Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 6

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 6
Leiðbeiningar til greinahöf- unda í Ljósmæðrablaðinu Ljósmæðrablaðið styðst að öllu jöfnu við APA (American Pscycological Association) staðalinn í greinaskrifum og bent er á að nánari upplýsingar um heimildaskráninguna er hægt er að nálgast á vefsíðu Landspítala-háskóla- sjúkrahúss, bókasafns- og upplýsinga- sviði: http://www.landspitali.is/lsh_ytri. nsf/htmlpages/index.html. Einnig er bent á Handbók Sálfræðiritsins eftir Einar Guðmundsson og Júlíus K. Björnsson sem gefin var út af Sálfræð- ingafélagi íslands árið 1995. Við mat á rannsóknargrein eru eftir- farandi þættir m.a.hafðir í huga: 1. Hvaða gildi hefúr greinin sem fram- lag til þekkingar í ljósmóðurfræði og tengdum fræðasviðum? 2. Hvernig er aðferðafræði rannsóknar- innar? 3. Hvernig er tölfræðiúrvinnsla rann- sóknarinnar? 4. Hvernig er stuðst við heimildir? 5. Hvernig málfar er á greininni? 6. Var rannsóknin samþykkt af siða- nefnd? 7. Hvaða ályktanir dregur höfúndur, eru þær í samræmi við niðurstöður? 8. Hvert er mat á greininni í heild? Frágangur handrits og útgáfuferli. Handrit skal sent á tölvutæku formi til ritstjóra Ljósmæðrablaðsins sem sendir það áfram til ritstjóra fræðilegs efnis, sem ákveða hvort greinin verði ritrýnd og velja til þess sérfróða um- sagnaraðila. A forsíðu handrits skal koma fram heiti greinar, nafn/nöfn höfúndar/höf- unda, vinnustaður/staðir, heimilisfang, símanúmer og tölvupóstfang þess sem er ábyrgur fýrir samskiptum við blaðið. Handrit skal vera með tvöföldu línubili án nafna höfunda að öllu jöfnu. Greinin á að öllu jöfnu ekki að hafa birst annars staðar og skal innihalda inngang, bak- grunn um stöðu þekkingar, aðferða- fræði, siðfræði, niðurstöður, umræður, notagildi, samantekt á niðurstöðum og hugsanlega lokaorð. Lengd greina skal almennt ekki vera lengri en sem nemur 3000 orðum, há- mark er 4000 orð. Útdráttur skal vera á annarri blaðsíðu og vera um 250 orð bæði á ensku og íslensku. í orðafjölda teljast ekki með, útdráttur, fyrirsagnir, töflur eða gröf og heimildalisti. Akvörðun um birtingu byggir á fag- legri umsögn tveggja aðila og við- brögðum höfunda við ábendingum þeirra. í umsögn kemur fram ákvörðun um birtingu eða synjun. Samþykki um birtingu getur verið með fýrirvara um að brugðist sé við á- bendingum. Greinin er þá lesin yfir aft- ur, nýjar ábendingar gefnar eða höfund- ur látinn vita að greinin sé endanlega samþykkt. Greinar sem ekki standast kröfúr um fræðileg vinnubrögð í samsetningu get- ur ritnefnd hafnað. Ritnefnd áskilur sér rétt til að breyta orðalagi og leiðrétta stafsetningu við lokafrágang og prentun greinarinnar. Höfundar fá senda prófork til yfirlestrar að lokinni yfir- ferð ritnefndar. Greinahöfúndar geta fengið aukaeintak af blaðinu sem grein- in birtist í. Nánari upplýsingar um efnisþætti og framsetningu efnis og kröfur Ljós- mæðrablaðsins um frágang greina verð- ur að finna á heimasíðu Ljósmæðrafé- lags íslands http://www.ljosmaedrafelag.is/. Ólöf Ásta Ólafsdóttir og Helga Gottfreðsdóttir ritstjórar fræðilegs efnis. LANDSPITALI IIÁSKÓLASJÚKIIAHÚS Kvennasvið Landspítala óskar öllum Ijósmæðrum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars. 6 Ljósmæðrablaðið júní 2005

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.