Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 21

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 21
gerði manni gott. „Mundu bara...þetta er eins og að taka snuð af bamL.fyrst vælir það mikið og svo gleymir það því” Auðvitað, af hverju sá ég það ekki? Við eigum honum Bjössa okkar mikið að þakka. Stórt skref fram á við Stórt skref hefur verið stigið í leiðrétt- ingu launa ljósmæðra miðað við aðrar stéttir með sambærilegan bakgrunn. Við samningaborðið fer fram kaup og sala. Undirbúningur skiptir því gríðarlegu máli. Forgangsraða þarf áherslum. Við ljósmæður lögðum upp með að fá leið- réttingu launa okkar m.t.t. hækkunar grunnlauna. Við settum markið hátt. Þrjátíu og tvö prósent var útgangslínan okkar (m.a. 25% leiðrétting og 6,5% fyrir krónutöluhækkun). Ljósmæður gerðu sér grein fyrir því að á brattan var að sækja en samstaða ljósmæðra var slík að ég get fyllyrt að ekkert stétt- arfélag hafí yfír annarri eins einingu að ráða. Þessi samstaða átti einn mestan þátt í því skrefí sem við náðum. Það má með sanni segja að við ljós- mæður séum heppnar að hafa klárað kjarasamning við ríkið í ljósi alls þessa sem gerst hefúr nú síðustu vikur í efnahagslífinu. Kjarasamningar næstu ára eru í lausu lofti og enn alls óvíst hvort farið verður í að semja í mars næstkomandi. Eitt tel ég þó víst, að lítið sé að sækja í næstu samningum sökum hamfaranna sem gengið hafa yfir þjóðfélagið. Kjaranefndin situr hins vegar ekki auðum höndum. Unnið er að næstu skrefúm og við munum sækja fram eins og frekast er unnt. Hvað fæ ég? Samningstími hins nýja kjarasamn- 'ngs er frá 1. ágúst 2008 til 31. mars 2009. Með þessari afturvirkni brutu Ijósmæður blað í sögunni þar sem aldrei hefur áður verið samið afturvirkt um þetta langan tíma. Gerð var, af okkar hálfu, krafa um að mál vegna uppsagna •jósmæðra félli niður án nokkurra eftir- mála. Með samningnum fylgdi að auki yfirlýsing frá heilbrigðisráðherra þar sem að skipa á starfshóp til að koma með tillögur um framtíðarþróun í starfs- umhverfi ljósmæðra. Nýji samningurinn tryggir ljós- utæðrum öllum um 22,6% launahækkun. Sumt af því hafa önnur félög einnig hengið en annað ekki. Launatafla okkar er eingöngu fyrir 'jósmæður í Ljósmæðrafélagi íslands. Ofan á töflu hjúkrunarfræðinga eru lögð 4,2%. Annars vegar fyrir sölu á þremur greinum, þ.e. undanþáguákvæði fyrir 55 ára og eldri hvað varðar næturvaktir og bakvaktir og ákvæði sem breytir útkalls- fyrirkomulagi þegar breytt er um vakt með viku fyrirvara og hins vegar fyrir sölu á vísindasjóði. Yfírvinnuprósenta okkar lækkar lítillega eða úr 1,0375 í 0,95. Þar sem grunnlaun hækka verulega mun yfírvinna ekki skerðast en hækkar þó ekki í sama hlutfalli og grunnlaunin. Að auki fá eingöngu ljósmæður í Ljósmæðrafélagi íslands 5% ofan á laun sín (launaflokkshækkun) sem tengt er hækkunum í stofnanasamningi. Nú þegar höfúm við skrifað undir nokkra stofnanasamninga og munu margar ljós- mæður fá launaflokkshækkun í byijun nóvember sem er afturvirk til 1. ágúst. Einhverjar ná því hins vegar ekki en þessi hækkun verður tryggð öllum og munum við í samninganefúdinni ganga frá því. Öll stéttarfélög sem samið hafa á árinu hafa fengið eftirfarandi og erum við engin undantekning frá því: Krónutöluhækkun, styrktarsjóðs- framlag, veikindadögum vegna bama hefur verið fjölgað úr 10 í 12ogávinnsla veikindaréttar flyst milli ríkisstofnana, sveitarfélaga og sjálfseignarstofúana (sjá 8. grein samningsins). Að jafnaði er hækkun ljósmóður í 100% starfi milli 70-90 þúsund mánað- arlega. Árangurinn Samninganefnd Ljósmæðrafélagsins gerði sér grein fyrir því á lokasprett- inum að málin voru komin í harðan hnút. Hvorki hafði gengið né rekið og báðar samninganefndir staðið fast á sínum kröfúm svo vikum skipti. Með það í huga kom miðlunartillaga ríkis- sáttasemjara fram á hárréttum tíma. A þeim tíma höfðum við þjóðfélagið með okkur. Samstaða ljósmæðra í hámarki og það er stór sigur. Við í samninganefndinni höfúm tekið þátt í ferli sem við munum búa að alla ævi. Þessi tími hefúr verið ævintýri líkastur. Forgangsröðun í lífinu gjör- breyttist á augabragði og fljótt vorum við ljósmæður orðnar þáttakendur í leikriti sem við höfðum aldrei æft. Fjöl- skyldan var að miklu leyti sett á pásu og dagamir flugu áfram á óraunverulegan hátt. Nú mánuði eftir að miðlunartillagan var samþykkt er lífið að komast í samt horf. Hver stund með bömunum og fjölskyldunni er gæðastund. Eg verð þó að segja fyrir mig að það er ekki laust við að ég sakni adrenalínsstundanna og spennunnar sem fylgt hefur síðustu mánuðum. I ljósi efnahagshruns þjóðarinnar getum við þakkað fyrir að hafa klárað kjarasamning við ríkið áður en ósköpin dundu yfir. Við sömdum samninginn sem allir vildu hafa náð. Nú em ljós- mæður fordæmi annarra. Ljósmœður mœttu vel á fundi félagsins- frískar sem ófrískar. Ljósmæðrablaðið desember 2008 21

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.