Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 15.10.1998, Qupperneq 25

Ljósmæðrablaðið - 15.10.1998, Qupperneq 25
TÍU ÞREP TIL VEL HEPPNAÐRAR BRJÓSTAGJAEAR Árið 1992 var í fyrsta sinn haldin alþjóðleg brjósta- gjafarvika og var hún helguð baráttunni fyiár bam- vænum sjúkrahúsum. Þessu átaki var hrundið af stað af Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni (WHO) og Barnahjálp Sameinuðu þjóðana (UNICEF) sem hluta af áætlun þeirra um heilbrigði fyrir alla árið 2000. Þau sjúkrahús sem vilja gerast barnvæn verða að fara eftir ákveðnum reglum sem settar voru fram í sameiginlegri yfirlýsingu þessara tveggja stofnana árið 1990. Þessi yfirlýsing inniber eftirfarandi tíu þrep til velheppnaðrar brjóstagjafar, sem eru undir- staða þess að geta orðið barnvænt sjúkrahús: Sérhver stofnun sem veitir mæðraþjónustu og um- önnun nýfæddra barna skyldi: 1. Hafa skriflega stefnu varðandi brjóstagjöf, sem miðlað er reglulega til alls heilbrigðisstarfsfólks. 2. Þjálfa allt heilbrigðisstarfsfólk í vinnuaðferðum sem nauðsynlegar eru til að framfylgja þessari stefnu. 3. Fræða allar barnshafandi konur um kosti brjósta- gjafar og hvemig best sé að standa að henni. 4. Aðstoða mæður við fyrstu brjóstagjöf innan hálfrar stundar frá fæðingu. 5. Sýna mæðrum hvernig á að leggja á brjóst og hvernig hægt sé að viðhalda mjólkurmyndun jafnvel þótt móðir og barn séu aðskilin. 6. Ekki gefa nýfæddum börnum aðra fæðu eða vökva en brjóstamjólk nema heilsufarsleg rök liggi að baki. 7. Hafa sólarhringssamveru, lofa móður og barni að vera saman allan sólarhringinn. 8. Hvetja til að börnum sé gefið brjóst þegar þau vilja. 9. Ekki gefa brjóstfæddum börnum túttur eða snuð. 10. Styðja uppbyggingu stuðningshópa við brjósta- gjöf og vísa mæðmm á þá við útskrift af fæðingar- stofnun. Engin heilbrigðisstofnun á íslandi fullnægir þeim kröfum sem gerðar eru til barnvænna sjúkrahúsa eða uppfyllir þrepin tíu. Bamvæn sjúkrahús byggja vel- gengni sína að mestum hluta á störfum ljósmæðra sem hafa tekið að sér að framfylgja þrepunum tíu og efla velgengni við brjóstagjöf og þar með hróður sinnar stofnunar. Ef ljósmæður standa saman geta þær lyft grettistaki í tíðni og tímalengd brjóstagjafar sem og öðrum þeim málum sem mestu skipta fyrir heilbrigði og hamingju bama. Dagný Zoega 1998 Áhrif starfsaðferða og óiðhorfa fagfólks sem annast móður og barn skipta miktu máti Úr Is he biting again? eftir Neil Matterson. Marion Books 1984 25 UÓSMÆÐRABLAPIV

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.