Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 44

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 44
A F VETTVANGI FÉLAGSMÁLA Skýrsla stjórnar Ljósmæðrafélags Islands Aðalfundur Ljósmæðrafélags íslands árið 2004 var haldinn á Grand Hótel í Reykjavík, við Sigtún, 21. apríl á 85. afmælisári félagsins,. Formaður hafði hugsað sér að ganga úr stjórn að þessu sinni en þar sem ekki barst framboð um annan formann var undirrituð kjörin til að starfa áfram. Á þessum fundi var kjörin ein ný ljós- móðir í stjórnina, en það var Lilja Jóns- dóttir ljósmóðir á Akranesi sem tók sæti varagjaldkera. Að öðru leyti var stjórn óbreytt ffá síðasta aðalfundi. Tillaga um frestun aðalfundar var samþykkt og var framhaldsaðalfundur haldinn í sal Kvenfélags Kópavogs að Hamraborg 10, þann 9. október 2004. Á framhaldsaðalfundinum voru teknar íyrir lagabreytingar sem frestað var að afgreiða á aðalfundinum 21. apr- íl 2004. Þá var Kristbjörg Magnúsdótt- ir ljósmóðir kjörinn formaður kjara- nefndar til tveggja ára. Haldið var samsæti í framhaldi af aðalfundi í tilefni 85 ára afmælis Ljós- mæðrafélagsins og færði Kristbjörg Magnúsdóttir félaginu að gjöf bréf sem Sigriður Sæland ljósmóðir skrifaði fjöl- skyldu sinni á meðan hún var við ffam- haldsnám i Kaupmannahöfn. Góð mæt- ing var að þessu sinni og gerðu ljós- mæður sér glaðan dag fram eftir kvöldi. Kjarafélagar í dag eru 178 og fagfé- lagar 126. Nokkrar ljósmæður fluttu sig úr LMFÍ yfir í FÍH en það voru fleiri sem gengu til liðs við okkur svo sú hreyfing sem hefur verið á ljósmæðrum í kringum kjarasamningana hefur verið okkur í hag þar sem 4 ljósmæður fóru frá okkur en 8 komu til okkar en 4 fóru á lífeyri. Stjórn hélt 9 stjórnarfundi á síðasta starfsári þar af 2 sameiginlega með kjaranefnd. Nálastungunámsskeiðin eru enn jafn vinsæl og verður í haust haldið 8. nám- skeiðið á vegum félagsins. Einn fræðslufundur hefur verið haldinn frá síðasta aðalfundi en það var málþing í samvinnu við Félag íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna um málssóknir á hendur heilbrigðisstarfsmönnum, haldið á Hótel Sögu 8. apríl s.l. Við þökkum fræðslunefnd fyrir kraftmikið starf í vetur og undanfarna vetur. Eins og eflaust allir muna var á veg- unr félagsins haldin Norræn ljósmæðra- ráðstefna í maí s.l. á Nordica Hotel - en þar komu saman á fimmta hundrað ljósmæðra og var mál manna að þetta hafi verið vel heppnuð og góð ráðstefna í alla staði. Ennfremur var haldið sam- sæti með kvöldverði og ýmsum skemmtiatriðum í tilefni 85 ára afmæl- isins og bárust félaginu góðar gjafir m.a. frá norrænu samtökunum. A.m.k. vorum við ánægðar sem að undirbún- ingi stóðum og er ráðstefnunefnd sér- staklega þakkað það frábæra starf sem hún vann við að gera hana að veruleika. Á starfsárinu var gengið frá samn- ingi við TR vegna heimaþjónustu í sængurlegu og heinrafæðinga. Lítils- háttar hækkun fékkst á taxtanum en engar stórvægilegar breytingar. Með samningnum var gerð bókun vegna heimafæðinga og skyldi LMFÍ leggja frarn kostnaðargreiningu á heimafæð- ingunum fyrir 1. júlí. Félagið lagði í nokkurn kostnað og vinnu vegna þessa og má kannski segja að við getum ver- ið nokkuð ánægðar þar sem fram náðist tæplega 30 % hækkun á taxta fyrir heimafæðingu. Þessi samningur er laus um næstu áramót og er því nokkur vinna framundan ef á að ná einhverri hækkun að þessu sinni. I skýrslu stjórnar á síðasta aðalfundi var þess getið að ekki hefði gengið að finna hentugt húsnæði fyrir BHM og aðildarfélög þess. Nú er húsnæðið fundið og LMFÍ er búið að greiða fyrstu greiðslu til kaupa á því húsnæði og er þar með orðið aðili að BHM hús- inu ásarnt öðrum innan þeirra samtaka. Húsnæðið er að Borgartúni 6, á 2. hæð og er áætlaður flutningur eftir miðjan janúar á næsta ári. Svo sem sjá má á reikningum félags- ins er ijárhagsstaða þess með betra móti og jafnvel þó ekki sé talinn með sá á- góði sem varð af norrænu ráðstefnunni síðasta vor. Einkum rnunar um leiðrétt- ingu þá sem gerð var á ffamlagi okkar til BHM á síðasta ári og eigum við inni hjá þeim nokkurn pening ífá árinu 2003. En því verða gerð betri skil þeg- ar farið verður yfir reikninga félagsins. Hér á eftir verður kosið í stjóm og nefndir félagsins eins og venja er. Það má kannski segja að nú séu viss kyn- slóðaskipti í stjóminni og nefndunuin líka þó að þar séu líka fyrirtaks ljós- mæður úr lávarðadeildinni. Ég vænti mikils af þessum nýju „vöndum“. Það hefur sýnt sig bæði í starfi fræðslu- nefndar, ritnefndar og kjaranefndar sem einkum hafa verið mannaðar með ljós- mæðrum úr yngri árgöngum að við þurfum í engu að kvíða framtíðinm með þessar skeleggu ljósmæður við stjórnvölinn. Og er ég ekki að vanþakka störf annara þó ég segi þetta. Ég vil að lokum þakka þeim ljós- mæðrum sem hafa starfað með mér i stjórn undanfarin ár og einnig öllum þeim sem hafa starfað i nefndum fé- lagsins að hinum ýmsu málum er varða viðgang og vöxt okkar ágæta félags. Eg kveð þennan þátt í mínu lífi og veit að félagið verður í góðum höndum í ífam- tíðinni og ég veit líka að það á eftir að vaxa og dafna - því ég treysti því að ljósmæður sem þegar eru gengnar til liðs við félagið verði duglegar að sann- færa komandi kynslóðir um að Ljós- mæðrafélagið sé félagið þeirra. Ólafia M. Guðmundsdóttir formaður Ljósmœðrafélags íslands■ 44 Ljósmæðrablaðið júm' 2005

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.