Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 29

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 29
Onnur tækni sem stundum er beitt í fæðingu er „innri mónitor- ing“ og um þá aðferð held ég að allar ljósmæður geti verið sam- mála um að sé þvílík tæknidýrkun að ætti ekki að viðgangast. Þá er þrýstinema komið fyrir upp í legi konunnar og á hann að mæla hríð- 'irnar og gegna því hlutverki sem þjálfaðar ljósmóðurhendur hafa gert í gegnum aldirnar. Fyrir utan meðferðina á konunni sjálfri, er þessi tækni gróf vantraustyfirlýs- ing á kvenlíkamann og ljósmæður eða eins og maðurinn sagði: „There's nothing the matter with the instrument - it's the body. The woman's body is all wrong. “ (Það er ekkert að tækjunum, það er lík- aminn. Kvenlíkaminn virkar ekki rétt - þýð. höf.). (Mitford, 1992, bls. 99). Við ljósmæður beitum líka óþarfa tækni í fæðingum og get- um því litið okkur nær. Dæmi um það eru mænurótardeyfingar sem eru gífurlega algengar á íslandi, enda auðveldur aðgangur að þeim. I öðrum löndum eins og Hollandi og Danmörku eru þessar deyfingar mjög lítið notaðar. Ekki er ég að mæla algerlega á móti mænurótardeyfingum sem geta í erfiðum og langdregnum fæðing- um verið himnasending. Það sem ég er að benda á er að við grípum oft æði fljótt til þeirrar lausnar þótt við kunnum mikið fleiri sem ekki eru eins mikið inngrip í fæð- inguna og mænurótardeyfing er. Þegar tæknin er fyrir hendi, höf- um við tilhneigingu til að nota hana og leyfi ég mér þá að lokum að vitna í þá ágætu bók „The American Way of Birth,“ sem ég hvet ykkur allar til að lesa: „To a man with a set offorceps in his hand, every baby 's head looks as if it needs help being born!“ (Fyrir mann með tangir í hönd, virðast öll barnshöfuð þurfa hjálp við að fæðast - þýð. höf.). (Mit- ford, 1992, bls. 112). Stuðst var við bækurnar: Mitford, J. (1992). The American Way ofBirth. Victor Gollancz Ltd. London Enkin, M., Keirse, M.J.N.C., Renfrew, M., og Neilson, J„ (1995). A Guide to Effective Care in Pregnancy and Childbirth, 2. Útgáfa. Oxford University Press. Oxford. Lítil Ljósmœðrasaga Á nefndarfundi í Ljósmæðrafélaginu sátu 4 konur (ljósmæður að sjálfsögðu) og spjölluðu. Efni fundarins var uppurið og talið barst að persónulegri hlutum. Ljósmóðir 1: Nú fer hún bráðum að eiga. Hvað á ég að gera? Ljósmóðir 2: (strax með á nótunum) Taktu strax 2 af henni. Ljósmóðir 3: (líka með á nótunum) Það er nú voðalega harkalegt. Voru þetta ekki fyrirburar síðast? Ljósmóðir 4\ (alveg úti á túni) Hvað eruð þið að tala um? Ljósmóðir 1: Jú, en hún mjólkaði ekki neitt. Ljósmóðir 2: Fjandinn, að það skuli ekki vera til mjaltavélar. Ljósmóðir 4\ Hvar eru ekki til mjaltavélar? Ljósmóðir 1\ Eg gæti handmjólkað hana. Ljósmóðir 4\ (ennþá í túninu) Stelpur, hvað eru þið að tala um? Ljósmóðir 3\ Þetta gæti nú gengið betur núna. Þetta voru jú fyrir- burar-ræfilslegir. Ljósmóðir 2: Já, sogið var voðalega linkulegt. Ljósmóðir 1\ Ég gaf mjólk á 2 tíma fresti en það dugði ekki. Ljósmóðir 4\ (smá ljós) Stelpur, eruð þið að tala um ketti? Hinar líta undrandi á hana: Já, auðvitað. Ljósmóðir 4: Sko. Þið eruð svo hryllilega miklar ljósmæður að það hálfa væ........ Hinar (löngu hættar að hlusta) tala í ákafa urn sogvillu, kattamjaltavélaskort, ábótargjöf kettlinga ofl. ofl. Það er nú bara svona. Einu sinni ljósmóðir, ávallt ljósmóðir. Það er alveg sama hver á í hlut. Ef farið er að tala um fæðingu eða brjósta(spena)gjöf þá skapast strax heitar umræður hjá 3 og jafnvel 4 ljósmæðrum. LJÓSMÆPRABLAPI9 Katrín Edda Magnúsdóttir, '99. 29

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.