Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 15

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 15
hóp. Frumbyrjur með óhagstæðan legháls fengu þó 50 mikrogrömm sem fyrsta skammt og síðan 25 mikrogrömm. Niðurstaðan var sú að lyfm voru algjörlega sambærileg hvað varðar fjölcia fæðinga innan 24 tíma (Cytotec 47% og Prostín 43%). Það var engin munur á oförvun legs, keis- aratíðni eða alvarlegum aukaverkunum hjá móður eða bami. Enginn legbrestur átti sér stað í rannsókninni. Það virð- ist því vera ljóst að í 25 mikrogramma skammti er Cytotec sambærilegt Prost- íni og öruggt í notkun (9). Þá gæti einhver spurt; ef það virkar ekki hraðar eða er betra en Prostin hvers vegna þá að nota það? Svarið er að í fyrsta lagi er það margfalt ódýrara og í öðru lagi má geyma það við stofúhita. Sé það notað í hærri skömmtum virðist það samkvæmt fjölmörgum rannsóknum vera virkara en Prostín, þ.e. stytta lengd fæðingar. Hins vegar er meiri hætta á oförvun legs en engin neikvæð áhrif á nýbura (8). A kvennadeild Landspítalans hefur Cytotec verið notað til framköllunar fæðinga frá 15. maí 2008. Sú leið var valin að gefa lyfið sem 50 microgröm undir tungu þar sem rannsóknir hafa sýnt að sá skammtur sé sambærilegur við 25 mikrogrömm gefíð í leggöng og hugs- unin var að fækka þannig skoðunum á leghálsi hjá konunum. Notkun Cytotec er skráð á sérstökum eyðublöðum hjá öllum konum sem það fá. Nú liggja fyrir frumniðurstöður hjá þeim tæplega 1 ?0 konum sem fengið hafa Cytotec frá því notkun hófst í maí sl. Þær niður- stöður eru sambærilegar við það sem *ýst hefur verið í erlendum rannsóknum ( 5, 8 ,9,10,). Engar alvarlegar aukaverk- unir hafa komið fram. Þessar niðurstöður verða birtar í heild sinni síðar. Tæplega 20 ára reynsla á notkun Cytotec til framköllunar fæðinga gefur tilefni til þess að álykta, að sé lyfíð gefíð 1 lágum skömmtum og farið sé eftir bestu láanlegu rannsóknum og gagnreyndri læknisfræði sé notkun þess hættulítil. í rannsóknum hefur verið sýnt fram á að Cytotec er sambærilegt við Prostín sem notað hefur verið á kvennadeild LSH til margra ára (7,8). A kvennadeild LSH hafa verið gerðar verklagsreglur um notkun Cytotec og eru þær endur- skoðaðar reglulega. Lögð er áhersla á skilvirkni, hagkvæmni og öryggi í allri fæðingarþjónustu og er notkun Cytotec liður í þeirri stefnu. Heimildir (1) Karim, S. M. M., Trussel, R. R., Patel, R. C., Hillier, K. (1968). Response of pregnant uterus to prostaglandin-F2 alfa-induction of labour. BMJ, iv: 621-623 (2) Robert, A., Nezamis, J. E., Phillips, J. P. (1967). lnhibition of gastric secrestion by prostagland- ins. AMJ Digest, 12, 1073 (3) Weeks, A., Faundes A. (2007). Misoprostol in obstetrics and gynecology. Inlernalional Journal of Gynecology and Obtetrics, 99, 156-159. (4) World Health Organization. I5lh WHO Model list of Essential Medicines. Geneva: WHO march 2007 (5) Souza, A. R. S., Amorim, M. M. R., Feitosa, F. E. L.(2008). Comparison of sublingual versus vaginal misoprostol for the induction of labour: a systematic review. BJOG, 115, 1340-1349. (6) Tang, O. S., Gemzell-Danielsson, K., Ho, P.C.(2007). Misoprostol: Pharmacokinetic profíles, effects on the uterus and side-effects Jnternational Journal of Gynecology and Obstetrics, 99, 160-S167. (7) Weeks, A., Alfirevic, Z., Faundes, A., Hofmeyr, G. J., Safar, P., Wing, D. (2007). Misoprostol for induction of labor with a live fetus. International Journal of Gynecology and Obstetrics,99, 194-197. (8) Hofmeyr, G. J., Gulmezoglu, A. M. (2008), Vaginal misoprostol for cervical ripening and induction of labour. Systematic Review Cochrane Pregnancy and Childbirth Group. (9) Calder, A. A., Loughney, A. D., Weir, C. J., Barber J. W. (2008). Induction of labour in nulliparous and multiparous women: a UK, multicentre, open -label study of intravaginal misoprostol in comp- arison with dinoprostone. BJOG, 11, 1279-1288. (10) Shetty, A., Danielian,P., Templeton, A.(2002). Sublingual misoprostol for the induction of labor at term. Am J of Obstet Gynecol, 186, 72-6. Ljósmæðrablaðið desember 2008 1 5

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.