Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 35

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 35
SAMEIGINLEG YFIRLYSING U MTTTI G FÆÐINGAR Treystum náttúrunni þegar það á við: Umönnun og meðferð á þriðja stigi fæðingar Inngangur 1 nóvember 2003 var gefin út sameigin- leg yfirlýsing (International Joint Policy Statement) af Alþjóðasamtökum kvensjúkdóma- og fæðingarlækna (FIGO) og Alþjóðasamtökum ljós- niæðra (ICM) um að beita eigi virkri meðferð á þriðja stigi fæðingar til að fyrirbyggja blæðingu eftir fæðingu. Kynning í þessu Ljósmæðrablaði, snýr aö þeim hluta yfirlýsingarinnar, sem segir að hana þurfi að kynna í löndum allra aðildarfélaga. Yfirlýsingin var Þýdd af Önnu Haarde fyrir Ljósmæðra- félag íslands og Félag íslenskra fæð- lnga- og kvensjúkdómalækna. Reynir Tómas Geirsson prófessor í feðinga- og kvensjúkdómalækningum hefur skrifað innlegg fyrir hönd kven- sjúkdóma- og fæðingarlækna sem birt- ist hér í blaðinu. Við vorunr beðnar um að koma með ’nnlegg inn í þessa unrræðu út frá sjón- a>'horni ljósmæðra. Lokaverkefni Krist- öjargar í ljósmóðurfræði árið 2001, fjallaði um þriðja stig fæðingar, um- °nnun ljósmóður og blæðingar eftir fæðingar og vann hún það undir leið- sögn Ólafar Ástu. Auk þess hefur Krist- kjörg tekið þátt í vinnu við gerð verk- lagsreglna á LSH um þriðja stig fæð- lngar og blæðingar eftir fæðingu. Umönnun Ijósmóður á PHðja stigi fæðingar kfarkmið með umönnun á þriðja stigi feðingar er að fylgjan og belgir fæðist heil 0g að korna í veg íyrir blæðingu eftir fæðingu. Þegar talað er um blæð- lngu eftir fæðingu er átt við óeðlilega blæðingu eftir fæðingu sem samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðisstofn- Unarinnar er 500 ml eða meira. Levy (1990) skilgreinir að gæði um- °nnunar í tengslum við þriðja stig fæð- 'ngar feli í sér: * ■ Veðgöngueftirlit, sem tryggir að hin verðandi móðir sé eins heilbrigð og Kristbjörg Magnúsdóttír Ijósmóðir °g Ólöf Ásta Ólafsdóttir; lektor í Ijósmóðurfræði ■ hægt er og segir til um hvar æskileg- ast er að hún sé á þriðja stigi fæðing- ar. 2. Góða umönnun á fyrsta og öðru stigi fæðingar, þannig að móðirin heQi þriðja stig fæðingar með leg sem getur dregist sanran. 3. Góða umönnun á þriðja stigi fæðing- ar, þannig að fylgjan og belgirnir fæðist heil og blæðing verði í lág- marki. Þrenns konar meðferð sem veitt er á þriðja stigi fæðingar hefur verið skil- greind, virk meðferð (active mana- gement), lífeðlisfræðileg umönnun (physiological management) og ósam- stæð meðferð (piecemeal approach), sem er í raun sambland af báðum hin- um aðferðunum. Virk meðferð Farið er ítarlega í virka meðferð i yfir- lýsingunni sem er birt annars staðar í blaðinu og einnig í grein Reynis Tómasar. Því munum við ekki að lýsa henni hér en koma inn á hana i umræð- um síðar og leggjum í staðinn áherslu á lífeðlisfræðilega umönnun (physiolog- ical management) því í henni felst að í raun er ekki veitt meðferð en í staðinn er lögð áhersla á að trufla ekki lífeðlis- fræðilegt ferli. Lífeðlisfræðileg umönnun Lífeðlisfræðileg umönnun á þriðja stigi fæðingar byggir á þeim hugmyndum að náttúran hafi þróað með sér lífeðlis- fræðilegt ferli, sem við eigum að treysta, því það virkar fullnægjandi í flestum tilfellum, þegar það fylgir í kjölfarið á eðlilegu fyrsta og öðru stigi fæðingar (Inch, 1985). Michel Odent (1998) hefur skoðað lífeðlisfræðilega umönnun á þriðja stigi fæðingar og seg- ir hann það hlutverk ljósmóður að hafa áhrif á umhverfi í fæðingu og skapa hlýlegt andrúnrsloft. Atriði sem hann bendir á eru næði, hlýja, rökkvað ljós og engar truflanir, þá finnist móðurinni hún örugg og henni ekki ógnað. í þessu umhverfi getur konan fylgt innri þörf og eðlilegu taugalífeðlisfræðilegu ferli, sem ýtir undir losun oxýtósíns hjá rnóð- urinni sem þörf er á til þess að fylgjan losni og það í sjálfu sér er vörn gegn blæðingu eftir fæðingu. Þegar stuðst er við lífeðlisfræðilega umönnun á þriðja stigi fæðingar er líf- eðlisfræðilegum breytingum sem verða á leginu leyft að hafa sinn gang án inn- gripa. Umönnunin felur þá í sér að gefa ekki samdráttarlyf og skilja ekki á milli móður og barns fyrr en fylgjan er fædd. Sumar skilgreiningar gera þó ráð fyrir að skilið sé á milli móður og barns þeg- ar sláttur er hættur í naflastrengnum og þá sé opnað fyrir móðurenda nafla- strengsins og hann fái að blæða frítt. Þegar vart verður merkja um að fylgjan Ljósmæðrablaðið júni 2005 35

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.