Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 10

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 10
Ráðstefna Alþjóðasambands Ljósmecðva (ICK) Sk'Jrsla formanns L'KFÍ, Ástþórn KristinsclóUur Formaður LMFÍ sótti alþjóðaþing ljósmæðra á Manila á Filippseyj- um nú sl.vor. Fundurinn stóð yfir í fjóra daga og var þétt skrifuð dag- skrá alla daga. Á þingið koma ljósmæður frá öllum heimsálfum. Það var frábærlega skemmtilegt að taka þátt í umræðum um hin ýmsu mál sem skipta okkur ljós- mæður svo miklu máli og gaman að heyra að ljósmæður eru að berjast við mörg sömu málin í sín- um heimalöndum. Það er einnig margt sem kemur til með að nýt- ast ljósmæðrum á íslandi til að vinna enn frekar að framfaramál- um í ljósmóðurfræðum hér á landi. Þess má geta að ICM styrk- ir ætíð nokkrar ljósmæður til að sækja fundinn og vera á ráðstefn- unni sem er haldin í framhaldi af fundinum. Þær ljósmæður sem eru styrktar koma yfirleitt frá löndum sem minna mega sín og eru að berjast við að halda lífi í félags- starfi sínum vegna fátæktar. Þær ljósmæður sem fengu styrk að þessu sinni voru m.a. frá Bólivíu, Indónesíu, Kenýa, Nigaragua, Chile, Kína, Tékkóslóvakíu, Gambíu, Póllandi, Slóvenfu, Tanzaniu, Zim- babwe, Uganda o.fl. Lýstu margar ljósmæður sem höfðu hlotið styrk- inn mikilli ánægju sinni með styrkinn og hve nauðsynlegt það væri fyrir þær að sækja svona fundi og fræðslu til að bera með sér heim til kolleganna til að við- halda faglegri færni og auka þekkingu sína. Eins og áður sagði þá var fundurinn vel skipulagður af hálfu Filippseyinganna og þétt skrifuð dagskráin. Fundurinn byrj- aði klukkan 08.30 á morgnana og var skrifaður til klukkan 17.00 á daginn. Það var þó einungis fyrsta daginn sem tókst að halda tímaá- ætlun því hina dagana var dagur- inn lengdur til klukkan 18.30 og síðan síðasta daginn var verið að vinna frá klukkan 08.00 til klukk- an 18.30 til að freista þess að klára þau mál sem lágu fyrir á dagskránni. En þrátt fyrir heraga f fundar- stjórninni þá náðist ekki að klára alveg öll þau mál sem stóð til og var því ákveðið að senda það sem var eftir út til félaganna til um- sagnar og ganga frá þeirn þannig. Stærsti hluti fundarins eða um tveir dagar fór í að ræða lagabreyt- ingar hjá ICM og var mikil um- ræða um þær en jafnframt náðist sátt um þær. Það var ákveðið að flytja skrifstofu ICM til Haag í Hollandi. Skrifstofan hefur búið við afar þröngan og lélegan kost í London undanfarin ár svo að eftir ýtarlegar kannanir hvar hagstæð- ast væri að hafa skrifstofuna varð þetta úr. Skrifstofan flytur í des- ember á þessu ári en alltaf verður hægt að ná á skrifstofuna í gegn- um tölvupóst þrátt fyrir millibilsá- stand þegar flutningarnir eiga sér stað. Næsta þing verður í Vín í apríl 2002 og ákveðið var að þarnæsta þing yrði haldið í Brisbane í Ástr- alíu árið 2005 og er fólk sammála um að það verði klárlega vel skipulagt í alla staði og vel þess virði að mæta á þar sem Ástral- arnir eru þjóð sem eru afar flinkir að skipuleggja fundi og ráðstefn- ur, einnig skemmtanir og ferðalög sem skemmtilegt er að fara og nota tímann þegar farið er til svo fjar- lægra landa. Það var að minnsta kosti mjög skemmtilegt að sjá hve vel skipulögð auglýsingaherferð þeirra var skipulögð á fundinum þar sem kosið var um hver skyldi fá að hafa næsta þing og ráðstefnu. Kosið var um nýjan formann og var einungis ein sem bauð sig fram, svo nýji formaðurinn er Joyce Thompson en hún hefur verið í stjórn ICM sl. 3 ár. Hún hefur geysilega mikla þekkingu og er fulltrúi ICM hjá WHO og einnig hefur hún unnið mikið að því að gera siðareglur ljósmæðra sem við hér á Islandi höfum einmitt verið að láta þýða og stað- færa og koma nú til ljósmæðra. Ljósmæður voru ánægðar með framboð og kosningu hennar. Einnig var kosið um gjaldkera ICM. Þar voru tvær konur í fram- boði. Önnur var Ruth Ashton en hún hefur gegnt störfum gjaldkera undanfarin 3 ár og þótt gera það frábærlega vel. Hin var Karlene Davis. Ruth Ashton var endur- kjörin með miklum mun. Til vara- formannskjörs buðu sig fram 2 konur, Judi Brown sem er Ástrali og hefur gegn mörgum mikilvæg- um stöðum innan ICM og á m.a. sæti í nefnd sameinuðu þjóðanna sem fjallar um málefni og mennt- un ljósmæðra og einnig á hún sæti í rannsóknarnefnd á vegum ICM. Hin konan er Karen Guilliland frá Nýja-Sjálandi mjög frambærileg ljósmóðir sem er stjórnandi og formaður ljósmæðraháskólans á Nýja-Sjálandi. Judi Brown var kosin varaformaður með nokkrum meirihluta og þótti hún bera nokk- uð af og hafa fastmótaðar hug- myndir um hvernig hún sá fyrir sér starfið innan ICM. Hún var mjög þægileg og fagleg á allan hátt og hugsar greinilega mikið um löndin sem hafa færri þátttak- endur á þingi ICM og vorum við norðurlandaþjóðirnar mjög sam- mála um að hún væri vænlegri fyrir okkur. 10 LJÓSMÆ9RADLA9IÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.