Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2001, Síða 3

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2001, Síða 3
Ritstjóraspjall Ólafía M Guðmundsdóttir Ijósmóðir Þegar þessi orð eru skrifuð eru kjarasamningar ljósmæðra lausir og hafa verið lausir frá því 1. Nóvember 2000. Ekki er við félagið okkar að sakast að ekki er búið að gera kjarasamning því þar hefur verið unnið hörðum höndum við kröfugerð, en engar undirtektir hafa verið við þær kröfur sem lagðar hafa verið fram. Svo virðist sem samninganefnd ríkisins hafi ekki áhuga á eða getu til að gera samninga við stéttarfélög hjá ríkinu með ffiðsamlegum hætti. Eftir að hafa unnið vaktavinnu hjá ríkinu í 25 ár er ég orðin langeyg eftir að vinnuveitanda mínum finnist kraftar mínir nógu mikils virði til að stytta vinnuvikuna hjá okkur sem vinnum vaktavinnu. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á vinnu vaktavinnufólks og hníga niðurstöður þeirra allra í þá átt að vaktavinna slíti fólki fyrir aldur fram vegna þeirrar óreglu sem á vinnunni er. En annað er mér ofarlega í huga nú þegar kjarasamningar eru framundan, það er samstaða okkar sjálfra og áhugi á kjaramálunum yfirleitt. Fundir um kjaramál hafa aldrei vakið áhuga ljósmæðra, a.m.k. lýsir mætingin á þá ekki miklum áhuga. Hvað veldur ? Er okkur alveg sama hvað kjaranefndin okkar gerir ? Viljum við engar kjara- bætur ? Við lestur sögu ljósmæðra í bókinni Ljósmæður á Islandi getur að líta margt fróðlegt um kjaramál stéttarinnar. En þar sést að ljósmæður hafa oft áður barist vonlítilli baráttu fyrir bættum kjörum. En launakjör ljósmæðra framan af síðustu öld voru ákveðin af landsstjórninni og greidd úr ríkissjóði og sveitasjóði og mekilegt nokk, á launum ljósmæðra var þak !! Miðað við það höfum við náð heilmiklum árangri. I umræðum á alþingi í þá daga var meira að segja fullyrt að vegna þeirrar ánægju sem ljósmæður fengju út úr starfi sínu þyrftu þær ekki launahækkun. Ljósmæður hafa alltaf haft tilhneigingu til að vinna störf sín í hljóði enda störf okkar þess eðlis að ekki er rétt að bera þau á torg, en það getur ekki átt við um launakjör okkar, þau þurfa ekki að fara hljótt, nema vegna þess hve skammar- lega lág þau eru. Við höfum með þrautseigjunni náð fram ýmsum bótum á kjörum okkar. Svo sem að fá föst laun, vaktaálag og greitt íyrir að vera á bakvakt. En betur má ef duga skal og verðum við að halda áfram að nudda um bætt kjör, betra vinnufýrirkomulag. Að ég tali ekki um að hvíldartímaákvæði gildi líka fyrir okkur. Við höfum reynsluna í að nota þolinmæðina og margt í okkar starfi vinnst með seiglunni. En við þurfum á samstöðu að halda og það er nauðsynlegt fýrir þá sem með kjarasamningana fara fyrir okkar hönd að vita hvað við viljum og að þær hafi okkar stuðning. Ljósmæðrablaðið maí 2001

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.