Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 13

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 13
Fæðingastofa á “góðu” sjúkrahúsi í Manila. koma þama og sjá hvernig fólk lifir og hvernig er búið að heilbrigðis- kerfinu. Alls staðar sjást betlarar og heilu fjölskyldurnar sofa úti undir berum himni hvar sem þær sjá auð- an blett. Engar tölur eru til um mæðra- eða ungbarnadauða. Langstærsti hluti íbúanna hefur engar tryggingar og þar af leiðandi ekki rétt á neinni heilbrigðisþjón- ustu. Sjúkrahús eru yfirfull af dauðveiku fólki þar sem enginn leitar sér læknis og kemur á sjúkra- hús fyrr en hann er kominn með langt leidda sjúkdóma. Sjúkrahúsin eru vægast sagt illa búin bæði tækjalega og hvað mannafla snertir. Að koma inn á sjúkrahús í Manila er ótrúlegt og engin orð eru nógu sterk til að lýsa því sem maður sér þar. Húsnæði er hræðilega illa farið, ekki hefur ver- ið gert neitt til að endumýja það. Málning er meira og minna flögn- uð af veggjum, gólfum og rúmum. Engin lyfta er í húsinu, sem er uppá 3 hæðir, allur þvottur er þveginn í höndum. Sjúklingar þurfa að borga lyfin sín og þeim er umsvifalaust vísað frá sjúkrahúsinu ef þeir geta ekki greitt fyrir þjónustuna. Oft koma aðstandendur með og fara þá út í lyfjabúð og ná í þau lyf sem nauðsynlg eru þar sem ekki er til mikið á sjúkrahúsinu. Þegar farið er út í lyfjabúð er lagt 200% ofan á öll lyf ef komið er eftir miðnætti. Stundum lánar sjúkrahúsið sjúk- lingnum lyfið og sjúklingurinn skilar í sama. Á sjúkrahúsinu sem ég fór að skoða er gefinn matur en ekki er víst að alltaf sé til nóg fyr- ir alla!! Á mörgum sjúkrahúsum þurfa sjúklingar að hafa með sér mat. Emma lýsir ástand- inu þannig að skammstöfunin TLC sem við not- um fyrir „Tender loving care“, sé hjá þeim „Total lack of care“. Emma vinnur á sjúkrahúsi í „góðu“ hverfi og á „fínu“ sjúkrahúsi. Þangað fór ég að skoða ásamt kollegum mínum frá Svíþjóð. Sjúkrahúsið var með 440 rúm. Við gengum í gegnum allar deildir en höfðum mestan áhuga á fæðingar- deildinni. Á fæðingar- og sængurkve- nnadeildinni var frekar rólegt að sögn starfsfólksins. Einn hjúkrun- arfræðingur var að störfum þar með einn nema sér til aðstoðar. Á deildinni lágu 60 — 70 konur, kon- ur nýkomnar úr stórum aðgerðum, konur sem voru nýbúnar að fæða, nýjir keisarar, konur að fara í keis- ara o.s.frv., mjög algengt var að konur væru 2 saman í rúmi, starfs- fólkið sagði að oft væru konumar 4 saman í rúmi. Engin loftræsting var á sjúkrahúsinu, einstaka stofa hafði viftu, allir gluggar opnir og sterilu hanskarnir héngu til þerris úti á snúru. Konur sem komu á sjúkra- húsið til að fæða höfðu allt með sér fyrir bæði sig og bamið, föt, dömu- bindi, bleyjur o.þ.h.. Þær höfðu einnig með sér mat og drykk. Kon- ur sem fæddu á eðlilegan hátt fóru heim eftir 6 klst. en konur sem fæddu með keisaraskurði fóm eftir Stiginn á milli hæða á sjúkrahúsinu. Þarna voru fárveikir sjúklingar bornir milli hæða. LJÓSMÆÐRABLAÐIP 13

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.