Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 15

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 15
Ljáðu mér c^ra „Ljáðu mér eyra“ er nafn á þjónustu, innan Kvenna- deildar Landspítalans, við foreldra með erfiða reynslu af barnsfæðingum. Um þessa þjónustu sjá þrjár ljósmæður sem allar eru starfandi á fæðingar- deild Lsp. Guðlaug Pálsdóttir, Jóhanna V. Hauks- dóttir og Ólöf Leifsdóttir ásamt fæðigarlækni, Þóru Steingrímsdóttur. Aðdragandi þess að „LME“ var stofnað er sá að æ oftar höfðu konur samband við ljósmæður og lækna vegna kvíða fyrir væntanlegri fæðingu. Rekja má kvíðann til erfiðrar reynslu af fyrri fæðingu, eða annarra áfalla sem getur gert meðgöngu og barnsfæðingu kvíðvænlega, eða treysta sér ekki í aðra meðgöngu án þess að geta gert ákveðnar áætlanir áður. Eftir lestur greina í erlendum fagtímaritum þar sem „hlustun- arþjónusta" sem þessi var skil- greind, ástæður og árangur sýndur á mjög markvisssan hátt, hófum við undirbúningsvinnu. Við sóttum námskeið hjá sálfræðingi í faglegri uppbygg- ingu viðtala. Einnig heimsóttum við stallsystur okkar í Surrrey á S-Englandi í þeim tilgangi að læra af reynslu þeirra. Þjónusta þessi fer fram í samtalsformi. Fólki er gert mögulegt að hitta fagaðila til að fara í gegn um þær upplýsingar sem til eru um atburðinn, fá stað- festa reynslu sína, láta í ljós reiði, ánægju eða aðrar tilfinningar. Skilja ástæður fyrir því að væntingar brugðust og gera áætlun fyrir næstu meðgöngu og/eða fæðingu. Með því að gera fólki mögulegt að fara í gegnum fyrri reynslu á þennan hátt vonumst við til að það öðlist nýja sýn og skilning þeim og öðrum til góðs. Samkvæmt tölum sem ljósmæður í Oxford á Eng- landi tóku saman, fyrsta árið þeirra með hlustunar- þjónustu, nýttu sér 46 konur þjónustuna. Fjöldi fæð- inga var svipaður og á Lsp. Tímabil frá fæðingu þar til þær notuðu þjónustuna var frá 4 vikum til 45 ár. Meðal timabilið var 12 mánuð- ir ef 45 árunum er sleppt. Af þessum 46 konum áttu 16% að baki eðlilega fæðingu skv. skilgreiningu. Einnig kom fram að allar töldu 1-2 klst. nægja til viðtals. Af þessum fjölda voru tvær sem þurftu á geðlæknishjálp að halda. Ánægja með þjónustuna mældist 100%. Markmið okkar með þjónust- unni er að létta á kvíða sem tengist erfiðri upplifun af fæð- ingu. Stuðla að jákvæðri reynslu foreldra af meðgöngu og fæðingu og veita ráðgjöf. Bæklingur hefur verið gefinn út sem á að vera til á öllum heilsugæslustöðvum. Viðtöl fara fram á meðgöngu- deild en þar er vistlegt viðtals- herbergi. Tímapantanir eru á móttökudeild Lsp. alla virka daga. Niðurlag Enn er starfsemin í mótun og lítil reynsla komin á. Viðtölin eru orðin 30 frá því starfsemin hófst í apríl síðastliðnum. Þjónustan stendur öllum til boða að kostnaðarlausu, óháð búsetu. tj: * ❖ ❖ ❖ ❖ * ❖ * UÓSMÆÐRABLAÐI9 15

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.