Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 30

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 30
Wiðstöð meeðraOemdar Fréttatilk^nning Þann 29. júní sl. var undirritaður samningur milli Heilsugæslunnar í Reykjavík og Ríkisspítala um sam- einingu mæðrarverndar kvennadeildar Landspítalans og mæðradeildar Heilsuverndarstöðvar Reykja- víkur í Miðstöð mæðraverndar. Samkvæmt samningnum átti sameiningin að vera að fullu komin til framkvæmda 1. október sl. en vegna óvæntra tafa við framkvæmdir á væntanlegu húsnæði hefur það dregist. Stefnt er að því að starf- semin sé öll komin í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur í lok ársins. Fram að þeim tíma er mæðravernd áfram á fyrrgreindum stöðum. Þann 1. október 1999 færðust ljósmæður og ritarar mæðraverndar kvennadeildar Landspítalans á launaskrá hjá Heilsugæslunni í Reykjavík. Tilgangur mæðraverndar er að gæta að heilsu og velferð móður, barns og fjölskyldu með eftirliti, stuðningi og fræðslu og með því að greina og meðhöndla vik frá eðlilegri meðgöngu. Miðstöð mæðr- verndar verður í þeim efnum fagleg þjónustumiðstöð fyrir allt landið. Heilsugæslustöðvar um land allt geta leitað til hennar þegar þurfa þykin Verkefni Miðstöðvar mæðraverndar felast meðal annars í almennri mæðravernd fæðingalækna og ljósmæðra, meðal annars vegna veikinda eða áhættuþátta meðgöngu eða við fæðingu. Þar verður einnig reglubundið eftirlit í almennri mæðravernd, þjónusta við konur sem haldnar eru ýmsum sjúkdómum, erfðaráðgjöf, foreldrafræðsla og ýmis önnur skyld verkefni tengd mæðravernd. Miðstöðin á að starfa í nánum tengslum við kvennadeild Landspítalans. Á Landspítalanum verður miðstöð fyrir fósturrannsóknir og ennfremur rekin dagdeild fyrir konur með sjúkdóma á meðgöngu. Þar verða líka allar venjulegar ómskoðanir á höfuðborgarsvæðinu. Á Land- spítalanum verða auk þess sérhæfðar ómskoðanir fyrir allt landið, legvatnsástungur, fylgjuvefssýnatök- ur og sérhæfðar greiningaraðgerðir. Landspítalinn verður þar að auki með félagsráðgjöf, næringarráð- gjöf og greiningarmat fyrir sjúkraþjálfun, eins og núna. Miðstöð mæðraverndar verður kennslu- og rannsóknarstofnun í tengslum við Háskóla íslands. Þar verður kennsla læknanema, ljósmóðurnema, hjúkrunarnema og símenntun heilbrigðisstarfsfólks. Hún verður undir stjórn sex manna fagráðs en í forsæti þess verður prófessor í fæðinga- og kvensjúkdóma- fræði á kvennadeild Landspítalans. Þrír fulltrúar verða frá kvennadeild Landspítalans og þrír frá Heilsu- gæslunni í Reykjavík. Yfirlæknir og yfirljósmóðir verða ábyrg fyrir daglegum rekstri. Við gildistöku samningsins um Miðstöð mæðraverndar flytjast tæplega sex stöðugildi ljósmæðra þangað frá kvennadeild Landspítalans. Læknar kvennadeildar Landspítalans sinna frá sama tíma skoð- unum á vegum Miðstöðvar mæðraverndar í tæplega einu stöðugildi. Miðstöð mæðraverndar verður til húsa í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur að Barónsstíg 47 í Reykja- vík Undirritun samnings 29. júní 1999: Guðmundur Einarsson forstjóri Heilsugæslunnar í Reykjavík Ingólfur Þórisson framkvæmdastjóri Ríkisspítala 30 LJÓSMÆÐRABLAPIP

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.