Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 31

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 31
þeirra sem fjallað er um hér að framan. Þau drógu þá ályktun af niðurstöðum sínum að nýburi sem ekki var með gula húð neðan við geirvörtur væri með minna en 205 gmol/L (12 mg/dL) af gallrauða í sermi. Ástæða þess að rann- sakendur miða við 205 gmol/L (12 mg/dl) og 290 gmol/L (17 mg/dl) er sú að í vinnureglum AAP (American Academy of Pediatrics) er mælt með ljósameðferð fyrir nýbura á aldrinum 24-47 tíma ef gallrauði fer yfir 205 pmol/L (12 mg/dl) en fyrir nýbura eldri en 72 tíma er mælt ljósameðferð fari gallrauði yfir 290 gmol/L (17 mg/dl). í niðurstöðum Madlon-Kay (2002) kem- ur ennfremur fram að ef gildið sem les- ið er af gulumæli er hærra en 2,5 er ástæða til frekari rannsókna annaðhvort með blossamæli eða blóðrannsókn. Þetta er í samræmi við fyrri rannsóknir á gulumælinum. Á Landspítala, há- skólasjúkrahúsi er miðað við að hefja ljósmeðferð fari gallrauði í sermi yfir 290 pmol/L (17 mg/dl) hjá nýburum sem eru eldri en 72 klukkustunda (Landspítali, háskólasjúkrahús). I rannsókn Schumacher, Thornbery og Gutcher (1985) voru bornir saman Minolta Jaundice Meter 101 blossa- mælar sem þá voru nýir á markaðnum og gulumælar sem höfðu verið notaðir til margra ára. í þessari rannsókn fannst ekki marktækur munur á áreiðanleika mælitækjanna. Schumacher (1990) gerði einnig fræðilega úttekt á sömu gerð blossamæla og gulumælis. Hann telur bæði umræddan blossamæli og gulumæli vera áreiðanleg tæki til skimunar á gulu. Mjög mikill munur er á verði blossamælis og gulumælis en Schumacher heldur því fram að áreið- anleikinn sé sambærilegur. Þegar út- tektin var gerð kostaði umræddur blossamælir í Bandaríkjunum 2.500 bali en gulumælir aðeins 20 dali. Það er þó rétt að geta þess að umræddur blossamælir þótti ekki nógu áreiðanleg- Ul' til að meta magn gallrauða hjá fyrir- burum og börnum af öðrum kynstofni en hvítum samkvæmt Bertini og Rubaltelli (2002). I grein sem Hay (1995) skrifaði fyr- lr MIDIRS bendir hann á mikilvægi þess að ljósmæður þjálfi augun og geti Wetið gulu með góðri skoðun án þess að panta blóðrannsókn. Hann telur að Bulumælirinn sem er mjög ódýr geti Verið jafn áreiðanlegur og blossamæl- arnir sem eru mjög dýrir. Þegar klínískt mat bendir til þess að gula sé kominn á það stig að meðferðar sé þörf eða ef vafi leikur á að klíniskt mat sé áreiðanlegt, getur þurft að grípa til mælinga á gallrauða í sermi. Áður en gripið er til þess að stinga nýburann og draga úr honum blóð er hægt að notast við blossamæli sem getur mælt gallrauða í húð og þar með gefið vís- bendingu um gallrauða í blóði. Blóðprufa felur í sér óþægindi og er streituvaldandi fyrir barnið. Ekki má heldur gleyma sýkingarhættu og ör- myndun. Einnig er mikilvægt að tak- marka þann blóðmissi sem barnið verð- ur fyrir vegna sífelldra blóðprufa. Fjöl- margar rannsóknir hafa verið gerðar á áreiðan- leika blossamæla og hafa þeir sannað gildi sitt sem tæki til að skima börn með sjáanlega gulu áður en ákvörðun er tekin um að taka blóðsýni. Nýjasti blossamælir- inn á markaðnum er Bili- Check™ (sjá mynd 3) sem mælir gallrauða í húð með því að mæla það magn ljóss sem húð nýburans endurkastar. Mælirinn tekur tillit til þátta sem geta skekkt niðurstöðuna s.s. blóð- rauða, dökkra litarefni í húð og húðþykktar (Bert- ini og Rubaltelli, 2002). Hér á eftir er Qallað um rannsóknir á áreiðan- leika þessa mælis. Rubaltelli o.fl. (2001) gerðu rann- sókn á áreiðanleika blossamælinga. Úrtakið var þægindaúrtak 210 barna frá 6 stöðum í Evrópu. Börnin áttu það sameiginlegt að blóðprufa hafði verið tekin hjá þeim öllum til að mæla gallrauða í sermi en þau voru öll yngri en 28 daga gömul og meðgöngulengd hafði verið meiri en 30 vikur. Bornar voru saman blossamælingar með BiliCheck™ við mælingar á gallrauða í sermi. Blossamælingarnar voru bæði gerðar á bringubeini og enni til að kanna hvor staðurinn væri áreiðanlegri. Blossamælingarnar og mælingar rann- sóknastofanna 6 á gallrauða i sermi voru bornar saman við mælingar á gallrauða í sermi sem mældur var á sömu rannsóknastofunni og notaði að- ferð sem kallast HPLC-B (high pressure liquid chromatography biliru- bin) sem talinn er vera hinn gullni stað- all við mælingar á gallrauða. Niður- stöður rannsóknarinnar voru á þá leið að blossamælingar sem gerðar voru á enni voru jafn áreiðanlegar og mæling- ar á gallrauða í sermi. Rannsakendur vilja þó ekki mæla með blossamæling- um ffam yfir mælingar á gallrauða í sermi fyrr en niðurstöður rannsókna sýna að blossamælingar séu betri. Rannsakendur benda einnig á að mæli- aðferðirnar tvær mæli í raun ekki það sama því með blossamælingum er ver- ið að mæla það magn gallrauða sem flust hefur frá blóði til veija en mæling- ar á gallrauða í sermi mæla það magn sem enn er í blóðinu. Þessar niðurstöð- ur styðja að framkvæmdar séu blossamælingar á enni, ekki ein- göngu til að kanna hvort taka þurfti blóðprufu heldur jafnvel til byggja á ákvörðun um með- ferð. Tveir þriðju hluta nýbur- anna í rannsókninni voru hvítir á hörund en einn þriðju hluti var af öðrum mismunandi kynþátt- um. Skoðað var hvort kynþátt- ur, meðgöngulengd, fæðingar- þyngd og aldur hefðu áhrif á áreiðanleika blossamælinganna en svo reyndist ekki vera. Rann- sakendur benda á að enn eigi eftir að rannsaka frekar áhrif ljósameðferðar og blóðskipta á áreiðanleika blossamælinga. Ebbesen, Rasmussen og Wimberley (2002) gerðu rann- sókn á áreiðanleika BiliCheck™ blossamæla á háskólasjúkrahús- inu í Álaborg, Danmörku. í rannsókninni voru tveir hópar. í öðrum hópnum voru 251 fyrirburi sem fæddust fyrir 35 vikna meðgöngu og veikir nýburar sem fæddust eftir meira en 35 vikna meðgöngu. í hinum hópn- um voru 227 nýburar sem allir voru hraustir og meðgöngulengd var meiri en 35 vikur. Niðurstöður þeirrar rann- sóknar leiddi i ljós að blossamælingar með BiliCheck™ væra áreiðanlegar sem skimun fyrir háum gallrauða en ekki áreiðanlegar sem mælingar til eft- irlits hjá nýburum sem byrjuð voru á meðferð við gulu. Rannsakendur full- yrða að með notkun blossamæla við skimun á nýburagulu sé hægt að kom- ast hjá 80% blóðprufa hjá hraustum, fullburða börnum en 42% blóðprufa hjá veikum nýburum og fyrirburum sem fæddir eru eftir meira en 32 vikna með- göngu ef miðað er við að taka blóðpruf- ur eingöngu hjá þeim sem mælast með 70% af gildi ljósaviðmiðunarmarka. í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að mestur áreiðanleiki blossamæl- Mynd 3 Ljósmæðrablaðið júní 2005 31

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.