Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 31

Ljósmæðrablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 31
til vel heppnaðrar brjóstagjaíar" á Kvennadeild Landspítalans og starfsfólk á heilsugæslustöðvum í Reykjavík og nágrenni. Árið 1994 voru námskeið um brjóstagjöf haldin um allt land fyrir heilbrigðis- fagfólk sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva, svo og í sérnámi hjúkrunarfræðinga í heilsugæslu barna hjá Námsbraut í hjúkrunarfræði við HI. I mars 1996 gekkst svo hópurinn fyrir 2 daga námsstefnu um brjóstagjöf fyrir fagfólk og áhugafólk sem var mjög vel sótt. • Hópurinn hefur frá upphafi verið að vinna að skriflegri stefnumótun varðandi brjóstagjöf og hefur þegar unnið drög að slíkri stefnu. • Hópurinn hefur látið þýða og talsetja myndband um brjóstagjöf sem hægt er að nálgast á heilsugæslu- stöðvum og bókasöfnum. • Hópurinn hefur frá stofnun fjallað um þau mál sem efst eru á baugi hverju sinni varðandi næringu og umönnun ungbarna, heilbrigði móður og bams og málefni fjölskyldunnar og haft samskipti við ýmsa þá aðila sem tengjast þeim málum hverju sinni. Á döfinni er enn frekari fræðsla heilbrigðisstétta varðandi brjóstagjöf, áframhaldandi vinna við stefnumótun brjóstagjafar á íslandi, efling tengsla við áhugafélög um brjóstagjöf og átak í að koma á fót barnvænum sjúkrahúsum í samræmi við þrepin tíu sem áður var minnst á. Dagný Zoega 1998 St. Franciskusspítali Stykkishólmi Heilsugæsla-Sjúkrahús Á St. Franciskusspítala óskast ljósmæður til starfa. Vinnuhlutfalla og vaktafyrirkomulag er samkomulagsatriði, jafnframt eru störf á sjúkradeild að einhverju leiti eftir umfangi ljósmóðurstarfa á hverjum tíma. Bakvaktir skiptast með ljósmæðrum. Upplýsingr veita hjúkrunarforstjóri sjúkrahúss Margrét Thorlacius, hjúkrunarforstjóri heilsugæslu Brynja Reynisdóttir og framkvæmdastjóri St. Franciskusspítala Róbert Jörgensen í síma 438-1128. Hornafjarðarbær Heilbrigðis- og félagsmálasvið Ljósmóðir óskast að Skjólgarði. Skjólgarður samanstendur af hjúkrunarheimili, fæðingardeild, heilsugæslustöð, dvalarheimili aldraðra og heimaþjónustudeild og er alfarið rekin af Hornafjarðarbæ samkvæmt sérstökum þjónustusamningi við heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Staðarsamningur og húsnæði í boði. Upplýsingar gefur Guðrún Júlía Jónsdóttir hjúkrunarforstjóri og Baldur Thorstensen yfirlæknir í síma 478 1400. UÓSMÆ9RABLA9IÐ TTatemilé, blekteikning eftir Pablo Picasso (1881 - 1973) 31

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.