Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 16

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 16
hjartsláttur er þó góður. Fljótlega er kominn góður litur á það en öndunin frekar óregluleg og því ákveðið að fara með bamið á vökudeildina. Ph var tek- ið úr naflastrengnum og sýndi að barn- ið var orðið töluvert „súrt“ með ph upp á 7,13. Eftir stöndum við eitt spurning- armerki, uppgefin móðir, hrærður faðir, ljósmóðir og nemi. Fljótlega fengum við þó fréttir frá vökudeildinni að allt gengi vel og að barnið, sem er stúlka, væri óðum að braggast. Við spáðum mikið í þessa fæðingu saman ég og ljósmóðirin mín. Það kom okkur báðum á óvart hversu slöpp stúlkan var við fæðingu. Ritið var gott allan tímann og var staðfest undir lokin að ekki var um móðurpúls að ræða. Samdrættirnir voru að vísu þéttir í lok- in og dreypið hækkað en það benti ekk- ert til þess í ritinu að barninu líkaði þetta illa og væri í einhverju stressi. Eftir þessar þrjár fæðingar missti ég alla trú á mónitorinn enda ekki nema vona þar sem spræk börn voru að fæð- ast þrátt fyrir ljót rit og kolgrænt leg- vatn en slappt bam eftir rit sem nota má í kennslu um eðlilegt og gott monitorrit í fæðingu. Ég ákvað því að lesa mig betur til um hjartsláttarritun í fæðingu og sjá hvað heimildir segja til um túlk- un þeirra. Hvað segja heimildir um hjartsláttarritun í fæðingu? Hjartsláttarriti í fæðingu er notaður til þess að meta liðan barnsins og greina snemma yfirvofandi súrefnisskort og þannig koma i veg fyrir heilaskemmdir og/eða dauða. Hjartsláttarriti var fyrst kynntur í Yale Háskóla 1958 og hefur notkun hans síðan þá stóraukist og breiðst út um heiminn (Sweha og Hacker, 2001). Hlustun eftir fóstur- hjartslætti á sér þó mun lengri sögu en á það er fyrst minnst í ljóði sem fransk- ur læknir samdi og birti árið 1650. Þar lýsir hann því hvernig að hjartsláttur ófædds barns hljómi eins og gangur í myllu. Arið 1821 var hlustunarpípa fyrst notuð til þess að hlusta eftir hjartslætti hjá ófæddu barni. Fljótlega eftir það áttuðu menn sig á því að hægt væri að meta vellíðan/ástand barns með því að hlusta eftir breytingum á tíðni og styrk hjartsláttar þess (Harrison, 2004). Arið 1968 var hjartsláttarriti fyrst markaðssettur og notaður á fæðinga- stofum (Fine og Volger, 1997). Til að byrja með var hann nær eingöngu not- aður þegar um áhættufæðingu var að ræða, en fljótlega var einnig farið að nota hann hjá konum í eðlilegri fæð- ingu (Haggerty, 1999). í dag er hjart- sláttarriti notaður í þremur af Ijórum fæðingum í Bandaríkjunum (Sweha og Hacker, 2001). Á íslandi er hjartsláttar- riti ekki minna notaður en þar í landi, þar sem verklagsreglur stærstu fæð- ingadeildar landsins segja að a.m.k. 30 mín. komurit skuli tekið af öllum kon- um sem hugsanlega eru í fæðingu (verklagsreglur LSH, 2002). Því er hægt að álykta að hjartsláttarriti sé not- aður að einhverju marki á íslandi í nán- ast öllum fæðingum eða 100% tilvika. Það að taka komurit af konu í fæð- ingu hefur verið talið gott og gilt. Það sem hefur vakið fólk frekar til umhugs- unar og hefur verið gagnrýnt er að við- hafa síritun í fæðingu, það er þegar Karin Herzog Dr. Paul Herzog fæddist í byrjun 20 aldar og vann við vísindi alla sína ævi. Lengi vel vann hann við Karólínska spítalann í Stokkhólmi. Þar tók hann m.a. þátt í að finna uppá og þróa lungnavél sem í dag er notuð við hjarta- og lungnaaðgerðir víða um heim. Til margra ára átti hann þann draum að finna leið til að binda súrefni niður. Hann vissi vel mátt súrefnisins og hversi mikilvægt það er fyrir allar lifandi verur. Vandinn var að binda efnið niður svo hægt væri að nýta það t.d. í krem og önnur smyrsli. Eftir margra ára rannsóknir varð draumur hans að veruleika. Það tók hann þó 2 ár að fá einkaleyfi á uppfinningu sína þar sem aðrir vísindamenn hreinlega trúðu því ekki að honum hefði tekist þetta. I dag er Karin Herzog með einkaleyfi á nýtingu súrefnis i húðvörum og er því eina fyrirtækið í heiminum sem nýtir sér þessa tækni. Þegar við fæðumst er súrefnismettunin í húðinni mikil en hún minnkar svo með árunum. Minnkun mettunar á súrefni í húðinni helst í hendur við öldrun. Með því að gefa húðinni aukinn skammt af súrefni er hægt að færa hana til baka og leiðrétta þannig misferli í húðinni. Silhouett kremið inniheldur mesta magn af hreinu súrefni eða 4%. í húð okkar eru viss ensími sem virka eins og lykill á súrefnið, þ.e. að ensímin leysa bundna súrefnið upp og valda efnahvörfum svo að súrefnið komist inní húðina en liggur ekki bara ofaná henni. Krafturinn úr súrefninu, sem leysist úr læðingi þegar kremið snertir húðina, er slíkur að magn súrefnisins tuttuguogfjórfaldast og þýtur með miklum krafti inní húðina. Með þessu móti nær súrefnið að smeygja sér inní innstu vefi og þrýsta óæskilegum eínum úr vefjum en það er einmitt þessi efni sem mynda t.d. appelsínuhúð. Reynsan hefur sýnt að notkun á Silhouett á meðgöngu dregur verulega úr húðslitum á líkamanum. Auk þess sem virkni kremsins hjálpar húðinni að ná fyrra útliti sinu, þ.e.a.s. að húðin gengur eðlilega saman. Nýjasta línan frá Karin Herzog er andlitslína með súkkulaði í. Já, súkkulaði er gott fyrir heilsuna, (allavega í formi krema). Hormónasveiflur eins og tíðarhvörf eða fæðing geta haft í for með sér breytingu í húðinni til hins verra. Slíkar niðursveiflur hafa í för með sér minnkun á ffamleiðslu Progesterone í líkamanum. Kakó er það náttúrulega efni sem inniheldur mesta magn Magnesíum. Það hefur sýnt sig að það að auka Magnesíum í líkamanum getur aukið náttúrulega framleiðslu Progesteron í líkamanum. Kakó og súrefhi til samans hefur því tvíþætta virkni á húðina. Rannsóknir hafa sýnt að súrefniskremin frá Karin Herzog hafa mikla virkni og vinna vel sem fyrirbyggjandi efni sem og til að sporna við nútíma kvillum. Útsölustaðir Karin Herzog varanna eru snyrtivörudeil Hagkaupa, Lyfja og önnur útvalin apótek. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar þar sem og á www.forval.is 16 Ljósmæðrablaðið júnf 2005

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.