Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 25

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 25
Tafla 1. Brjóstagjöf og pelagjöf eftir því hvaða Ijósmóðir sinnti móður. Hafnarfjörður 1915-1924 Tímabil Fj. barna Á brjósti % Á pela % Engar uppl. Ljósmóðir A 1918-1924 199 86,4 13,6 0,5 Ljósmóðir B 1915-1924 276 55,4 42,8 1,8 Alls 475 68,2 30,5 1,3 Tafla 2. Ungbarnadauði (af 1.000 lifandi fæddum) eftir því hvort nýburi fékk brjóst eða pela og því hvaða Ijósmóðir sinnti móður. Ljósmóðir A Ljósmóðir B Ungbarnadauði Fj. barna Ungbarnadauði Fj. barna Á brjósti 26,1 153 29,2 171 Á pela 110,2 118 74,1 27 Engar upplýsingar 400,0 500,0 2 víða annars staðar. En var munur á Hfslíkum brjósta- og pelabama á Is- landi þegar hér var komið sögu? UFSLÍKUR PELABARNA OG BRJÓSTABARNA 1915-1925 Upplýsingar um dauðsfoll koma ekki fram á ljósmæðraskýrslum. Það er því nauðsynlegt að tengja upplýsingar um einstök börn í ljósmæðraskýrslum við dánarbálka kirkjubóka ef ganga á úr skugga um dánartíðni barna eftir því hvort þau vom alin á brjósti eða ekki. Hér á eftir er þetta er gert fyrir Hafnar- fjörð árin 1915-1925. Myndir 3 og 5 hér að ofan sýndu að brjóstagjafarhefð > Haíharfirði var fremur veik, aðeins nimlega helmingur nýbura voru á hrjósti 1920 og börn vom vanin af hrjóstinu frekar snemma. Engu að síður var ungbarnadauði ekki átakanlega mikill í Hafnarfirði á þessum árum, rétt um 60 af 1.000 lifandi fæddum sem var álíka hátt og landsmeðaltalið. Á þessum ámm störfuðu tvær ljós- mæður í Hafnarfirði. Hér á eftir em þær kallaðar ljósmóðir A og ljósmóðir B. Tafla 1 sýnir að ljósmóðir A tók á móti 199 börnum á árabilinu 1918-1924 en Ijósmóðir B tók á móti 276 börnum ár árunum 1915-1924. Verulega mikill munur var á því hvort böm vom lögð á brjóst eða ekki eftir því hvaða ljósmóð- ir átti hlut. Af þeim börnum sem Ljós- móðir A tók á móti vom 86% lögð á hrjóst en einungis 55% þeirra sem Ljósmóðir B tók á móti. Ekki er gott að segja af hverju þessi rnunur stafar. Ljósmæðurnar tvær voru álíka gamlar °g luku ljósmæðramenntun um svipað 'eyti. Af prestsþjónustubókum er ekki að sjá að munur hafi verið á félagsstöðu kvenna eftir því til hvaða ljósmóður var leitað. Eins og við var að búast voru flestar kvennanna sjómannskonur en háðar ljósmæðurnar tóku líka á móti hörnum kvenna ofar í þjóðfélagsstigan- um. Þetta er enn ein vísbendingu um það hversu flókið getur verið skýra með hvaða hætti breytingar á barnaeldishátt- um eiga sér stað. Árangur í baráttunni fyrir aukinni brjóstagjöf réðist af mörg- um samverkandi þáttum, svo sem venj- um á hverjum stað, áróðri heilbrigðis- yfirvalda, sambandi læknis og ljósmóð- Ur og aldri og persónuleika ljósmóður °g móður, svo eitthvað sé nefnt. Tafla 2 sýnir að verulegur munur var á lífslíkum barna í Hafnarfirði eftir því hvort þau voru lögð á brjóst eða ekki. Ungbarnadauði var aðeins 27,8 af 1.000 meðal brjóstabarna sem í alþjóð- legu ljósi telst nánast ótrúlegur árangur á þessu tímabili. Jafnvel þó ungbarna- dauði hafi ekki verið ýkja mikill meðal þeirra barna sem ekki nutu brjóstsins var hann nær ijórum sinnum meiri en meðal brjóstabarna. í töflu 2 er líka sýndur ungbamadauði barna þar sem ekki var getið um eldishætti. Þar er dán- artíðni óhemju há. Þar er um afar fá börn að ræða, aðeins í fimm tilvikum var ekki getið um það hvernig börnin voru alin frá fæðingu. í öllum þessum fimm tilvikum höfðu komið upp vanda- mál í fæðingu og ýmist móðir eða barn dóu skömmu eftir fæðinguna. Eftir stendur að jafnvel þótt lífslíkur lítilla barna hafi verið harla góðar í ís- lensku samfélagi á öðrum og þriðja ára- tugi 20. aldar var enn talsverður munur á lífslíkum barna eftir því hvort þau voru alin á brjósti eða ekki. Þetta kem- ur líka glöggt fram í mynd 7 sem sýnir lifun barna á fyrsta ári eftir því hvort þau voru lögð á brjóst eða ekki. Þar kemur í ljós að á allra fyrstu dögunum voru lífslíkur brjóstabarna og pelabarna jafnar. Þetta þarf ekki að koma á óvart. Barn sem veikist af e.coli eða öðrum magabakteríum strax eftir fæðingu er líklegt að lifa í það minnsta nokkra daga áður en niðurgangur og uppþorn- un dregur það til dauða.31’ Strax á 4-5 degi dró hratt í sundur með hópunum tveimur og framan af fyrsta árinu var augljóslega langmestur munur á lífslík- um hópanna tveggja. Þótt þekking á sóttvörnum og meiri kröfur um hrein- læti við meðferð matar hafi gert það að verkum að dánartíðni barna sem ekki nutu móðurmjólkurinnar var ekki eins mikil og áður hafði verið var enn þegar hér var komið sögu talsverður munur á dánartíðni pela- og brjóstabarna. Bættar lífslíkur barna sem ekki fengu brjóst eiga rætur sínar að rekja til ýmissa þátta. Sú regla ein og sér að blanda kúamjólk með vatni, svo að ekki sé talað um að sjóða vatn sem notað var til bamaeldis, hafði grundvallarþýð- ingu fyrir heilsufar lítilla barna sem fengu ekki brjóstamjólk og bætti lífslík- ur þeirra umtalsvert. Svo er líka vert að geta þess að þegar hér er komið sögu var komin vatnsveita í stærstu bæjunum hér á landi.40 Þetta hefur tryggt bæjar- búum nokkuð öruggan aðgang að hreinu vatni. Þrátt fýrir þetta benda læknaskýrslur til þess að í héruðum þar sem algengt var að ungbörn fengju aðra fæðu en brjóstamjólk hafi magasjúk- dómar verið mun algengari en þar sem brjóstagjöf var almenn og langvar- andi.41 Það fer ekki á milli mála að ljós- mæður gegndu mikilvægu hlutverki í baráttunni fyrir bættri heilsu ungbarna á síðustu áratugum 19. aldar og í upp- hafi 20. aldar. Þær dvöldu hjá sængur- konum eftir barnsburð og fræddu þær um meðferð ungbarna. Bætt barnaeldi, þ.e. aukin bijóstagjöf og bætt meðferð matvæla, var ein af meginforsendum bættra lífslíkna meðal ungbarna og þar gegndu ljósmæður lykilhlutverki. Þær höfðu ekki einungis það hlutverk að fræða mæður um brjóstagjöf heldur einnig um aðra mikilvæga þætti, þ.m.t. meðferð matvæla og hreinlæti, sem m.a. fólst í því að sjóða vatn sem notað var til að blanda kúamjólk með. Það er alveg ljóst að þegar þetta var ekki gert Ljósmæðrablaðið júm' 2005 25

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.