Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 15

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 15
fúl við sjálfa mig yfir því að hafa ekki verið með augun betur á ritinu. Hins vegar hafði ég engar áhyggjur þar sem ég vissi að þetta var alveg eðlilegt og líklegast væri kollurinn að skríða fram. Konan rembdist ágætlega og var dugleg að skipta um stellingar. Hins vegar fór að verða lengra á milli hriða og þær frekar stuttar. Eftir að hafa rembst í rúman klukkutíma ræðir ljósmóðirin mín við mig hvað mér finnist um fram- ganginn. Ég hefði viljað sjá að kollur- inn væri komin lengra niður eftir þenn- an tíma en var ekki tilbúin að setja upp dreypi strax þar sem mér fannst það vera hálfgerð uppgjöf. Afram rembist konan en síðan fer að bera á breytileg- um dýfum sem komu hægt upp á milli hriða. Kallað er á sérfræðing til þess að nieta stöðuna. Konan er sett upp í fæð- ingarrúmið og skoðuð. Kollurinn hafði þá gengið lengra niður og vantaði bara herslumuninn að hann kæmi undan náraboganum. A þessum tíma voru all- ir mjög uppteknir af ritinu enda virtist sem þreyta væri komin hjá barninu þar sem það hægði vel á sér í hríðunum og var lengi að koma sér upp aftur. Konan fékk mikla hvatningu í rembingnum og loksins kemur kollurinn niður á spöng- ina. Ákveðið var að kalla á barnalækni og hafa hann viðstaddan vegna lækkun- ar á hjartslætti hjá barninu. Kollhríðin tók langan tíma þar sem spöngin var mjög stíf og virtist ekki ætla að láta undan. Á endanum var gerður spangar- skurður, sá fyrsti sem ég gerði sjálf, til þess að fá barnið „strax“ í heiminn og feðist lifandi drengur. Það sem kom mér á óvart var hversu sprækt barnið var strax við fæðingu, orgaði eins og ljón, fallegt á litinn með góða vöðvaspennu og apgar upp á 8-10. Annað sem kom á óvart var að nafla- strengurinn var ekki vafinn um háls eins og ég og fleiri voru viss um af rit- mu að dæma. Ég hugsaði um það eftir á hvort við hefðum e.t.v. verið of fljótar á okkur með að klippa en miðað við hvernig ritið var, tel ég okkur ekki hafa Verið það, maður tekur ekki áhættu þar Sem ekki er hægt að spá fyrir um út- komuna. Hins vegar fannst mér ritið hafa gabbað mig og gert mig óþarflega a*tyggjufulla. Móður og barni heilsaðist vel. öæmi 2 Stuttu eftir þessa fæðingu var mér boð- 'ð að vera viðstödd heimafæðingu. Þar var rúmlega þrítug kona að fæða þriðja harnið sitt. Ástæða hennar fyrir að velja heimafæðingu var að fæðing bams númer tvö hafði gengið mjög hratt og vel. Önnur ástæða var að henni leið ekki vel inni á sjúkrahúsi og fannst þar af leiðandi heimafæðing vera góður kostur. Þegar ég mætti heim til hennar lá hún í stórri gúmmílaug inni í stofu. Hún var greinilega langt komin í fæð- ingunni þar sem hún lá í lauginni í eins konar „trans“. Ég setti mig niður í stofusófann og lét lítið fyrir mér fara enda vildi ég ekki trufla þetta afslapp- aða umhverfi. Sólin skein inn um stofu- gluggann og píanótónlistin ómaði um í- búðina. Þar sem ég sat og fylgdist með fann ég hvað ég var afslöppuð og róleg þarna inni og allt virtist svo áhyggju- laust. Annað slagið hlustaði ljósmóðir- in með hjartsláttarnema, annars hélt hún sig að mestu til hlés og leyfði þeim hjónum að kljást við hríðarnar. Eftir nokkra stund fann konan fyrir remb- ingsþörf og byrjaði að rembast með í hríð. Þegar hún hafði rembst tvisvar sinnum fór legvatnið og kom kolgræn slikja í vatnið. Ljósmóðirin ákvað þá að fá hana upp úr og klára fæðinguna inni í hjónaherberginu. Áfram rembdist konan og ljósmóðirin hlustaði við og við, í og eftir hríð. Ég hugsaði með mér að ef konan hefði verið í riti á þessum tímapunkti þá hefðum við orðið varar við einhverjar dýfur hjá barninu þar sem kollurinn gekk mjög hratt ffam og legvatnið var kolgrænt. Samt sem áður hafði ég engar áhyggjur og var viss um að allt væri í lagi og allt færi vel. Barn- ið fæðist síðan í tveimur hríðum og um leið og höfuð þess var fætt sogaði ljós- móðirin vel úr vitum þess. Strax eftir fæðingu lét það heyra duglega í sér og virtist nokkuð sátt með að vera komið í heiminn. Móður og barni heilsaðist vel og var okkur boðið upp á súpu sem hit- uð var upp eftir fæðinguna. Ég var alsæl með að hafa fengið að taka þátt í svona fallegri athöfn. Hins vegar er ég viss um að áhyggjuleysið og rólegheitin sem ég fann hjá sjálfri mér í fæðingunni tengdust því að ekki var neinn mónitor til þess að treysta á, konan var afslöppuð og ljósmóðirin örugg og treysti á eigið innsæi. Dæmi 3 í þriðju fæðingunni sem mig langar að fjalla um var um að ræða hrausta frumbyiju með eðlilega meðgöngu að baki. Þegar ég og umsjónarljósmóðir mín mættum á kvöldvakt var konan með 4-5 í útvíkkun, tært legvatnið farið og verið var að leggja mænurótardeyf- ingu hjá henni til verkjastillingar. Hún hafði verið lengi í hægu „malli“ án mikils framgangs. Deyfingin verkaði vel og náði konan að slaka vel á. Sam- drættimir lengdust töluvert á eftir þannig að stuttu seinna er ákveðið að hengja upp syntocinondreypi til örvun- ar þar sem ritið var fínt. Dreypið var hækkað upp á hefðbundinn hátt en fljótlega fer að bera á mikilli spennu í leginu sem var lengi að líða úr. Ég ákvað að slökkva á dreypinu og sjá til hvort samdrættirnir héldu áfram. Aftur lengdist á milli og hríðar urðu óreglu- legri. í samráði við ljósmóðurina mína ákváðum við að fara hægar í sakirnar og hækka dreypið helmingi hægar þ.e. byrja á 6 ml/klst og svo koll af kolli. Hjartsláttur barnsins var góður allan tímann og fljótlega komu reglulegir samdrættir sem liðu vel úr á milli. Kon- an var höfð í síriti eins og verklagsregl- ur gera ráð fyrir og var ritið eins og það gerist best með eðlilegum hröðunum og breytileika. Þegar konan er farin að finna fyrir þrýstingi niður á endaþarm er hún skoðuð og reynist þá útvíkkun lokið. Þar sem hún er enn vel dofin og ritið fínt biðum við eftir því að deyfing- in minnkaði og konan finndi fyrir rembingsþörf. Um það bil hálf tíma eft- ir að hún var skoðuð finnur hún fyrir rembingsþörf og byrjar að rembast með í hríð. Konan rembist vel til að byrja með og er dugleg að skipta um stöður. Eftir um það bil klukkustundar rembing hækkum við dreypið aðeins þar sem hríðarnar eru stuttar og vantar aðeins meiri kraft. Ég var eiginlega farin að halda að þetta yrði enn ein sogklukkan þar sem konan var orðin mjög þreytt. Hins vegar voru engin þreytumerki hjá barninu þannig að maður gat verið ró- legur og haldið aðeins áfram. Loksins kemur kollurinn undan náraboganum og niður á spöngina. Ég var mjög glöð yfir því að konan skildi klára þetta sjálf. Hins vegar tók kollhríðin langan tíma og spöngin lengi að gefa eftir en þar sem hjartsláttur barnsins var góður gaf ég mér tíma til þess að setja heita bakstra á spöngina og olíu þar sem kon- an hafði áhyggjur af því að rifna. Barn- ið fæðist svo í einni hríð og okkur til mikillar undrunar var það mjög slappt. Við skiljum strax á milli og ljósmóð- irin fer með barnið sem er algjörlega hreyfingarlaust og blátt á litinn á barna- borðið þar sem hún sogar upp úr því og gefur súrefni. Strax er kallað í barna- lækni og kemur hann fljótt. Barnið er áfram slappt og bregst illa við áreiti, Ljósmæðrablaðið júní 2005 15

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.