Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 18

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 18
kona er tengd við hjartsláttarrita nánast alla fæðinguna, hvort heldur sem um eðlilega eða áhættufæðingu er að ræða. I seinni tíð hefur verið gagnrýnt hvern- ig hjartsláttarritinn var tekinn nær gagnrýnilaust í notkun án þess að áhrif hans væru metin með rannsóknum (Haggerty, 1999). í nýlegum leiðbein- ingum frá Royal College of Obstetrici- ans and Gynaecologists er ekki mælt með því að taka komurit hjá heilbrigð- um konum með eðlilega meðgöngu að baki þar sem engar heimildir styðia það (RCOG, 2001). Gerðar hafa verið samanburðarrann- sóknir á útkomu barna annars vegar þar sem móðirin er höfð í sírita í fæðing- unni og hins vegar þar sem hléritun með hjartsláttarnema er viðhöfð. I Cochrane gagnagrunninum eru niður- stöður úr níu áreiðanlegum rannsókn- um um hjartsláttarritun í fæðingu tekn- ar saman. Þar kemur fram að eini kost- urinn við að hafa konur í sírita umfram hléritun í fæðingu er að færri börn fengu krampa eftir fæðinguna. í öllum rannsóknunum kom fram greinilegur munur á aukinni tíðni keisara og áhaldafæðinga þar sem síritun var við- höfð, án þess þó að bæta útkomu barn- anna (Thacker, Stroup og Chang, 2001). Vissulega er alvarlegt að barn krampi eftir fæðinguna en hins vegar hefur ekki enn tekist að sýna ífam á tengsl þessara krampa við óeðlilega út- komu barnanna við ljögurra ára aldur og gildi þeirra því enn óljóst (Haggerty, 1999). Hins vegar þegar skoðuð er út- koma barna m.t.t. súrefnisskorts, heila- bilunar og andvana fæðingar er enginn munur á því hvort móðirin var höfð í sí- rita eða hlustað við og við í fæðingunni (Thacker, Stroup og Chang, 2001). Með þessa vitneskju um áreiðan- leika síritunar í fæðingu mætti endur- skoða notkun hjartsláttarrita í fæðingu hjá konum sem ekki eru í sérstakri á- hættu. I verklagsreglum kvennasviðs LSH segir um hléritun, að á fýrsta stigi í eðlilegri fæðingu eigi að hlusta fóstur- hjartslátt í sírita í 20-30 mín. á 4 klst. fresti. Þess á milli á að hlusta með hlustpípu eða hjartsláttarnema. Á öðru stigi fæðingar á að hlusta fósturhjart- slátt eftir hverja hríð eða með hléritun samkvæmt verklagsreglum fæðinga- deildar LSH. Þessar reglur taka ekki mið af rannsóknaniðurstöðum sem að ofan er getið og þessar verklagsreglur eru ekki í samræmi við það sem lagt er til t.d. í Bandaríkjunum þar sem félag bandarískra fæðinga- og kvensjúk- dómalækna (ACOG) styður að regluleg hlustun í eðlilegum fæðingum með hjartsláttarnema jafngildi notkun sírita við að fýlgjast með líðan barns. Þeir mæla með því að þegar hlustun er við- höfð ætti að vera ein ljósmóðir á hverja konu og hjartsláttur hlustaður á 30 mín. fresti eftir að fæðing er komin vel af stað en á 15 mín. fresti á öðru stigi fæð- ingar. Ef eitthvað óeðlilegt kemur upp á er hins vegar bent á að að viðhafa sírit- un það sem eftir er af fæðingunni (Sweha og Hacker, 2001). Þessar reglur gefa ljósmæðrum auk- ið svigrúm og tækifæri til þess að nota þekkingu sína og eigið innsæi auk þess sem hin fæðandi kona nýtur góðs af. Með þessu er átt við að áhrif hjartslátt- arritans á líkamlegt heilbrigði kvenna tengist fremur afleiðingum notkunar- innar en að hann hafi bein áhrif á kon- una. Sem dæmi um það þá hafa athug- anir á viðhorfum kvenna til hjartsláttar- rita leitt í ljós að sumar konur upplifa aukið öryggi í fæðingunni með tilliti til líðan bamsins þegar þær em tengdar sí- rita. Hins vegar finnst mörgum konum hann auka á óþægindi í fæðingunni þar sem hreyfigeta þeirra er skert. Einnig hafa sumar konur áhyggjur af því að rafskaut (electróða) sem stundum eru sett á höfuð barns kunni að skaða það á einhvern hátt. Annað áhugavert sem þær hafa nefnt og vert er að staldra bet- ur við er að þær upplifðu sig meira ein- ar i fæðingunni og vera afskiptar þegar þær voru tengdar sírita og upplifðu þá minni tengsl við umönnunaraðilann (Enkin, Keirse, Neilson, Crowther, Duley, Hodnett og Hofmeyr, 2000). Það er skiljanlegt að konur upplifi öryggi við að vera tengdar hjartsláttarrita sér- staklega konur sem upplifað hafa erfiða fæðingu eða jafnvel missi. Vangaveltur og lokaorð Eftir að hafa lesið heimildir finnst mér erfitt að komast að einhverri einni nið- urstöðu um hjartsláttarritun í fæðingu. Ég tel að þessi mikla notkun á hjart- sláttarrita sé að einhverju leyti hræðsla við að þurfa hugsanlega að svara til saka ef eitthvað út af ber og sé litið á hann sem eins konar tryggingu. Það þarf hugarfarsbreytingu, ekki bara inni á sjúkrastofnunum heldur í samfélaginu öllu, þar sem fólk verður að átta sig á að hlutir geta farið úrskeiðis án þess að það sé einhverjum að kenna eða ein- hver þurfi að svara til saka. Trú mín á að konur séu hafðar of mikið í riti í fæðingunni hefur styrkst og ég tel að ljósmæður ættu að hlusta meira sjálfar í fæðingunni. Ég skil samt vel að hjartsláttarritinn verði oftar fyrir valinu, þar sem að reglur um hlustun gera ráð fyrir að hlustað sé á 15 mín. fresti eftir hríð á fýrsta stigi fæðingar og eftir hverja hríð á öðru stiginu. Þá gefur það augaleið að þægilegra er að hafa konuna tengda við sírita. Mér finnst einnig að þessi mikla „gjör- gæsla“ með mónítortækinu í fæðing- unni færi okkur frá þeirri hugmynda- fræði ljósmóðurfræðinnar að fæðing sé eðlilegt ferli. Ég tel því nauðsynlegt að endurskoða verklagsreglur um notkun sirita í fæðingum á LSH í samræmi við rannsóknaniðurstöður og skýrt sé að slíkar „reglur“ eigi fyrst og fremst að vera leiðbeinandi og að bera eigi virð- ingu fýrir faglegu mati og klínískri færni ljósmæðra og lækna hverju sinni. Víða þar sem mönnun er lítil og sparnaður mikill, reynist erfitt að hafa eina ljósmóður á hverja fæðandi konu og þá getur verið gott að styðjast við sí- ritun. Hins vegar má hjartsláttarritinn aldrei verða staðgengill ljósmóður í fæðingunni. Heimildaskrá Enkin, M., Keirse, M. J. N. C., Neilson, J - Crowther, C., Duley, L., Hodnett, E. og Hofmeyr, J. (2002). A guid to effective care in pregnancy and childbirth (3. útg.). New York: Oxford University Press. Fine, J. M. B. og Volger, J. (1997). Electronic Fetal Monitoring: Purpose, Predictions and Practice Implications. I M. Murray (ritstj.), Antepartal and Intrapartal Fetal Monitor- ing (bls. 1-22). Albuquerque: Leaming Resources Intemational. Haggerty, L. (1999). Continuous Electronic Fetal Monitoring: Contradictions Between Practice and Research. JOGNN, 28(4). 409- 416. Harrison, J. (2004). Auscultation: the art of listening. MIDWIVES 7 (2), 64-69. Royal College of Obstetricians and Gyna- ecoligists. The Use of Electronic Fetal Monitoring. The Use and Interpretation of Cardiotocography in Intrapartum Fetal Surveillance. London: RCOG, 2001. Sweha, A. og Hacker, T. W. (1999). Interpreta- tion of the electronic fetal heart rate during labor. American Family Physician 59 (9), 2487-2495. Thacker SB, Stroup D. og Chang M. (2001)- Continuous electronic heart rate monitoring for fetal assessment during labor. The Cochrane Database of Systematic Reviews Issue 2. Art. No.: CD000063. DOI: 10.1002/14651858.CD000063. 18 Ljósmæðrablaðið júní 2005

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.