Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 20

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 20
fólksins, en oft eru langar vegalengdir og erfitt að komast á sjúkrahús í tæka tíð. En aðal orsakir þessa mikla mæðradauða er skortur á fyrirbyggjandi að- gerðum, smitsjúkdómar, sepsis, fátækt, vannæring, blæðingar, aukaverkanir eftir fósturlát og langdregn- ar fæðingar (t.d. leg ruptura). Það fékk mikið á okkur að heyra um alla þá erfið- leika sem ljósmæður eiga við að glíma í þróunar- löndunum. Þetta er það sem við, sem betur fer, þekkjum ekki hér á landi. Aðal erfiðleikarnir eru m.a. mikil fátækt. Það kom fram að karlmenn í van- þróuðum löndum nota 40-50% þeirra tekna sem þeir afla fyrir sjálfa sig, t.d. í spilavíti, sígarettur og áfengi. Konurnar nota peningana sem þær fá fyrir hörðu dagana, þ.e. þegar erfiðleikar steðja að, og nota eingöngu 0,05% fyrir sjálfa sig. Konur eru yfir- leitt lágt launaðar eða ekki í vinnu. Það vakti aðdáun okkar hversu duglegar ljós- mæður frá þessum löndum voru að koma og halda fyrirlestra og höfðu sumar unnið að rannsóknum sem þær skýrðu einnig frá. A ráðstefnunni var styrktarsöfnun fyrir ljósmæður í þróunarlöndum svo þær eigi möguleika á því að sækja ráðstefnur og sér ICM um að útdeila úr sjóðn- um. Mikið prógram var á ráðstefnunni, sem stóð yfir í 4 daga. Það var þétt dagskrá milli kl. 09:00-17:00 alla dagana nema þann síðasta, en þá lauk dag- skránni rétt eftir hádegi. Oft var mjög erfitt að velja á milli fyrirlestra. Það sem aðallega var fjallað um var: Heilbrigði kvenna, nýbura og barna, ofbeldi gegn konum, umskurður og kynheilbrigði. Einnig um að auka getu ljósmæðra til að sinna og hafa eftirlit með öruggri meðgöngu og fæðingu, nám Ijósmæðra, vatnsmeðferð fyrir, í og eftir fæðingu, homopatia, smitsjúkdóma, kynsjúkdóma og margt fleira. Við völdum að segja frá því sem okkur er efst í huga eftir ráðstefnuna. Heilbrigði barna Norsk ljósmóðir, starfandi í Kambodiu, hélt fyrirlest- ur um rétt barna til heilbrigðis í heiminum. Hún sagði að í heiminum eru 33,4 milljónir manns sem lifa með HIV. Af þeim eru 43% konur og 57% karlar. Meira en 3 milljónir smituðust á síðasta ári, þ.e. árinu 1998. Af þeim börnum sem smitast af HIV þá smitast 90% af mæðrum sínum og 14% barna HIV smitaðra mæðra smitast við brjóstagjöf. Ljósmóðirin, sem hélt þennan fyrirlestur, var spurð að því hvað væri gert þar sem ekki fengist örugg næring fyrir bamið. Hún svaraði því til að þær hvöttu mæðurnar til að gefa brjóst. Oft er ekki til þurrmjólk vegna fátæktar og/eða þá að vatnið er mengað og því hættulegt fyrir nýbura. Það kom fram að um 12 milljónir barna í heimin- um undir 5 ára deyja árlega. Aðal dánarorsök eru lungnabólga, niðurgangur, malaría, mislingar og vannæring. Þau böm eru þá líklegri til að fá sýkingar eins og TBC og HIV. Smitsjúkdómar Okkur er minnisstæð ljósmóðir frá Fiji eyjum sem talaði um fyrirbyggingu og eftirlit með smitsjúk- dómum, hversu mikilvægt hlutverk okkar ljósmæðra væri að fyrirbyggja og hafa eftirlit með þessum sjúk- dómum. Einnig sagði hún að við yrðum að játa að við gætum ekki unnið einar. Við yrðum að nota alla þá hjálp sem í kring um okkur væri, s.s. bömin okk- ar, skjólstæðinga, maka, samfélagið og stofnanir. Hún kom með nokkur dæmi um smitsjúkdóma, gefna út af WHO 1996: Malaría: Verst skordýrasmita sem um 500 milljón manns í heiminum verða fyrir árlega. Af þvf deyja a.m.k. 2 milljónir árlega. Akut öndunarfærasjúkdómar: Deyða u.þ.b. 4 millj- ónir barna árlega. Berklar: Deyða um 3 milljón manns á ári, ath. að 1/3 af íbúum jarðarinnar eru berar. Nærri 2 þúsund milljónir jarðarbúa, frá New York til Nýju Delhi, hafa smitast. Niðurgangssýkingar: Smitast aðallega með menguðu vatni og fæðu. Deyðir nærri 3 milljónir af ungum börnum árlega. HIV: Fjöldi smitaðra í heiminum er 33,4 milljónir og hafa a.m.k. 4 milljónir dáið úr sjúkdómnum. I Asíu og á Kyrrahafseyjunum smitast 700.000 manns á ári af HIV. Viral hepatitis: Sagt vera mikið vandamál um allan heim. Skv. WHO eru a.m.k. 350 milljón manns chroniskir berar af hep. B og 100 milljón af hep C. Nær milljón manns smitast af kvnsjúkdómum í heiminum daglega, aðallega ungt fólk. 8 af hverjum 10 börnum í heiminum eru bólusett við barnasjúkdómum og stefnt er að því að árið 2000 verði þetta 9 af hverjum 10. Ljósmóðirin ítrekaði að ekkert land væri öruggt gegn smitsjúkdómum og að ekkert land hefði lengur 20 LJÓ5MÆ9RABLAUIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.