Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 5

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 5
Sk^rsla stjómar LT'íFÍ fýrír áinö 1998 Rðzða Ástþóm Krislinsdóttur, formanns LTiTÍ, á aðalfundi LLTTÍ 24. aprfl 1999 Haldnir voru 12 stjómarfundir á starfsárinu og þar af einn vinnudagur stjórnar. Stjórnin var óbreytt frá síðasta starfsári. Starfandi ljósmæður eru um 235, þar af eru 160 ljósmæður kjarafélagar Ljósmæðrafélagsins. Unnið hefur verið af krafti við að ljúka við stefnumótum Ljósmæðrafélags íslands. Þá vinnu byrjaði eins og félagsmenn muna Ingibjörg Einisdóttir og skilaði hún sinni vinnu á síðasta aðalfundi. Hildur Kristjáns- dóttir varaformaður hefur haldið utan um þá vinnu sem nauðsynleg er til að fullklára stefnumótunina og henni til aðstoðar eru, Valgerður Lísa Sigurðardóttir, Ólöf Ásta Ólafsdóttir og Margrét Hallgrímsson. Það er mjög ánægjulegt að segja frá því að nú er þeirri vinnu að verða lokið og stefnumótunin er tilbúin til prentunar og verður það gert í haust og hún send félagsmönnum. Skýrsla Ljósmæðraráðs var kynnt á síðasta aðalfundi félagsins og eftir að ljósmæðurnar Guðný Bjarna- dóttir, Hildur Sigurðardóttir, Gróa M. Jónsdóttir og Margrét Hallgrímsson höfðu gert athugasemdir við skýrsl- una var hún rædd ítarlega á félagsfundi þann 25. október s.l. Félagsmenn höfðu ýmsar athugasemdir við skýrsluna og var þeim kornið til ljósmæðraráðs í bréfi frá stjórn félagsins dagsettu 12.02.99. Ekkert hefur frést frekar af skýrslunni frá ráðuneytinu. Siðanefnd Ljósmæðrafélagsins hefur unnið lýsingu á hlutverki siðanefndar og drög að starfsreglum nefnd- arinnar. Siðareglur ljósmæðra eru einnig frágengnar og er það okkur ánægja að afhenda þær hér á þessum fundi og hvetjum við allar ljósmæður til að eignast siðareglur okkar og hafa þær jafnframt hjá sér á sínum vinnustöðum á áberandi stað. Ljósmæðrafélag íslands sagði sig úr BSRB eftir að hafa gengið til atkvæðagreiðslu um úrsögnina. Sendir voru út 157 atkvæðaseðlar og þar af kusu 63 %. Já sögðu 87% en nei 6 %. í atkvæðagreiðslunni var einnig athugað hvernig félagsmenn vildu haga félagsaðild sinni ef úrsögn úr BSRB yrði samþykkt. Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna vildi að LMFÍ sækti um aðild að BHM þannig að eftir að fullgild atkvæði félagsmanna höfðu verið talin, sótti stjórn LMFÍ um inngöngu í BHM. Þar var erindið tekið fyrir á fundi og samþykkt og er Ljósmæðrafélag íslands því fullgildur meðlimur í BHM nú frá 1 .janúar 1999. í kjölfar þessa fór stjórn félagsins og starfsmaður að leita að nýju húsnæði fyrir skrifstofuna og eftir mikla leit tók félagið á leigu húsnæði í Hamraborg 1 í Kópavogi. Þangað var flutt þann 15. nóvember síðast liðinn. Eru þetta tvö herbergi á 4. hæð, keypt voru húsgögn faxtæki, ljósritunarvél og fleira til „heimilishalds". Þetta húsnæði er mjög vistlegt og mikill munur að vinna þar en í eldri skrifstofu í húsi BSRB auk þess sem nú er hægt að halda alla stjómarfundi á skrifstofunni. Skriftstofan verður opin til sýnis fyrir þá sem áhuga hafa nú á eftir. Kjaramálin hafa verið mikið til umræðu á árinu og ekki síst vegna þess hve framgangskerfið svonefnda hefur verið flókið í framkvæmd og farið misfljótt af stað vinnan varðandi það. Kjaranefnd LMFÍ hefur setið ??? fundi og unnið gífurlega mikið, tímafrekt og vanþakklátt starf. í heilsugæslunni er mikið verk óunnið við að skipuleggja og gera framgangskerfi. Hildur og Ástþóra sjá um að kalla saman ljósmæður á því sviði til skrafs og ráðagerða. Mjög misjafnt er hvernig hefur gengið að koma framgangskerfinu af stað um landið. Mikil óánægja var með að gengið var fram hjá ljósmæðrum við undirbúning framgangskerfisins á ríkisspítöl- um en hann er stærsti vinnustaður ljósmæðra. Bréfaskriftir hafa farið fram á milli formanns félagsins og hjúkrunarforstjóra Lsp. Trúnaðarmenn á Kvennadeild Lsp. boðuðu stjórn félagsins til fundar í febrúar s.l. þar sem að þeir leituðu eftir aðstoð frá félaginu vegna þessa máls. Eftir þann fund var enn frekar hnykkt á óánægju ljósmæðra með hvernig staðið hafði verið að málum hjá Kvennadeildinni. Varðandi samning um heimaþjónustu ljósmæðra við Tryggingastofnun þá hefur Guðrún Guðbjörnsdóttir LJÓSMÆPRABLAÐIU 5

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.