Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 16

Ljósmæðrablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 16
“I’m sorry madam, we don’t allow breastfeeding in here.” Brjóstagjöf er ekki le^fð á þessu óeitingahúsi. Úr „Is he biting again?“ eftir Neil Matterson, Marion Books, 1984. sumar konur í Afríku hversu oft þær gefi brjóst sé eins og að spyrja einhvern sem klæjar hversu oft hann klóri sér. Flestar konur í Afríku eiga ekki armbandsúr eða klukkur þannig að þær hafa sjaldnast of litla mjólk“. (Palmer 1988:39-44) Brjóstagjöf: hóer recður? Gabrielle Palmer (1988) heldur því fram í bók sinni The Politcs of Breastfeeding að brjóstagjöf sé í raun mjög pólítískt mál þó það virðist ekki svo við fyrstu sýn. Stjórnmál er ekki eingöngu spurn- ing um efnahagslegt eða svæðis- bundið vald heldur einnig um vald milli kynja. Staðreyndin er sú að líkamleg, líffræðileg starfsemi kvenna hefur verið notuð sem ástæða til að úti- loka konur frá valdastöðum. Af þessum sömu ástæðum eru konur tortryggnar í garð þeirra sem vilja lofsama móðurhlutverkið. Brjóstagjöf hefur því ekki verið vinsælt baráttuefni meðal kvenna. Jafnréttisbaráttan gekk mikið út á að vera laus við þær byrðar sem brjóstagjöf fylgdi. Til að komast af í hinum nútímalega heimi hafa konur þurft að berjast til að verða metnar til jafns við karla. Það hef- ur oft falið í sér það að konur hafa ekki börn sín á brjósti til að eiga meiri möguleika á vinnumarkaðn- um. Pelinn var „frelsun" kvenna. í hinum nútímavædda heimi fer staða og sjálfsvitund einstaklinga eftir hlutverki þeirra í auðsöfnun. Konur verða að vera eins og karl- menn, aðlaga sig að þeirra norm- um, á meðan karlar þurfa ekki að aðlaga sig að þörfum og normum kvenna. (Palmer 1988:24,31-32) í flestum samfélögum eru það karlmennirnir sem hafa mestu völdin. Þeir sömu karlmenn sem halda uppi áróðri fyrir kostum móðurmjólkur meina t.d. riturum sínum að koma með börn sín í vinnuna, og skapa ekki á nokkurn hátt aðstæður fyrir konur s.s. sveigjanlegan vinnutíma, þannig að hún geti sinnt þessu hlutverki sínu. Kona sem vinnur úti verður að fela öll merki frjósemi sinnar. Hún verður að draga sig til hlés og gefa barni sínu brjóst bak við luktar dyr eða mjólka sig til að geta gefið baminu síðar. Brjósta- gjöf fyrir opnum tjöldum er of truflandi sjón. Eftir vinnutíma munu þessir sömu menn borga peninga fyrir að horfa á konu fækka fötum fyrir kynferðislega örvun, eða borga meira á veitinga- stað fyrir að fá matinn afgreiddan af berbrjósta konum. Hún segir að nútíminn sé fyrsta tímabilið í skráðri sögu þar sem konubrjóst eru tákn fyrir kynferðislega örvun karla en á sama tíma hefur hið raunverulega hlutverk þeirra verið gert ósýnilegt. (Palmer 1988:20- 21) Margar konur finna til blygðun- ar yfir því að gefa brjóst á al- mannafæri. Það er algeng ástæða fyrir því að konur hverfa frá brjóstagjöf, og það tengist við- horfum til brjósta sem kynfæri. Til að sýna fram á fáránleika þessa má taka dæmi með enska dagblaðið Sun. Þar er stóropna á hverjum degi af naktri, eða hálf- naktri konu. Ef sama blað mundi birta mynd af konu að gefa barni brjóst myndu allir æpa af hryll- ingi, það ögrar fólki mun meira. (Ciba Foundation 1976:175) Þetta skýrir að einhverju leyti af hverju brjóstagjöf er ekki vinsælli en skyldi. T.d. voru einungis 26% allra barna á Bretlandi á brjósti fyrstu 4 mánuði ævi sinnar. (Ma- her 1992:152) Sem dæmi um þessa blygðun má taka að ein kona sagðist hafa gefið brjósta- gjöf upp á bátinn því hún fann til blygðunar fyrir framan 3 ára gamlan son sinn! (Maher 1992:21) Það er einnig athyglisvert að at- huga þennan mikla áhuga á brjóstagjöf í löndum „þriðja heimsins“. Margir vita nú að skipti frá brjósti yfir á pela geta verið banvæn fyrir börnin. Sú staðreynd að böm í þriðja heimin- um deyji af völdum pelagjafar snertir kannski samvisku okkar á Vesturlöndum, um stundarsakir. Samt sem áður virðist það ekki leiða til þess að fólk breyti fæðu sinna eigin bama. (Ciba Founda- tion 1976:175) Þetta tengist ef- 16 UÓSMÆÐRABLAÐI9

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.