Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 29

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 29
• Áhætta fyrir alvarlega gulu eykst eft- ir því sem meðgöngulengd er styttri. • Fylgjast þarf vel með gulu hjá börn- um sem fara snemma heim með mæðrum sínum. • Húðmæling [mæling með blossa- mæli] er nokkuð ábyggileg aðferð til að fylgjast með alvarleika gulu hjá nýburum og ætti að minnka þörf fyr- ir blóðtökur sem þó eru nauðsynleg- ar við háar bilirubin mælingar. Það er m.a. í tilefni niðurstaðna og ályktana Gígju Guðbrandsdóttur (2003) sem mig langar að deila með ykkur helstu niðurstöðunum úr mínu loka- verkefni. í þessari grein legg ég mesta áherslu á að íjalla um praktisk atriði fyrir ljósmæður er varða forvamir, mat °g meðferð en læt vera að fjalla um líf- eðlisfræði, orsakir og áhættuþætti ný- buragulu. Hægt er að nálgast lokaverk- eíhi mitt í heild sinni í „Ljósmæðra- hominu“ á www.ljosmodir.is en til þess Þarf að slá inn notendanafnið LMFI2003 og lykilorðið fylgja. forvarnir Stuðningur við brjóstagjöf Hlutverk ljósmæðra við forvarnir bygg- •st því fyrst og fremst á því að stuðla að hrjóstagjöf sem fyrst eftir fæðingu, veita góðan stuðning við brjóstagjöf og fylgjast vel með nýburanum á fyrstu dögunum eftir fæðingu. Nokkrar rann- sóknir sýna að ijöldi gjafa á fyrstu dög- um lífsins er talin skipta miklu máli og þarf að lágmarki að vera 8 gjafir á sóla- hring en 9-11 er ákjósanlegur fjöldi gjafa. Að skilja fljótt eða seint á milli? Ljósmæður geta ekki minnkað líkur á nýburagulu með því að skilja fljótt á niilli því rannsóknir sýna engin tengsl á milli nýburagulu og þess að skilja seint a millj. Bent hefur verið á aukna hættu a nýburagulu þegar ekki er skilið á milli fylgju og barns strax eftir fæðingu held- Ur beðið í ró og næði t.d. eftir að sláttur 1 naflastreng hætti. Hættan hefúr verið Þdin meiri vegna þess aukna blóð- niagns sem barnið fær ffá fylgjunni eft- 'r feðingu. Mercer (2001) gerði fræði- 'ega úttekt á rannsóknum á þessu sviði. ^ann skoðaði 9 rannsóknir sem fóru fram á árunum 1980 til 2000. í þessum mnnsóknum eru borin saman börn þar Sem annars vegar var skilið á milli strax eða fljótt a.m.k. innan 60 sekúndna en °ftast strax eftir fæðingu og hins vegar þar sem skilið var á milli í rólegheitum, allt ffá 3 mínútum til 10 mínútna eða þar til sláttur i naflastreng hætti. Alls 531 fullburða nýburi voru í hópnum þar sem skilið var seint á milli og var hvorki algengari of mikill blóðrauði (e. polycythemia) né nýburagula. Ávinn- ingurinn fyrir þennan hóp var hins veg- ar betra blóðflæði um mikilvæg líffæri á fyrstu vikunni og fúllburða böm urðu síður fyrir blóðleysi við tveggja mán- aða aldur auk þess sem þau vom meira á brjósti til að byrja með. Höfúndur greinarinnar telur líklegt að betra sé að skilja seint á milli þegar um fullburða börn er að ræða en ein rannsókn sýndi fram á að öruggt er að skilja seint á milli þegar um fyrirbura er að ræða þvi að blóðkornaskil (e. hematocrit) verði hagstæðari, blóðrauði hærri, blóðþrýst- ingur hærri, meira blóðmagn, blóðrás- arkerfið nái að aðlagast betur, færri dagar sem börnin þurfa súrefni og að- stoð öndunarvélar og færri blóðgjafir. í greininni er ennfremur bent á að engar rannsóknir styðji að það sé varasamt að fresta því að skilja á milli þó að ekki sé hægt að fullyrða að það sé það besta fyrir fullburða börn þá er hyggilegra að leyfa náttúrunni að njóta vafans þar til annað sannast. Með þessa vitneskju í huga geta ljósmæður skilið á milli í ró- legheitum nema aðrar ástæður gefi til- efni til annars. KLÍNÍSKT MAT, GULUMÆLAR OG BLOSSAMÆLAR Mjög mikilvægt er að fylgjast vel með öllum nýburum sem verða sýnilega gulir vegna þess að fari gallrauði í blóði yfir ákveðin mörk getur hann valdið svokölluðu gulufárstaugakvelli (e. kemicterus) sem getur orsakað alvar- legar heilaskemmdir. Aldur við greiningu Þegar meta á gulu er mikilvægt að hafa í huga aldur barnsins, þvi aldur við greiningu getur gefið vísbendingu um hvers konar gulu er um að ræða (Coe, 1999). Hjá heilbrigðum fullburða ný- bura kemur gula ekki fram fyrr en eftir fyrsta sólarhringinn og er lífeðlisfræði- leg gula mest áberandi á 4. eða 5. degi. Hækkað magn gallrauða í sermi kemur fram á undan sjáanlegri gulu og nær yf- irleitt hámarki á 3. degi. Coe (1999) fúllyrðir að á þeim tíma sem gulan sést með berum augum sé hún i raun byrjuð að lagast af sjálfú sér, án meðferðar. Gula sem sést á fyrsta sólarhring ævinnar er að öllum líkindum vegna ó- eðlilega mikils niðurbrots á rauðum blóðkornum og þarfnast tafarlausar skoðunar læknis. Líklegasta ástæðan er blóðflokkamisræmi móður og barns (Coe, 1999). Gula tengd brjóstagjöf byrjar á 2. - 4. degi eftir fæðingu og kemur fyrir hjá 10-25% bama sem eingöngu eru á brjósti. Þetta er mjög líklega eingöngu vegna lítillar fæðuinntektar þar sem framleiðsla brjóstamjólkurinnar er ekki komin nægjanlega vel af stað. Þetta tengist því að fasta eykur upptöku gallrauða úr meltingarvegi og dregur úr hæfni lifrarinnar til að skilja út gallrauða (Wilson, 1999). Það væri í raun réttara að nefna þetta gulu tengda lítilli fæðuinntekt en ekki gulu tengda brjóstagjöf. Brjóstamjólkurgula byrjar á 5. - 7. degi og kemur fyrir hjá 2-3% barna sem eru á brjósti. Magn gallrauða í blóði nær yfirleitt hámarki við tveggja vikna aldur en lækkar síðan. Þó að magn gallrauða í sermi geti mælst hátt í 3-12 vikur eru þessi börn heilbrigð. Orsakir þessarar tegundar gulu eru líklega efna- sambönd í brjóstamjólkinni („pregna- nediol“, fitusýmr og „13-glucuroni- dasi“) sem annaðhvort hindra það að gallrauði verði vatnsleysanlegur eða hindra á einhvern hátt útskilnað gallrauða. Það er einnig talið líklegt að ef börn sem eingöngu eru á brjósti hafi sjaldan hægðir auki það enn frekar lík- ur á hærra magni gallrauða í blóði (Wil- son, 1999). Klínískt mat, gulumælar, blossamæl- ar og blóðprufur Eitt af því mikilvægasta sem við höfum til að meta gulu er þekking á því hvern- ig við getum notað augun til að horfa á nýburann og meta þannig alvarleika gulunnar. Árið 1929 skýrðu þeir Rolleston og McNee frá því að hægt væri að meta alvarleika gulu út frá dreifingu gulunnar um líkamann en gerðu þó ekki rannsókn á því hvernig dreifingin tengdist við magn gallrauða í sermi (sjá í Kramer, 1969). Kramer (1969) gerði hins vegar rannsókn á þessu og setti fram niðurstöður um tengsl milli dreifingu gulunnar frá toppi til táar og magns gallrauða í sermi. í rannsókn hans voru 108 full- burða nýburar með sjáanlega gulu. Kramer skipti líkamanum í 5 svæði og Ljósmæðrablaðið júnf 2005 29

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.