Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 16

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 16
Ljósmæður á Alhcimsráöstefmi Við, undirritaðar ljósmæður, sátum 25. Alheimsráðstefnu ljósmæðra sem haldin var í Manila á Filipps- eyjum dagana 22.—27. maí '99. Þetta var í fyrsta skipti sem hún var haldin í þróunarlandi. Yfirskrift og þema ráðstefnunnar var: „Midwifery and safe motherhood beyond the year 2000“, eða Ljósmóðurfræði og öryggi móður og barns árið 2000. Höfundar greinar ásamt filipeyskri ljósmóður. Við vorum fjórar ljósmæðurnar sem lögðum sam- an upp í ferðina að morgni mánudagsins 17. maí '99, en alls sóttu 6 ljósmæður frá íslandi ráðstefnuna. Við flugum fyrst til London og dvöldum þar yfir daginn. Síðdegis flugum við síðan með Malaísku flugfélagi til Kuala Lumpur í Malasíu og tók flugferðin 13 klst., en um næturflug var að ræða. Það fór vel um okkur í flugvélinni, sem var breiðþota, og var alveg dásamlegt hvað asísku flugfreyjurnar og ílugþjón- arnir hugsuðu vel um okkur. I Kuala Lumpur gistum við eina nótt á glæsilegu flughóteli. Næsta morgun, þá kominn 19. maí, flug- um við til Manila á Filippseyjum. Á flugvellinum þar beið okkar fullorðinn maður með skilti sem á stóð ICM, þ.e. International Confederation of Mid- wives. Hann keyrði okkur á hótelið, sem var í um 15 mín. göngu frá ráðstefnuhúsinu. Hitinn og rakinn í Manila var mikill enda er þar hitabeltisloftslag. Margir innfæddir voru með klúta fyrir vitum vegna mengunar og handklæði um höf- uðið vegna mikils hita. Eitt skipti lentum við í monsúnrigningu, en þær byrja um mánaðarmótin maí/júní. Þann stutta spöl sem við áttum þá ófarið á hótelið urðum við meira en holdvotar, það hreinlega lak af okkur. Við höfðum aldrei séð svona stóra regndropa áður. Þegar við fórum að átta okkur á borginni, eftir að hafa farið í 4 klst. leiðsöguferð, urðum við hálf mið- ur okkar. Fátæktin blasti við hvar sem við fórum. Margir eru heimilislausir og sofa í kössum í portum eða á beddum undir trjám. Aðrir, einhverjar milljón- ir, búa á svæðum sem eru í eigu ríkisins. Ríkið er ekkert að nota þessi svæði, sem eru m.a. meðfram þjóðveginum inn í borgina. Þar hrófla þeir upp ein- hverjum kumböldum úr spýtnarusli, álplötum og tuskum. Hafi þeir ekki nóg af nöglum til að festa „húsnæðið“ saman þá eru hjólbarðar eða þungir hlut- ir hafðir til að þakið fjúki ekki burt. Á götunum voru betlarar, oft litlir krakkar með enn minni systkini sín á handleggnum, og stóðu þá mæður þeirra oftast álengdar. Göturnar og gangstétt- arnar voru oftast brotnar og óhreinar og stundum var óþefurinn frá göturennunum svo mikill að við héldum niðri í okkur andanum á meðan við fórum þar hjá. Daglegt líf fólks í Manila. Ekki var ráðlegt að vera á ferli að kvöldin vegna svarta myrkurs, lýsing var lítil og því meiri hætta á þjófnaði. Filippseyjar samanstanda af 7107 eyjum og eru þær hluti af austur Indiuin. íbúar eru um 60 milljón- ir. Manila, höfuðborgin, er á eyjunni Luzon sem er 16 LJÓSMÆÐRABLAPIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.