Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 26

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 26
pn og alltaf i.m. og inj. Syntocinon alltaf blandað í inf.Nacl. en ekki Glúkósa þegar notað var dreypi. Læknir var ekki viðstaddur eðlilegar fæðingar og enginn barnalæknir var til staðar, því barnadeild er ekki á spítalan- um. Gott samstarf er við sjúkra- húsið í Holbæk, Næstved og Rík- isspítalann í Kaupmannahöfn og þangað flytjast öll veik börn og konur, sem fara í fæðingu fyrir 35.vikna meðgöngu eða eru með börn sem eru álitin undir 2000 gr. að þyngd, er vísað á einhvern þessara staða. Árið 1998 voru 37 konur fluttar á einhvern þessara spítala. Börnin eru alltaf soguð í munn og nef við fæðingu og þá er notað rafmagnssog, en ekki munnsog, því þau eru bönnuð. Börnunum eru gefnir K-vítamín- dropar eftir fæðingu, nema ef um inngripsfæðingar eða keisara er að ræða, þá er gefin sprauta. Ljós- móðirin gerir fyrstu rútínuskoðun á barninu strax eftir fæðinguna, svo eru þau skoðuð af lækni síðar á sængurkvennaganginum. Á 5. degi er tekin PKU blóðprufa og það gera meinatæknar eða ljós- mæður, en ekki hjúkrunarfræðing- arnir sem vinna á sængurkvenna- ganginum. Mikið og gott samstarf er við sængurkvennaganginn, sem er staðsettur við hlið fæðinga- deildarinnar. Sjúkraliðar og hjúkr- unarfræðingar sem þar vinna koma og aðstoða ljósmæðurnar við fæðingarnar, þær ganga frá eftir fæðinguna og búa upp aftur. Þær aðstoða einnig við innskriftir, svara símanum o. fl. ef ljósmóð- irin er upptekin með fæðandi konu, enda er mönnun á sængur- kvennagangi miðuð við þessa að- stoð. Á fæðingardeildinni eru einnig 1. og 2. árs ljósmæðranem- ar í verklegri þjálfun. Gangsetningar: Þær voru 9.4% á deildinni árið "98. Það voru 115 konur og af þeim fóru 17 í keisarafæðingu (15%). Konurnar ganga með full- ar 42 vikur og allt að 43 vikur ef allt er eðlilegt. Gangsetningar fara fram að morgni og ef konan er gangsett með prostíni, fær hún að fara heim til sín eftir 6 tíma ef ekkert gerist og kemur svo aftur næsta morgun. Konurnar eru und- irbúnar fyrir það að gangsetning með prostíni geti tekið 1-2 sólar- hringa. Astœður fyrir gangsetningu árið 1998 voru: fólkinu það svolítið skondið, því þau höfðu átt barn fyrir einu ári og þá kom líka íslensk ljósmóðir í heimsókn til þeirra. Ambulant fæðingar voru 127 eða 10.3% árið 1998., Heimaþeðingar: Þær standa konunum til boða, en eru ekki margar. Það voru 10 skipulagðar heimafæðingar árið 1998 og af þeim þurfti að flytja eina konu á sjúkrahús og síðan voru 4 konur sem fæddu óvænt heima og þetta gerir 1.1%. Það er Lengd meðganga (postmaturias) 42 Konur Vaxtareinkun 6 a Farið vatn, engir verkir 23 n Meðgöngueitrun 13 íí Aðrar ástæður 31 a Samtals 115 a Aðferðir: Belgjarof (eingöngu) 9 Konur Prostaglandin vagitoria (Minprostin) (eingöngu) 55 a Syntocinodreypi (eingöngu) 26 a Belgjarof og minprostin 8 a Belgjarof og S-dreypi 3 a Minprostin og S-dreypi 11 a Belgjarof, minprostin og S-dreypi 3 a Samtals 115 a Ambulant feeðingar: ljósmóðirin sém er á bakvakt sem Þá fara móðir og barn heim á sólarhring eftir fæðingu og fá síð- an 2 heimsóknir ljósmæðra heim á 1. og 5. degi og þá er tekin PKU blóðprufan. Það er Ijósmóðirin, sem er á 08-08 sólarhrings- vakt- inni sem fer í þessar vitjanir, en séu vitjanir margar eða hún í út- kalli fer hin bakvaktin. Þær taka leigubíla í þessar vitjanir eða nota sína eigin bíla og fá þá greitt fyrir það. í eitt skiptið þegar ég fór í svona heimavitjun, var ég spurð að því hvaðan ég væri, og þegar ég sagðist vera frá íslandi, fannst fer í heimafæðingarnar. Keisarafecðingar: Við fyrirfram ákveðnar keisara- fæðingar kemur konan á sængur- kvennagang, í viðtal til hjúkrunar- fræðings og læknis daginn fyrir aðgerð. Síðan leggst hún þar inn næsta morgun, fær undirbúning þar, settur er upp þvagleggur og i.v. vökvi og síðan tekur ljósmóð- irin frá fæðingarganginum við og fer með konunni á skurðstofuna. Sé konan ekki svæfð fær aðstand- andi að vera viðstaddur. Konunni 26 LJÓSMÆPRABLAPIP

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.