Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Side 38

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Side 38
S A M E I G I N LE G YFIRLYSING UTI i . VT I G F Æ Ð I N G A R Blæðing eftir fæðingu orðið lífshættule etur Um alþjóðlegt frumkvæði FIGO og ICM til að koma í veg fyrir blæðingu eftir burð Þrátt fyrir framfarir i fæðingafræð- um lækna (e. obstetrics) og ljósmæðra- fræðum (e. midwifery) deyja árlega um 530.000 konur í heiminum vegna fylgi- kvilla þungunar (ein á hverri mínútu) og 10-15 sinnum fleiri lifa með fylgi- kvilla og skelfilega reynslu vegna með- göngu og fæðingaslysa. Sem betur fer er mæðradauði sjaldgæfúr á Islandi eins og annars staðar í þróuðum ríkjum, en slys verða engu að síður, oftast með nær engum eða stuttum fyrirboða og þrátt fyrir góða aðgæslu. Tæknifram- farir nútímans og góður aðgangur að bestu fagþekkingu og aðstæðum á vel búnum sjúkrastofnunum bjargar lífi kvenna, þó fórnarkostnaður geti verið í líkamlegum og andlegum fylgikvillum. Meðgöngueitrun, fæðingakrampar, lifr- arbilun, fylgjulos, utanlegþykkt og blóðsýking (sepsis) geta og hafa orðið konum hættulegar, en það eru ekki síst miklar blæðingar eftir fæðingu sem verða enn að teljast lífshættulegar og geta stundum leitt til þess að fjarlægja verður leg úr ungri konu á miðjum barneignaaldri. Fyrir því eru dæmi nú sem fyrr hér á landi. Alls látast um 200.000 konur á ári í heiminum úr blæðingum í eða strax í kjölfar fæðing- ar (primary postpartum hemorrhage, þ.e.a.s. á fyrstu 24 klst. eftir fæðingu), ein á 2-3 mínútna fresti. Blæðing eftir fæðingu (primary postpartum hemorr- hage) er skilgreind sem blæðing > 500 ml og er talin alvarleg ef blæðing fer yfir 1000 ml. Alþjóðasamtök kvensjúkdóma- og fæðingalækna (FIGO, Federation Internationale de Gynecologie et Obstetrique) og ljósmæðra (ICM, International Confederation of Midwi- ves) gáfu út yfirlýsingu fyrir rúmu ári um aðgerðir vegna blæðinga eftir burð, sem ég undirrritaði fyrir hönd íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna á al- þjóðaþingi í nóvember 2003. Yfirlýs- ingin birtist hér á eftir í íslenskri þýð- ReynirTómas Geirsson, prófessor/yfirlæknir Kvennasviði Landspítala háskólasjúkrahúsi ingu sem gerð er á vegum Félags ís- lenskra fæðinga- og kvensjúkdóma- lækna og Ljósmæðrafélags íslands. í henni eru tíu lykilatriði sem alþjóða- samtökin munu beita sér fyrir gagnvart meðlimum sínum og öðrum heilbrigð- isstarfsmönnum, svo sem hér segir: 1. Senda sameiginlega yfirlýsingu til allra samtaka fæðinga- og kven- sjúkdómalækna og samtaka ljós- mæðra og hvetja samtökin til að koma henni til meðlima sinna. 2. Fá stuðning við sameiginlegu yfir- lýsinguna frá aðilum á sviði mæðra- vemdar og ungbarnaeftirlits, eins og Sameinuðu þjóðunum, stofnana á sviði þróunarmála og annarra. 3. Mæla með því að þetta alþjóðlega frumkvæði til að koma í veg fyrir blæðingu eftir burð verði tekið inn í námsskrár í læknisfræði, ljósmóð- urfræði og hjúkrunarfræði. 4. Mæla með því að yfirmenn innan heilbrigðiskerfisins og stjórnmála- menn stuðli að því að þetta alþjóð- lega frumkvæði komist til fram- kvæmda. ICM og FIGO munu jafnframt starfa saman til að tryggja að: 5. Öllum fæðandi konum alls staðar i heiminum verði boðin virk meðferð á þriðja stigi fæðingar til að koma í veg fyrir blæðingu eftir burð. 6. Allir faglærðir aðilar, sem viðstadd- ir eru fæðingu, hafi hlotið þjálfun i virkri meðferð á þriðja stigi fæðing- ar og hafi lært aðferðir til að með- höndla blæðingu eftir burð. 7. Allar heilbrigðisstofnanir þar sem fæðingar eiga sér stað hafi fullnægj- andi birgðir af samdráttarörvandi lyfjum, búnað og verklagsreglur, bæði til að koma í veg fyrir og til að meðhöndla blæðingu eftir burð. 8. Aðstaða til blóðgjafar sé tiltæk á stofnunum sem veita alhliða heil- brigðisþjónustu (annað og þriðja stig umönnunar (e. secondary and tertiary care)). 9. Læknar séu þjálfaðir í einföldum og hefðbundnum aðgerðum, svo sem þrýstingsmeðferð og undirbindingu æða. 10. Ný lyf og tækni sem sýnast geta orðið gagnleg til að koma í veg fyr- ir og meðhöndla blæðingu eftir burð, eins og „tamponade" aðferðir, séu metin með vísindalegum hætti. Benda verður á að reglurnar sem hér fara á eftir eru grunnatriði byggð a gagnreyndri læknisfræði og miðaðar við úrræði og aðstæður sem eru til stað- ar í þróunar-jafnt sem þróuðum ríkjum- Þess vegna kunna sum atriði í meðferð að vera heppilegri en önnur þar sem betri aðstæður og bakgrunnsþjónusta eru til staðar, eins og er hér á landi- Dæmi um þetta er notkun ergómetrins sem veldur spennusamdrætti (tónískum samdrætti) í legi og er heppilegra lyf t'l að draga úr blæðingum eftir fæðingu en oxýtósín, sem veldur kippuspennu (samdráttum með slökun á milli). Ergó- metrín veldur hins vegar frekar auka- verkunum svo sem ógleði við gjöf í og hækkun á blóðþrýstingi, einkum ef blóðþrýstingur var hár fyrir. Þá var talió óheppilegt að gefa ergómetrín ef flsir' 38 Ljósmæðrablaðið júnf 2005

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.