Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 4

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 4
Fréttir frá sijóm LFíFI • Af gefnu tilefni er enn og aftur minnt á að þær ljósmæður sem sinna heimaþjónustu þurfa að tilkynna sig til viðkomandi héraðslæknis. Á skrifstofu LMFÍ er hægt að fá upplýsingar um hverjar hafa nú þeg- ar tilkynnt sig. • Fylgjan fyrir árið 2000 er komin út. Stjórn félagsins ákvað að gefa kjarafélögum hana að þessu sinni. Þeir félagar sem ekki eru kjarafélagar kaupa Fylgjuna fyrir 700 krónur. • Ljósmæður athugið. Skráningablöð fyrir heimaþjónustu og samskiptablöð fyrir ungbarnavernd eru að verða tilbúin til notk- unar og verða þau seld á skrifstofu LMFI. • Ljósmæðrafélag íslands hefur opnað heimasíðu www.prim.is/lmfi Allar ábendingar um það sem koma þarf fram eru vel þegnar. í tilefni 80 ára afmælis Ljósmæðrafélags íslands barst félaginu gjöf frá Félagi íslenskra Fæðinga- og kvensjúkdómalækna á formi styrks til að allar Ijósmæður sem þess óskuðu gætu sótt XVI norræna þing- ið um fæðinga- og nýburafræði sem haldið var 16. — 18. september 1999. Ljósmæðrafélaginu barst þessi gjöf miðvikudaginn 15. september og lét félaga sína vita af þessu fimmtudaginn 16. september. Stjórn LMFÍ kann FÍK bestu þakkir fyrir gjöfina. Uppl^singar til greinahöfuncla Þær greinar sem birtast í Ljósinæðrablaðinu eru á ábyrgð höfunda og endurspegla ekki nauðsynlega við- horf ritnefndar og ritstjóra. Höfundum er uppálagt að vanda málfar og stafsetningu og mega eiga von á að ritnefnd geri kröfu um lagfæringar eftir yfirlestur. Ennfremur áskilur ritnefnd sér rétt til að hafna greinum sem eru illa unnar eða ljósmóðurfræðunum óviðkomandi. Áætlað er að Ljósmæðrablaðið komi út tvisvar á ári í fraintíðinni, í apríl og október. Greinar í apríl- blað þurfa að berast fyrir lok febrúar en í októberblað fyrir lok ágúst. Greinar sem birtast eiga í Ljósmæðrablaðinu má senda á skrifstofu LMFÍ eða beint til ritstjóra (póstföng er að finna á titilsíðu blaðsins). Ekki er nauðsynlegt að skila greinum uppsettum á tölvutæku forini, þótt vitaskuld sé það gott, en handskrifaðar greinar þurfa að vera vel læsilegar. Vanda skal til heimildaskráningar þar sem við á. Ennfremur er nauðsynlegt vegna yfirlestrar að fram komi auk nafns höfundar, starfsheiti, heimilisfang og símanúmer greinahöfunda. Allar nánari upplýsingar veitir ritstjóri. 4 LJÓSMÆÐRABLAE)©

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.