Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Qupperneq 35

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Qupperneq 35
RÁÐSTEFNUR, NÁMSKEIÐ OG FUNDIR Námsdagur í saumaskap Fjórða september síðastliðinn sóttum yið íjórar ljósmæður af fæðingardeild LSH námskeiðið ‘RepairofEpisiotomy and Perineal Tears, Hands-on Work- shop for Midwives’. Það var haldið á Mayday Hospital í Croydon, Surrey í útjaðri London. Þetta var í sjöunda skipti sem slíkt námskeið var haldið. Námskeið fyrir lækna og ljósmæður um þriðju gráðu nfur er haldið á sama stað nokkrum sinnum á ári. A námskeiðinu voru 22 ljósmæður, flestar frá Bretlandi, ein frá Saudi Arabíu og svo við fjórar frá íslandi. Kennarar á námskeiðinu voru þrír. Tveir voru læknar (Ranee Thaker og Abdul Sultan) sem hafa sérhæft sig á þessu sviði og starfrækja svokallaða Perineal Clinic á Mayday sjúkrahúsinu. hriðji kennarinn var ljósmóðir (Chris Kettle) sem var titluð klínískur sérfræð- Ingur og vann hún á öðru sjúkrahúsi í Öretlandi. Hún hefúr m.a. gert rann- sokn þar sem borin er saman útkoma spangar eftir því hvort notaður er uframhaldandi saumur eða stakir saum- ar- Þessi Ijósmóðir var kölluð til sem sér- fræðingur til að meta og sauma erfiðar r|fr|r, þar með talið sphincter rifúr. I byrjun var upprifjun á anatomi- Unni, sem var mjög gagnlegt fyrir gamla heila. Siðan var almenn ffæðsla um rifur °g þá sérstaklega þriðju gráðu. Mikil ahersla var lögð á að greina spangar- skaðann rétt. Farið var í skilgreiningar á þeim og flokkun. Vísað var i rannsóknir sem sýndu alvarleika málsins (inconti- nence) þegar sphincter rifúr eru ekki greindar. Margar sónarmyndir voru sýndar af analvöðvanum þar sem ekki var gert við rifúna og greinilega sást illa gróinn vöðvi. Því stærri rifa því meiri líkur eru á incontinence og öðrum óþæg- indum s.s. sársauka við samfarir og að missa vind ósjálffátt. Það sem var nýtt fyrir okkur var nánari flokkun á 3. gráðu rifum en flokkunin var effirfarandi: Fyrsta gráða: rifa í vaginal slímhúð og húð eingöngu. Önnur gráða: rifa í vöðvalögum í spöng en sphincter heill. Þriðja gráða: rifa í spinchter (hversu lítil sem hún er) Skipt í þrjá flokka: • 3a : þegar minna en 50% af ytri sphincter þráðum (extemal) er rifinn. • 3b : þegar meira en 50% af ytri sphincter þráðum (extemal) er rifinn. • 3c : þegar innri sphincter þræðir (internal) eru einnig rifnir. Munurinn á external og internal er að external lagið líkist nautakjöti og era vöðvaþræðir þar hringlaga en internal lagið líkist kjúklingakjöti en þar eru vöðvaþræðirnir þráðlaga. Fjórða gráða: rifa nær í slímhúðina í rectum. Það kom okkur á óvart að til er rifa sem stundum er kölluð 5 gráðu rifa (hnappagatarifa) þar sem perineum og sphincter er heill en við þreifingu í anus finnst rifa ein og sér ofarlega í vagina niður í rectum. Góðir punktar • Aldrei að sauma þriðju gráðu rifu í staðdeyfingu. Nota epidural/spinal deyfingu eða svæfingu (til að góð slökun náist). Sauma á skurðstofu þar sem aðstæður eru bestar og góð lýs- ing. Unnið er eftir ákveðnum verklags- reglum þar sem m.a. er sagt að ein- ungis sérfræðingar eða vanir deildar- læknar saumi slíkar rifur. Allar eru skoðaðar af sérfræðing fyrir útskrift og fá sýklalyf, hægðalyf og leiðbein- ingar um hreinlæti og grindarbotns- æfingar. Konurnar liggja inni á deild- inni þar til þær hafa haft hægðir og eru með þvaglegg í sólarhring (ath! það getur tekið allt að 12 klst að fá fulla þvagblöðrunæmni eftir erfiðar fæðingar og deyfingu). • Perineal clinic. Þangað er ölluni kon- um vísað sem hafa rifnað mikið, 6 vikum eftir fæðingu. Þar er gerð óm- skoðun á endaþarminum til að skoða útkomu saumaskapar. Á næstu meðgöngu fer konan á klin- ikina og lagt er upp plan fyrir væntan- lega fæðingu jafnvel keisara ef gerð hafði verið perineal plastic aðgerð. Ljósmæðrablaðið nóvember 2004 35

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.