Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 4

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 4
Ritnefndarspjall Valgerður Lísa Sigurðardóttir Bergrún Svava Jónsdóttir Anna Sigríður Vernharðsdóttir Helga Gottfreðsdóttir Ólöf Ásta Ólafsdóttir Það er einstaklega ánægjulegt að standa að útgáfu blaðs sem vex og dafnar eins og Ljósmæðrablaðið ger- ir svo sannarlega núna. Framboð á efni hefur farið vaxandi að undanförnu og hefur blaðið sennilega ekki áður verið stærra en það sem nú kemur út. Ljósmæðrablaðið á sér langa sögu og er með elstu fag- tímaritum á íslandi og hefur komið út óslitið í 83 ár. Síðustu fjögur ár hefur fræðileg ritstjórnarstefna verið i þróun og aukin áhersla verið lögð á að Ljósmæðrablaðið sé vettvangur fyrir fræðilega umræðu um ljósmóð- urfræði í íslensku samfélagi og að það gegni mikilvægu hlutverki í að byggja upp rannsóknagrunn í ungri fræðigrein sem ljósmóðurfræðin er innan Háskóla Islands. Frá árinu 2001 hefur stefnan ver- ið að birta ritrýnda grein í hverju blaði auk annarra fræðigreina, en tölublöð hafa verið 1-2 á hverju ári. Með þessu tölublaði hafa þá birst sex ritrýndar greinar í Ljósmæðrablaðinu. í ljósi þess að fræðigreinum Ijölgar og að ritrýndar greinar eiga orðið fastan sess í blaðinu ákvað ritnefnd að setja saman leiðbein- ingar fyrir greinahöfunda og ritrýnend- ur. Ritstjórar fræðilegs efnis hafa tekið saman íyrir greinahöfúnda og rit- rýnendur hvaða meginþætti ætti að hafa til hliðsjónar við skrif og mat á rann- sóknar- eða yfirlits- og fræðigreinum sem óskað er eftir að birtist í blaðinu. Þrátt fyrir auknar áherslur á fræði- lega umræðu um allt sem við kemur Ijósmóðurfræði verður Ljósmæðrablað- ið eins og áður, vettvangur ljósmæðra til að segja hver annarri frá hverju því sem þeim liggur á hjarta. Ritnefnd hvetur ljósmæður til að skrifa um það sem þeim þykir áhugavert, hvort sem það eru skoðanir, hugleiðingar, ráð- stefnur, ferðir eða störf á framandi vett- vangi. I þessu blaði fáum við t.d. að skyggnast inn í ljósmóðurstörf á Græn- landi, þar sem ljósmóðurnemi segir okkur ífá námsdvöl sinni þar. Þrátt fyr- ir ólíka menningu má alltaf finna sam- eiginlega reynslu i kringum barneignar- ferlið, hvar sem ljósmóðurstörfin eru stunduð. Við fáum einnig innsýn inn í hugleiðingar ljósmóður sem deilir með okkur reynslu sinni af ljósmóðurstörf- um á þremur mismunandi stöðum, á landsbyggðinni, i borg og á erlendri grund. Við höldum okkur áfram við hinn stóra heim, nú í tengslum við alþjóðlegt samstarf. LMFI er aðili að Alþjóðasam- tökum ljósmæðra og hafa þau samtök ásamt Alþjóðasamtökum fæðinga- og kvensjúkdómalækna gefið út sameigin- lega yfirlýsingu um meðferð á þriðja stigi fæðingar. Yfirlýsingin birtist í blaðinu, ásamt innleggi frá Ijósmæðr- um og lækni, þar sem ýmsar hliðar þessa málefnis eru skoðaðar. Þar kemur fram ólík nálgun sem miðar þó að sama markmiði, þ.e. að stuðla að auknu öryggi í tengslum við barneignir. í föstum þætti blaðsins þar sem verk- efni ljósmóðurnema eru kynnt, er í þetta sinn Qallað um hlustun hjartslátt- ar í fæðingu. Þar er m.a. velt upp ýmsum spurningum um hvaða áhrif verklagsreglur hafa á störf okkar. Eru verklagsreglur leið- beinandi eða til að fylgja eftir af ná- kvæmni? Hvernig kemur klínískt mat inn í það? Hvar á innsæis- og reynsluþekking fag- aðilans heima í um- hverfi verklagsreglna? Þáttur brjóstagjafar í heilbrigði Islendinga er til umfjöllunar í rit- rýndri grein sem að þessu sinni er eftir sagnfræðing og er unnin upp úr doktorsverkefni höfundar. Þar eru færð rök fyrir því að brjóstagjöf hafi skipt sköpum varðandi lífsmögu- leika ungbarna á árum áður. Einnig koma inn í greinina sögulegar heim- ildir um hvemig þjónustu ljósmæðra var háttað á fyrri hluta síðustu aldar og hvernig Ijósmæður gegndu lykil- hlutverki í bættu barnaeldi á þeim tíma. Rök eru færð fyrir því að aukin mennt- un ljósmæðra hafi þar skipt miklu málh Heilbrigði ungbarna er áfram til um- Ijöllunar, að þessu sinni í fræðigrein um nýburagulu. Þar er farið er í hlut- verk ljósmæðra í forvörnum og klínísku mati á þessu lífeðlislega ástandi, sem svo oft veldur áhyggjum, bæði foreldra og umönnunaraðila. Tækninni hefur fleygt fram og hefúr ritnefnd hug á að nýta það til góðs fyr- ir ljósmæður og blaðið þeirra. Því hefur nefndin óskað eftir því við stjórn Ljós- mæðrafélagsins að greinar og efni úr blaðinu verði aðgengilegt á vefsíðu fé- lagsins. Vonast er til að það verði að veruleika fyrir útgáfú næsta tölublaðs sem verður í lok þessa árs. Það er ósk ritnefndar að okkar ágæta blað nái enn meiri útbreiðslu og stuðli þannig gagnrýnni umræðu og aukinni kynn- ingu á því sem ljósmæður eru að fást við á hverjum tíma. Kæru ljósmæður og aðrir lesendur, við óskum ykkur gleðilegs sumars. Ritnejnd 4 Ljósmæðrablaðið júnf 2005

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.