Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 21

Ljósmæðrablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 21
það er sorgleg staðreynd að svo marg- ir búi ekki við mannsæmandi lífs- kjör, hafi jafnvel ekki aðgang að hreinu vatni. Ég tek undir þau orð Palmer (1988:18) að ónauðsynleg þjáning barna, hætta á langtíma- heilsuleysi og eyðilegging á sjálfstrausti kvenna og trú á lík- amlegri hæfni séu ein mest að- kallandi vandamál þessarar aldar. Heimildaskrá: Ciba Foundation Symposium. 1976. Breast-feeding and the Mother. The Hague: Mouton & Co. Fildes, Valerie. 1988. Wet Nursing: A History from Ant- iquity to the Present. Padstow Cornwall: T.J.Press Ltd. Martin, Emily. 1989. The Woman in the Body: a Cultural Analysis of a reproducton. Milt- on Keynes: Open University Press. Maher, Vanessa (ritstj.) 1992 The Anthropology of Breast- Feeding: Natural Law or Social Construct. Oxford: Berg Publis- hers Limited Palmer, Gabrielle. 1988 The Politics of Breastfeeding. (series ed. Kitzinger, S.) London: Pand- ora Press Atli. Myndirnar með greininni eru ekki á ábyrgð höfundar lieldur valdar af ritstjóra Ljósmœðra- blaðsins. > Artöl og áfangar t sögn tslenskra kOenna Komin er út bókin Ártöl og áfangar í sögu íslenskra kvenna. Um er að ræða uppfletti- og heimildarit sem nýtist fræðimönnum og nemendum er vinna að rannsóknum á sviði kvennafræða. Einnig öllum þeim sem vilja fræðast um áfanga í sögu kvenna á Islandi. Hugmyndina að ritinu átti dr. Anna Sigurðardóttir, stofnandi Kvennasögusafns Islands. Anna hafði um árabil haldið til haga öllu því er snerti sögu kvenna að fornu og nýju. Árið 1976 kom út eftir hana fjölrit- að hefti er nefnt var Ártöl og áfangar í sögu íslenskra kvenna frá 1746-1975. Er þetta ný og endurbætt útgáfa þess rits. Ritstjórar þess eru Erla Hulda Halldórsdóttir og Guðrún Dís Jónatansdóttir. I ritinu er fjallað um konur sem hafa rutt brautina á margvíslegum sviðum þjóðlífsins; í námi, starfi, listum og íþróttum. Þá er fjallað um samtök, félög , blöð og tímarit sem konur stofnuðu. Auk þess er samantekt á lögum og reglugerðum, allt frá Grágás til okkar tíma, er varða rétt og stöðu kvenna. Bókin kostar 2950 krónur en verður fyrst um sinn á sérstöku kynningarverði 2500 krónur. Guðrún Dís Jónatansdóttir, forstöðumaður Kvennasögusafns íslands. Sími/fax: 525 5779. Netfang: kona bok.hi.is Það er ógnvænleg ný tíska sem vilja vera nútímalegar Þœr vilja ala kálfana sína á Er það ekki fáránlegt? hjá kúm manneskjumjólk Úr bæklingi IBFAN: Brotecting Infant Health IBFAN, 1993 21 ljósmæðrablaðið

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.