Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 5

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 5
Ljósmæöur leitast við að sinna sálrænum, líkamlegum, tilfinningalegum og andlegum þörfum kvenna sem til þeirra leita, hverjar svo sem aðstæður þeirra kunna að vera. Ljósmæður leitast við að vera öðrum fagmönnum og fjölskyldum fyrirmyndir um eflingu heilbrigðis kvenna á öllum aldri. Ljósmæður leitast ævinlega við að efla persónulegan, vitsmunalegan og faglegan þroska sinn sem Ijósmæður. III. Faglegar skyldur Ijósmæðra. Ljósmæður viðhalda trúnaði gagnvart skjólstæðingum sínum og virða rétt þeirra til einkalífs. Þær beita dómgreind sinni í allri meðferð trúnaðarupplýsinga. Ljósmæður eru ábyrgar fyrir ákvörðunum sínum og athöfnum og bera ábyrgð á niðurstöðum ertengjast umönnun þeirra. Ljósmæður geta neitað að taka þátt í störfum sem ganga þvert gegn dýpstu siðferðilegu sannfæringu þeirra. Áherslan á samvisku einstaklingsins má hins vegar ekki verða til þess að konum sé meinaður aðgangur að nauðsyn legri heilbrigðisþjónustu. Ljósmæður taka þátt í þróun og útfærslu þeirrar heiIbrigðisstefnu er stuðlar að bættri heilsu kvenna og fjölskyIdna sem von eiga á barni. IV. Endurmenntun Ijósmæöra. Ljósmæður tryggja að rannsóknir og önnur starfsemi er miðar að því að efla fagþekkingu þeirra virði ávallt réttindi kvenna sem persóna. Ljósmæður efla og miðla fagþekkingu sinni með margvíslegum hætti svo sem með rannsóknum og faglegum umsögnum um störf starfssystkina. Ljósmæður taka þátt í formlegri menntun Ijósmæðranema og annarra Ijósmæðra.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.