Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 10

Ljósmæðrablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 10
heilsu bams síns í voða. Að draga úr brjóstagjöf, samkvæmt þessu, ber vitni um vanrækslu og ástleysi af hálfu móðurinnar. (Maher 1992:155) Mannfræðingurinn Kirst- en Hastrup (Maher 1992:91) vitn- ar í Hertz og segir að náttúrunni er alltaf umbreytt af menningu. Menningin er sá „fílter“ sem allt síast í gegn. Með því að skoða hið líffræðilega ferli sem felst í brjóstagjöf erum við því að skoða menningarlega birtingu og túlkun þess. Afleiðingar pelagjafar í stað brjóstagjafar hafa verið hrikalegar í hinum svonefndu „þróunarlönd- um“. Mjólkurduft blandað vatni hefur leitt til dauða mikils fjölda barna þar sem mæður hafa hvorki aðgang að fjármagni, hreinu vatni né kæliskápum. Af þessum sökum er nú mikill áróður fyrir brjósta- gjöf í hinum „vanþróaðri hlutum heimsins“ m.a. af UNICEF og WHO. Maher bendir á að þó að þessi herferð eigi vissulega rétt á sér þá einkennist hún af of mikilli einföldun. Mjólkurduft og annars konar fæða er sögð leiða beint til veikinda og dauða. Móðurmjólkin er sótthreinsuð og örugg. Þar af leiðandi á að hvetja mæður til að hafa börn á brjósti, sérstaklega þær sem eru „fáfróðar“og hafa gleypt við markaðssetningu mjólk- urduftsfyrirtækjanna. Hún gagn- rýnir að horft er framhjá hinum mikla menningarlega og félags- lega mun sem ríkir innan þróunar- landanna. Sumir halda því jafnvel fram að „allar konur í þróunar- löndum hafa börn sín á brjósti og við (þ.e. Vesturlönd) eigum að taka þær til fyrirmyndar“. „Brjóstagjöf er einungis næringar- fræðilegt atriði og því þarf að upplýsa konur um mikilvægi þess“. Þetta er sú klisja sem lækn- isfræðin vinnur út frá og hún lítur alveg framhjá hinum félagslega og menningarlega veruleika sem konur búa við.(Maher 1992:3-4) Staðreyndin er nefnilega sú að í flestum samfélögum eru ákveðnar reglur sem lúta að kynferði kvenna, endurfæðingarhæfileika þeirra og hvernig þeirra félags- legu samböndum er háttað, þar með talið samböndum við börn sín. Þessar reglur eru oft ekki sýnilegar en er miðlað í gegnum hið stjómmálalega og táknræna kerfi. (Maher 1992:5) Spurningin hér er því sú hvernig hefur þetta áhrif á brjóstagjöf í hinum ólíku samfélögum? Ef ætlunin er að greina þær ástæður sem ráða ákvörðun RaunVerulegt umhVerfi stórs liluta heimsbyggðarinnar. Úr bók Gabnelle Palmer, Tlie Politics of Breastfeeding, Pandora, 1988. kvenna um fæðu barna sinna, er nauðsynlegt að skoða orsakirnar innan þess félagslega og efna- hagslega samhengis sem konur búa við. Minnkandi tíðni brjósta- gjafar á síðustu 100 árum hefur verið túlkuð sem einangrun, eða firring kvenna frá hinu líffræði- lega hlutverki sínu, eða hinu „náttúrulega" kynhlutverki sínu. Nema í þeim tilvikum þegar ann- ars konar fæða var talin betri en sú náttúrulega, eins og gerðist t.d. í Ameríku þegar mjólkurduft varð sem vinsælast og á íslandi á 17.og 18.öld þegar konur gáfu börnum sínum annars konar mjólkurafurð- ir. (Hastrup í Maher: 1992:91- 105). Staðreyndin er hins vegar sú að minnkandi tíðni brjóstagjafar fer saman við þá þróun er karlar tóku stjórn á þessum líffræðilegu ferlum konunnar í gegn um læknavísindin. „Spítalavæðing“ (hospitalization) á barnsfæðingum hefur haft gríðarlega neikvæð áhrif á framgang brjóstagjafar. (Palmer 1988:21, Maher 1992:155) Emily Martin (1989 [1987]) framkvæmdi mannfræðilega rann- sókn í Bandaríkjunum á konum á þrem aldursskeiðum. Hún vildi vita hvernig konur upplifðu lík- ama sinn í tengslum við með- göngu, fæðingu og breytinga- skeiðið. Niðurstaða hennar er í grófum dráttum sú að karllæg af- staða læknavísindanna hafi nei- kvæð áhrif á sjálfsmynd og trú kvenna á eigin líkamlegri starf- semi. Læknavísindin hafa til- hneigingu til að meðhöndla kven- líkamann sem eitthvað neikvætt, sem vandamál sem þarf að leysa. Þeir hafa því keppst við að leita að tæknilegum lausnum við hin- um ýmsu „þjáningum" þess að vera kona s.s. keisaraskurðir þeg- ar þess var ekki þörf o.fl í þeim tilfellum er það maðurinn sem fær heiðurinn af því að hafa komið framleiðslunni (barninu) í heim- inn, konan er eingöngu hráefnið sem varan er sótt til. Konur hafa ekki haft eins mikil áhrif á mótun vísindalegrar orðræðu því er hún óhjákvæmilega karllæg. Karlar eru sérfræðingarnir og þeir þurfa að kenna konum að ala börn sín. Þó að Martin minnist ekkert á brjóstagjöf í rannsókn sinni er hægt að ganga útfrá því að þessi Frh. bls. 15 10 LJÓSMÆPRABLAPIP

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.