Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 48

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 48
Blessuð sé minnin Maríu Ijósu María Karólína Magnúsdóttir Ijós- móöir fœddist á Njálsstöðum í Vind- hœlishreppi 22. nóvember 1909. Þegar María lést á hjúkrunarheimilinu Sól- vangi í Hafnarfirði 10. febrúar síðast- liðinn var hún komin vel á tíunda ára- tuginn. María stundaði nám í unglingaskól- anum á Hólum í Hjaltadal árið 1930 og á Blönduósi 1933-1934. Hún lauk ljós- mæðranámi frá Ljósmæðraskóla ís- lands 26. janúar 1931. Hún var ljós- móðir í Engihliðarumdæmi 1931-1936, í Bólstaðarhlíðarumdæmi 1933-1935, í Sauðárkróks- og Skarðshreppsumdæmi og á Sjúkrahúsi Skagfirðinga á Sauðár- króki 1936-1979. Hún vann einnig við mæðra- og ungbarnaeftirlit á Sauðár- króki. Arið 1939 fór hún í sex mánaða náms- og starfsdvöl til Danmerkur til að kynna sér meðferð ungbarna. Þegar María lauk störfum í Skaga- María Ijósa. firði árið 1979, eftir 48 ár í ljósmóður- starfi, flutti hún til Hafharíjarðar m.a. til þess að vera nálægt dóttur sinni Pálínu og hennar ljölskyldu. Þá starfaði hún við heimilishjálp næstu tíu ár. A sumrin starfaði hún á Löngumýri t Skagafirði en þar var þá rekinn sumar- orlofsstaður aldraðra á vegum Þjóð- kirkjunnar. Þar sinnti hún gamla fólk- inu sem margt var yngra en hún sjálf- Þannig var lífshlaup Maríu ljósu að sinna fólki í gegnum lífið. Ljósmæð- urnar á Mauritius í Indlandshafi segja líka ljósmóðurstarfið vera um lífið sjálft frá því að við fæðumst og þar til við förum í gröfina. Séra Þórir sem var prestur á Sauðárkróki samtíða Maríu sagði í minningargrein í Morgunblað- inu, að María hefði verið miklu meira en ljósmóðir í bænum. Hún hefði talað íyrir heilsusamlegum lífsháttum (bak- aði t.d. trefjaríkt Maríubrauð sem kall- að var svo á mínu heimili) og hefði hún oft á tíðum verið í hlutverki félagsmála- fulltrúa, því hún þekkti heimilin vel og vissi hvar voru erfiðleikar og gerði sitt til að finna lausnir. Séra Þórir lýsti Systkinin Karl og Ólöf Asta horfa á nýfœdda tviburana. 48 Ljósmæðrablaðið júní 2005

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.