Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 24

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 24
Hippar án hátækni Ég er ein þeirra ljósmæðra sem útskrifuðust frá Háskóla Islands vorið 2008. Þegar líða tók að lokum námsins lá fyrir að nota nokkrar vikur til verk- náms annað hvort úti á landsbyggðinni eða erlendis. Þar sem Ina May Gaskin hafði hrifið mig uppúr skónum með bókum sínum Spiritual Midwifery og Guide to Childbirth ákvað ég að láta slag standa og falast eftir því að fara og kynna mér starfsemi hennar betur. Ég vissi að Ina May hafði komið hingað til lands fyrir nokkrum árum og haldið fyrirlestra á ráðstefnu Ljósmæðra- félagins og á vegum ljósmóðumáms- ins. Mér datt því í hug að nýta mér þau tengsl. Ekki stóð á svarinu; jú, ég var velkomin. Af stað varhaldið snemma í janúar. Til stóð að eyða næstu ijómm vikum með Inu May og ljósmæðrunum á The Farm í Tennessee við að skoða þá starfsemi sem þær hafa rekið með afar góðum árangri allt frá árinu 1971. Ég vissi í raun ekki mikið meira en ég hafði lesið í bókunum og á netinu, hafði reyndar hitt íslenska ljósmóður sem hafði farið á námskeið á The Fann. Hún gaf mér aðeins betri mynd af því sem ég ætti von á; að allir væra vinalegir og mjög afslappaðir, allir lifðu á grænmetisfæði og að fólkið þama legði ekki mikið upp úr veraldlegum efnum. Og það stóðst. Ég verð að segja að fólkið sem býr á búgarðinum er einstaklega brosmilt og glaðlynt. The Farm er í raun komm- úna þar sem lifað er eftir því kristilega inntaki að allir skuli hjálpast að. Húsin þeirra era ekki eins og húsin víðast í Bandríkjunum, heldur ólík hvert öðru. Mörg eru byggð ef litlum efnum, eftir því sem Ijárhagurinn leyfði og gjaman byggt við seinna. Mjög heimilisleg, hlýleg og þægileg hús. Þegar þess var farið á leit við mig að ég skrifaði þetta greinarkorn í blaðið okkar varð mér strax ljóst að æði margt kæmi til greina að íjalla um. Reyndar varð það svo að ég lenti nánast í vandræðum við að velja úr. Það er nefiiilega svo að útkoman hjá ljósmæðr- Árdís Kjartansdóttir Ijósmóðir í Hreiðrinu unum á The Farm er ákaflega góð, hvar sem gripið er niður. Ljósmæðumar sem nú starfa á ljós- mæðrastofunni þar era sex og hafa lengst af starfað saman. Þær starfa sjálfstætt en þó allar saman og sinna mismunandi verkefnum samhliða meðgönguvemd og fæðingaþjónustu. Þær konur sem þær sinna og hafa sinnt gegnum árin búa bæði á búgarðinum og í byggðarlögunum í kring. Þar á meðal er Amish-fólkið sem þær hafa sinnt í yfir 25 ár. Ég varð þeirrar fágætu ánægju aðnjótandi að fá að heimsækja Amish Qölskyldur með einni ljósmæðranna, en það er fremur fátítt að slíkt gerist þar sem þetta þjóðarbrot lifir í raun mjög einangrað innan um ameríkanana sem amishfólk kallar „english people” Sú reynsla væri í raun efni í heila grein — mjög fróðlegt, spennandi og óvænt. Einnig sinna ljósmæðurnar konum sem búa í öðrum ríkjum Bandaríkjanna og koma til að fæða hjá þeim. Að auki koma stundum konur utan úr heimi sem vilja fæða á náttúralegan hátt en búa við aðstæður þar sem það getur verið mjög erfitt. Ég varð einmitt vitni að fæðingu hjá hjónum sem komu alla leið frá Jakarta í Indónesíu til að fæða fram- burð sinn. Það var mér mjög merkileg reynsla. Ohætt er að segja að allt þeirra starf byggist á trú þeirra á náttúrana og getu konunnar til að ala af sér barn. Þær leggja afar mikla áherslu á andlega þátt- inn og vinna vel í að styrkja konuna og byggja upp jákvæða hugsun gagnvart meðgöngu og fæðingu. Fæðingin á í augum ljósmæðranna á The Farm að vera jákvæður og uppbyggjandi atburður sem styrkir konuna en ekki kvíðvæn- legur og niðurbrjótandi. Hjá þeim fæða stundum konur sem eiga að baki reynslu af dæmigerðri bandarískri spítalafæð- ingu oftast með tilheyrandi inngripum. Ljósmæðumar voru sammála um að það gæfi þeim mjög mikið að taka á móti bömum hjá þessum hópi kvenna. Konurnar standa uppi sem stoltir sigur- vegarar með jákvætt viðhorf gagnvart sjálfri sér og kvenleika sínum. Þær vora sammála um að fátt styrkti konur meira en að komast í gegnum fæðingu, alveg sjálfar á allra inngripa, sérstaklega þegar þær hafa áður reynt annað. Markmiðið er ekki sársaukalausar fæðingar, heldur fæðing þar sem konan tekst á við sársaukann með reisn og innri ró. Hverfur inn í sig og uppgötvar leyndardóma og tilgang fæðingarinnar. Öðlast skilning á henni. Konur sem fæða á The Farm vita að fæðing getur verið sársaukafull, en líka að hún getur verið algleymiskennd (ecstatic) eða jafnvel að konurnar fái fúllnægingu! (Gaskin, 2003). „Umfram allt, hvort sem þær upplifa fæðinguna sársaukafulla eður ei, finnst konunum útvíkkunar- tímabilið og fæðingin ákaflega eflandi ferðalag (tremendously empowering passage)” (Gaskin, 2003:xiii). Ljós- mæðumar leggja því mikið upp úr meðgönguverndinni og gefa konunum góðan tíma. Mér fannst ég upplifa mjög sterkt hvemig konumar virtust opna sig og ræða og spyrja um órúlegustu hluti, einmitt þegar klíníska hluta skoðunar- innar, hinum reglubundnu mælingum og athugunum lauk. Þetta er akkúrat tímapunkturinn þegar konurnar hér á íslandi era að fara heim, vitandi að tíminn þeirra er búinn. Ég verð að segja að þetta vakti mig verulega til umhugs- 24 Ljósmæðrablaðið desember 2008

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.