Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 24

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 24
SumarCinna í Danmörku Kflir Rósn Porsteindóttur, ljósmóður Síðastliðið ár dvaldi ég sumarlangt við Ijósmóðurstörf í Danmörku og hef ég verið beðin um að segja svolftið frá þessari dvöl minni, reynslu og undirbúningi ferðarinnar. Ég hef á undanförnum árum farið út á land og leyst af sem ljósmóðir í stuttan tíma og haft mjög gaman af því. Þar hef ég kynnst hvernig er að vinna með allt barneignarferlið í heild sinni þ.e.a.s. að vinna við mæðravernd, fæðingar og sængur- legu. Það að vinna á litlum stöðum úti á landsbyggðinni er dálítið frábrugðið því að vinna á sérhæfðri deild eins og fæðingardeild Landspítalans, sem er minn vinnustaður. Nú var svo komið, að mig langaði að prófa að vinna í öðru landi og kom Danmörk sterklega til greina, bæði vegna þess að ég þekki nokkuð vel til í Danmörku og þar sem skortur hefur verið á ljósmæðrum í Danmörku undan- farin ár, hefur verið frekar auðvelt að fá vinnu. Þá var fyrst að setjast niður með fjölskyldunni og ræða málin. Leyfið var auðfengið, einkasonurinn og unglingurinn á heimilinu var á leið norður í sveitina sína þetta sumar og eigin- maðurinn, sem þurfti aðeins lengri umhugsunarfrest, var líka mjög jákvæður. Hann gæti vel verið án spúsu sinnar eitt sumar, auk þess sem hann gæti vel hugs- að sér að eyða sumarleyfinu sínu í Danmörku. Þá var að hefja undirbúning- inn, því að mörgu er að huga fyrir svona ferð. Fyrst byrjaði ég á því, að sækja um launalaust leyfi og gekk það ekki mjög vel, þar sem það hefur ekki tíðkast á mínum vinnustað (Fæðingadeild Lsp.) að veita launalaust leyfi yfir sumar- tíma. Undanfarin ár hefur þó fast verið sótt að yfirmönnum deildar- innar, að veita slík leyfi þar sem mikill áhugi virðist vera fyrir því, að sækja sér reynslu annars staðar frá. Niðurstaðan varð sú, að ég fékk 4 vikur í launalaust leyfi, auk þess að fá mitt 6 vikna sumar- leyfi. Ég hafði í upphafi óskað eftir, að fá 6 vikur í launalaust leyfi, því ég vildi gjarnan taka mér smá sumarfrí í leiðinni og með hjálp góðra ljósmæðra, sem unnu á deildinni og tóku skipti- vaktir við mig og unnu einstaka vaktir fyrir mig, tókst mér að ná 12 vikna leyfi. Því næst fór ég að skrifa til hinna ýmsu spítala í Danmörku til að sækja um vinnu. Ég sótti um á nokkrum stöðum, sums staðar vantaði ekki afleys- ingafólk, en ég fékk mjög jákvæð svör frá 3 spítulum og þá sérstak- lega frá þeim stað, sem ég síðan Stytta í garði í bænum Slagelse. valdi, en það var fæðingardeild við Centralsjúkrahúsið í Slagelse. Þá var næst að sækja um danskt ljósmæðraleyfi (autorisation) til að fá vinnu í Danmörku. Það sæk- ir maður um til Sundhedsstyrelsen í Kaupmannahöfn og kostaði leyf- ið í fyrra 270 DKK. Þegar sótt er um leyfi, er jafnframt beðið um staðfestingu á íslenska ljósmæðra- leyfinu þýddu á dönsku eða ensku og einnig ljósrit úr vegabréfi við- komanda, sem sýnir nafn, fæðing- ardag og ríkisfang sem stimplað er af sendiráði, sýslumannsskrif- stofu eða vinnuveitanda. Síðan er leyfið sent þegar þessum pappír- um hefur verið skilað. Ég réði mig síðan sem ljós- tnóðir á fæðingardeildina í 10 vik- ur í fullt starf, sem í Danmörku eru 37 stundir á viku. Til vinnu- veitanda þarf síðan að skila ljós- inæðraleyfi, starfsvottorði og skattakorti sem fæst á viðkomandi sýslumannsskrifstofu í bæjarfé- laginu. Þegar farið er til starfa er- lendis skiptir miklu máli að hafa góðan skilning á tungumálinu. Ég taldi mig skilja dönsku nokkuð vel fyrir og geta skrifað hana, en ég eins og margir aðrir íslending- ar hef ekki verið nógu dugleg að tala málið. Ég ákvað að ráða bót á þessu og sótti 10 vikna námskeið í dönsku, þar sein aðaláherslan var lögð á talmál, einnig las ég mikið 24 LJÓSMÆPRABLA9IÍ)

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.