáum orðum , engiri viðhöfn. En slíkt braut algjörlega í bág við þær venjur, er þá tíðkuðust, er merkishöldar voru til moldar borair. ■Skýririguria á þessri gefur kona Ingimars með þessmn orðum: „Ég get sagt prestinum það, að l>ó að maðurinri íriinit hefði brotið af sér við konunginn eða sýslumanninn, eða að ég hefði orðið að skera hann niður úr gálganum, þá hefði lirinn þó fengið heiðarlega greftr- 'um, þvi að Ingimarssymrnir óttast engan ogvþurfa ekki að víkja úr vegi fyrir neinum. En á jólunum liefir guð sett frið milli dýra og manna, og vesafings dýrið hélt boð. guðs, en við rufum það, og þess vegna erum við nú sek við guð. I>að hæfir okkur þvi ei að berast á. Ingimarssonunum ber að ganga á undan með góðu fordænti. Þeir eiga að lúta gúði í auðmýkt.“ Saga þessi er hvortveggja í senn átakanleg og hugðnæm. Átakan- legt er Jtað miskunnareysli inanneðlisins, að geta framið svo herfilegt verk, á sjálfum jólunum. Huðgnæmt er hitt ,að dýrið er látið skynja þann frið, sem ríkja á milli allra lífsvera þessa daga. En Ingimar í sögu Selmu Lagerlöf er, því miður, eigi einn um að misskilja svo herfilega boðskap jólanna, og þá um leið eðli og tilgang lífsins. Sagan jtessi er,- þó áð liörmulegt sé, órækur vottur mn það, hve illa mönnunum hefur .tekizt að. framkvæma þá hugsjón, sem [æir • hafa nú dýrkað með vorunum í meira en 19 aldir. Það er hart að ijYöuir er í dag frelsari fœddiir“. verða að játa það á jólunum 1953,að friðarriki á jörðu er ennþá aðeins draumsýn, fögur og mikilfengleg að vfsu, en harla fjarlæg hinum raunliæfa veruleika. Við hugsum lun frið, tölum imi frið og þráum frið. En það eitt nægir ekki. Við verðum sjálf að leggja eitthvað af mörkum ef um varanlegan frið á að vera að ræða. Sérhyggja og eigingirni verða að minnka, fómarlund og velvild að vaxa, því að það er höfuðskilyrði þess, að sá friður fáist, sem mannkynið hefir þráð öldum saman. Megi jólin, sem nú fara í hönd, opna augu okkar fyrir þeim einföldu lífs- sannindum. ALTARISTAFIriÝ SIGLUFJARÐARKIRKJU

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.