Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 21

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 21
veitti Katrín Thoroddsen læknir því for- stöðu frá upphafi. Af heilbrigðisskýrsl- um er ljóst að eitt af meginmarkmiðum ungbarnaeftirlitsins var að hvetja mæð- ur til bijóstagjafar.19 Þótt ungbarnaeftirlit að nútímafyrir- mynd með tilheyrandi skýrslugerð hafi verið nokkru seinna á ferðinni hér á landi en í nágrannalöndunum birtist áhugi á heilsufari ungbama glöggt í ákvörðun löggjafans um skýrslur ljós- mæðra ffá 2. ártug aldarinnar. Á eyðu- blöðum sem ljósmæður fylltu út var þess krafist að skráðar væru ítarlegar upplýsingar um heilsufar og aðstæður hverrar móður fyrir sig, hversu marga daga ljósmóðir liti eftir sængurkonu og hvort barn væri lagt á brjóst eða alið á Pela. Ljósmæður skiluðu skýrslunum til héraðslækna sem tóku saman upplýs- ingar og sendu til landlæknis. í heil- hrigðisskýrslum frá þessum tíma er þess vegna oft getið um brjóstagjöf í einstökum læknishéruðum.20 Ljósmæðraskýrslur eru ómetanleg heimild um barnaeldishætti. Helsti ókostur þeirra er að þær veita aðeins upplýsingar um eldishætti nýbura enda hafði ljósmóðir sjaldan eftirlit með nióður og bami nema um 4 daga í sveit- um og 14 daga í þéttbýli. Ólíkt skýrsl- um hjúkmnarkvenna sem sinntu ung- harnaeftirliti annars staðar í álfunni á sa|na tímabili veita þær því engar vís- bendingar um lengd brjóstagjafar. Þar koma upplýsingar úr manntalinu 1920 að góðum notum.21 í manntalinu voru niæður með börn undir eins árs aldri 'nntar eftir því hvort barnið væri á hrjósti. Ekki er ljóst hvaðan sú hug- •nynd, að bæta upplýsingum um hrjóstagjöf við staðlaðar spumingar nianntalsins, er ættuð en fyrir slíku er eftir því sem næst verður komist ekki hefð í manntölum annars staðar í heim- *num. Ekki er ósennilegt að heilbrigðis- yfirvöld í fátæku og dreifbýlu samfé- lagi á íslandi, þar sem ungbarnaeftirliti hafði ekki verið komið á fót, hafi þar Seð möguleika á að safna upplýsingum Urn lengd brjóstagjafar sambærilegar v'ð þær sem safnað var af heilbrigðis- starfsfólki víða annars staðar í álfunni. Hér á eftir verða ljósmæðraskýrslur °g rnanntalsupplýsingar notaðar til að Varpa ljósi á barnaeldishefðir á íslandi a fyrstu þremur áratugum 20. aldar. At- hnguð verður brjóstagjöf í þremur h'ndshlutum, í Þingeyjarsýslum, á Suð- trrlandi (Skaffafellssýslum, Rangár- VaHasýslu og Árnessýslu) og í Gull- hringusýslu og kannað samband brjóstagjafar og ungbarnadauða. En áður en vikið verður að þessum þætti er rétt að víkja lausalega að samspili barnaeldishátta og ungbarnadauða í þessum landshlutum á síðari hluta 19. aldar. UNGBARNADAUÐI OG BARNAELDI Á SÍÐARI HLUTA 19.ALDAR Þegar haft er í huga að ungbarnadauði fyrr á tímum var yfirleitt talsvert meiri í borgum en dreifbýlum sveitum kemur það óneitanlega spánskt fyrir sjónir að dánartíðni ungbarna á íslandi var jafn há og raun ber vitni. Ekki er vafi á því að ísland var eitt af stijálbýlustu lönd- um Evrópu á 19. öld. Líkt og annars staðar í álfunni var verulegur lands- hlutamunur í ungbamadauða hér á landi og um miðbik 19. aldar var t.a.m. meiri en helmings munur á ungbarna- dauða í þeim sýslum sem hann var mestur og þar sem hann var minnstur.22 Mynd 2 sýnir ljóst hversu mikill munur gat verið á ungbarnadauða milli landshluta og einstakra staðfélaga.23 Framan af var áberandi munur á ung- bamadauða milli sýslnanna þriggja en þessi munur minnkaði eftir því sem nærdró aldamótunum 1900. Framan af var ungbarnadauði langmestur í Rang- árvallasýslu en þar dóu 300 af hverjum 1.000 lifandi fæddum bömum á fyrsta ári um miðbik 19. aldar. í hinni sveita- sýslunni, Þingeyjarsýslu, var ung- barnadauði aðeins 150 af 1.000. í Reykjavík var ungbarnadauði einnig mjög lítill, áþekkur því sem var í Þing- eyjarsýslu. Ungbarnadauði í Gull- bringusýslu utan Reykjavíkur var, við upphaf tímabilsins, meiri en í Reykja- vík en minni en í Rangárvallasýslu. Sem fyrr segir benda flestar alþjóðleg- ar rannsóknir til þess að þéttbýlisstig hafi verið einn af helstu áhrifaþáttum ungbarnadauða. Þetta virðist þó ekki hafa átt við um ísland og raunar var ungbarnadauði hvergi hærri en í dreif- býlum sveitum á Suðurlandi. Mynd 2 sýnir að á síðari hluta 19. aldar lækkaði dánartíðni mest í þeim sýslum þar sem hún hafði verið hæst framan af og um aldamótin 1900 var munur milli sýslna fremur lítill. Um 1920 var ungbamadauði rétt um 60 af 1.000 í öllum sýslunum að undanskil- inni Þingeyjarsýslu þar sem einungis 30 af hverjum 1.000 börnum dóu áður en þau urðu ársgömul. Landsmeðaltalið var þá um 60 af 1.000. Sá mikli munur sem var á ungbarna- dauða um miðbik 19. aldar á rannsókn- arsvæðunum fjórum virðist fyrst og fremst hafa átt rætur í mismunandi barnaeldisháttum.24 Brjóstagjöf í Rang- árvallasýslu var sjaldgæf og nýburar yf- irleitt aldir á óþynntri kúamjólk. Þetta hafði í för með sér afar háa dánartíðni á allra fyrstu vikum ævinnar. I Gull- bringusýslu utan Reykjavíkur var dán- artíðni aftur á móti fremur lág á fyrsta vikum ævinnar en þeim mun meiri á öðrum og þriðja mánuði. Samtíma- heimildir benda til þess að nýburar í sjávarplássum á suðvesturhorni lands- ins hafi yfirleitt fengið brjóstið fyrst í stað en verið vandir af frekar snemma.25 Bijóstamjólkin hefur veitt þeim vörn í fyrstu sem skýrir hvers vegna ung- barnadauðinn var fremur lítill á fyrstu vikunum. Um leið og farið var að venja börn af brjóstinu hækkaði dánartíðnin snöggt. Ungbamadauði í Þingeyjarsýslum og í Reykjavík var um miðbik 19. aldar afar lítill í alþjóðlegu samhengi. At- hyglisvert er að ungbarnadauði í Reykjavík var miklum mun minni en í nágrannasveitunum og raunar í saman- Ljósmæðrablaðið júní 2005 21

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.