Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 20

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 20
HELSTU ÁHRIFAÞÆTTIR UNGBARNADAUÐA Það leikur enginn vafi á því að barnaeldishættir voru einn mikilvæg- asti áhrifaþáttur ungbamadauða fyrr á tímum. Nú ráðleggur Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunin mæðrum að hafa börn á brjósti í sex mánuði hið minnsta og að mæður forðist að gefa bömum aðra fæðu á þessum tíma.4 Ur brjóstamjólk fá ungbörn öll næringarefni sem þau þurfa á að halda fyrstu mánuði ævinnar og hún inniheldur auk þess mótefni gegn ýmsum sjúkdómum. I rikum samfélögum nútímans, þar sem öll heimili hafa aðgang að hreinu rennandi vatni, skilur sjaldnast milli lífs og dauða þótt börn séu ekki höfð á brjósti. I fátækari ríkjum er þessu ekki fyrir að fara nema í mjög takmörkuðum mæli og þar hefur brjóstagjöf reynst hafa úrslitaáhrif á lífslikur barna.5 Að- stæður í evrópskum samfélögum 19. aldar voru að mörgu leyti sambærilegar við fátæk ríki samtímans. Hreinlætisað- stæður voru bágbornar og því var mik- ilvægt að ungböm væru höfð á brjósti eins lengi og kostur var. Þekkingu á smitleiðum var ekki fyrir að fara fyrr en eftir 1870 og því oft tilviljunum háð hvort börn veiktust úr magasjúkdómum af völdum skemmdra matvæla eða mengaðs vatns. Aður en vitneskja um sóttkveikjur og smitleiðir var fyrir hendi var t.a.m. ekki óalgengt að ijós- eða sorphaugar væru staðsettir nærri vatnsbólum.6 Við þessar aðstæður var alltaf hætta á að gerlar bærust í vatns- ból. Allt fram undir aldamótin 1900 voru magasjúkdómar afar algengir hér á landi sem annars staðar í heiminum. Lítil börn sem vanin höfðu verið af brjósti eða ungbörn sem ekki fengu brjóstið yfir höfuð voru langvið- kvæmust fyrir þessum sjúkdómum og dánartíðni af völdum magasjúkdóma hefur yfirleitt reynst langhæst í yngstu aldurshópunum.7 Flestar alþjóðlegar rannsóknir á ung- barnadauða fyrir aldamótin 1900 hafa leitt í ljós að allmikill munur var á dán- artíðni ungbarna eftir landsvæðum og að þéttbýlisstig hefur jafnan reynst mikilvægur áhrifaþáttur barnadauða. Vegna þröngbýlis var smábömum í borgum yfirleitt mun hættara við að smitast af umgangspestum en jafnöldr- um þeirra í sveitum. Óhreint vatn og lé- leg mjólk varð mörgum borgarbörnum að fjörtjóni og magasjúkdómar voru yf- irleitt mun algengari í borgum en í sveitum. Sumarhitar höfðu sitt að segja og dauðsfoll af völdum niður- gangspesta voru yfirleitt flest um mitt sumar.8 Erfitt reyndist að geyma mat- væli og mikilvæg ungbarnafæða á borð við mjólk var gróðrarstía fyrir bakteríur af ýmsum toga.9 Eins og i fátækum löndum nútímans skipti höfuðmáli við þessar aðstæður að ungbörn væru höfð á brjósti. Á meðan börnum var ekki gefin nein viðbótarfæða voru þau vel varin gegn magasjúkdómum. Á sumum þéttbýlum svæðum í Evrópu þar sem brjóstagjöf var almenn og varði lengi var dánartíðni framan af fýrsta árinu ekki tiltakanlega hærri en í dreifbýlum sveitum. Eftir að farið var að venja börn af brjósti jókst munur milli strjálbýlis og þéttbýlis. Dánartíðni á síðari hluta fýrsta aldursársins gat þess vegna verið mjög há í þéttbýli og smábarnadauði (dánartíðni 1-4 ára barna) var yfirleitt mun hærri í borgum en í sveitum.10 Munur á lífslíkum ungbarna milli þéttbýlis og strjálbýlis minnkaði yfir- leitt eftir að skólp- og vatnslagnir voru lagðar í borgum. Ráðist var í fram- kvæmdir af þessu tagi í stórborgum Evrópu fljótlega upp úr miðri 19. öld og leiddi víða til nokkurar lækkunar dán- artíðni.11 Síðar leiddi þekking á gerlum og því hvernig sjúkdómar bárust á milli manna til hraðari lækkunar dánartíðni einkum i lægstu aldurshópunum. Vit- neskja um það hvernig hægt væri að koma í veg fyrir mengun neysluvatns, staðsetning sorphauga fjarri vatnsból- um og lokun vatnsbóla hafði óumdeil- anleg áhrif á lífslikur barna, einkum í borgum. Þekking á smitleiðum breidd- ist hratt út eftir 1870 og á næstu áratug- um urðu afgerandi breytingar á heilsu- fari barna á Vesturlöndum.12 Undir lok 19. aldar fór einnig að draga saman með borgar- og sveitabörnum og eftir 1940 var dánartíðni meðal barna á Vest- urlöndum sjaldan háó búsetu.13 Þrátt fyrir bætta þekkingu á eðli sjúkdóma og verulega minnkaðan landshlutamun í ungbarnadauða fljót- lega upp úr aldamótunum 1900 voru brjóstabörn lengi vel mun betur varin gegn banvænum sjúkdómum en börn sem ekki nutu brjóstsins. Bresk rann- sókn frá tímabilinu 1900-1919 leiddi til að mynda í ljós margfaldan mun á dán- artíðni brjóstabarna og pelabarna í London.14 En hverjar voru helstu að- gerðir heilbrigðisyfirvalda í Evrópu í baráttu við ungbarnadauða um og eftir aldamótin 1900? HERFERÐ GEGN UNG- BARNADAUÐA- SKÝRSLUGERÐ UM HEILSUFAR Á FYRRI HLUTA 20. ALDAR Á tímabilinu ffá lokum 19. aldar ffam undir seinna stríð má glöggt merkja mikinn áhuga á heilbrigði lítilla barna á Vesturlöndum.15 Sú mikla breyting sem varð á þekkingu á smitleiðum upp úr 1870 hafði í for með sér gjörbreytt við- horf til ungbarnadauða. Hagtölur sýndu líka svo ekki var um villst að verulegur munur var á lífslíkum ungbarna milli landsvæða og áskorun heilbrigðisyfir- valda á þessum tíma fólst ekki hvað síst í því að minnka þennan mun. Gætu börn í smábæjum og sveitum vænst þess að lifa fyrsta affnælisdaginn sinn ætti samfélagið að sjá til þess að börn í Kaupmannahöfn, London og öðrum stórborgum álfunnar gætu það einnig. Mikilvægur lykill að bættum lífslíkum í stórborgum var bætt meðferð matvæla og aukin brjóstagjöf. Aðalsmerki þessa tímabils var aukin og markvissari ffæðsla heilbrigðisyfirvalda um bijóstagjöf og hreinlæti. Markvisst ungbarna- og mæðraeftirlit í nútíma- legri mynd hófst rétt fyrir aldamótin 1900, fyrst á Bretlandseyjum.16 Mark- mið ungbarnaeftirlits var öðru fremur að hvetja mæður til að gefa börnum brjóst og forðast viðbótarfæðu með brjóstinu eins lengi og unnt var. Hjúkr- unarkonur sóttu konur heim og skráðu hjá sér upplýsingar m.a. um barnaeldi, hvenær farið var að gefa ungbörnum viðbótarfæðu og hvenær þau höfðu ver- ið vanin af brjósti. Skýrslur hjúkrunar- kvenna sem unnu við ungbarnavemd á upphafsárum 20. aldar eru einstaklings- miðaðar og hafa því reynst ómetanlegar heimildir um vægi einstakra áhrifaþátta á lífslíkur og heilsufar.17 Hér á landi hvíldi ungbarnaeftirlit á fyrstu áratugum 20. aldar á gamalli hefð. Ljósmæður tóku á móti börnum í heimahúsum og dvöldu oftast hjá sæng- urkonum í nokkra daga. Ljósmæðra- skýrslur sem færðar vora ffá því snemma á 2. áratug 20. aldar sýna að þá var algengast að ljósmæður í sveitum væru hjá konum í 2-4 daga en ljósmæð- ur í þéttbýli sóttu sængurkonur heim > 12-14 daga eftir barnsburð.18 Að þessu leyti var því talsverður munur á aðstasð- um i sveit og bæ. Það var ekki fyrr en um miðbik 3. áratugarins að Hjúkrunar- félagið Líkn hóf ungbarnaeftirlit 1 Reykjavík. Ungbamaeftirlitið var síðar fært undir Heilsuvemdarstöðina og 20 Ljósmæðrablaðið júrn' 2005

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.