Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 26

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 26
Yfirsetan er mjög mikilvægur þáttur í að aðstoða konu gegnum fæðinguna, það vitum við. Hjá ljósmæðrunum á The Farm gegnir yfirsetan og sambandið við konuna stóru hlutverki. Eg sá það sjálf hve traust foreldranna og gott samband ljósmóður og skjólstæðinga hefur mikið að segja, hjá hjónunum frá Indónesíu. Hvemig Pamela og Ina May sátu á rúmstokknum, héldu í höndina á konunni þegar hún var alveg að gefast upp, horfðu djúpt í augun á henni og fylltu hana sjálfstrausti. Trausti á að hún gæti þetta. Þessi fæðing var fyrir margar sakir merkileg, ekki hvað síst að konan rembdist aktívt í sex klukkustundir. Þegar þrjár stundir voru Iiðnar vildu ljósmæðurnar fara með hana á spít- alann en konan vildi alls ekki fara, bað alltaf um smá stund í viðbót. Hjart- sláttur bamsins var alltaf góður, lífs- mörk konunnar fín og legvatnið tært, þannig að hún fékk tækifæri áfram. Þegar við vomm svo að aðstoða hana við að standa upp til að fara út í bíl og á spítalann - eftir allan þennan remb- ing, fæðist höfuðið allt í einu með því sem hlýtur að vera „fetal ejection response” fíght or flight viðbragðið sem fæðingalæknirinn Michael Odent hefur fjallað um (Lothian, 2004). Við vorum allar sammála um að ekki væri hægt að skýra þetta öðruvísi. Það var alveg magnað að sjá því kollurinn hafði ekki Ardís, Ina May, Pamela og Mimi doula eftir vel heppnaða fœðingu James Tennesson. haggast niður fyrir +2 við spina síðustu klukkustundirnar. Og konan fékk ósk sína uppfyllta; að fæða án áhalda eða keisaraskurðar. Konan sjálf talaði um það eftir fæðinguna hvað andlegi stuðn- ingurinn hefði skipt gífúrlegu máli. Hún sagði að hún hefði ábyggilega aldrei getað þetta án ljósmæðranna. Fannst gott hvernig þær horfðu djúpt í augu hennar, héldu í höndina á henni, gáfú henni nudd og hvöttu með ráðum og dáð. Til gamans má geta þess að dreng- urinn fékk nafnið James Tenneson. Hjónin voru mjög hrifin af sonar- og dóttur kerfínu íslenska og Tenneson er því „sonur Tennessee” til heiðurs mér og íslenskum ljósmæðrum, þau vom nefnilega ákafíega hrifín af því að á íslandi væm ljósmæður til staðar í öllum fæðingum. Eins og ég kom inná í byrjun er svo ótal ótal margt sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa til baka til þessa tíma sem ég fékk að dvelja á The Farm og fylgjast með störfum þeirra fæm ljós- mæðra sem þar starfa. Það var mér mikill lærdómur að dvelja með þeim, læra af þeim sem og fá að fræðast um og upplifa það umhverfí ljósmæður í Bandaríkjum nútímans starfa í. Eg lærði ýmislegt hagnýtt sem ég nota í starfí mínu sem ljósmóðir. Ekki hvað síst að virða sambandið við skjólstæðingana og hve tíminn er stór þáttur í góðri útkomu fæðinga og upplifun konunnar. Hvort heldur um er að ræða rúman tíma í mæðravernd eða allan þann tíma sem kona þarf fyrir yfírsetu. Heimildir: Fine, S. (ódagsett). Interview with Ina May Gaskin. Ecomall. Skoðað á: http://www. ecomall.com/greenshopping/inamay.htm Þann 3. maí 2008 Gaskin, I. M. (2008) Munnleg heimild. Janúar 2008. Gaskin, I. M. (2002). Spirítual Midwifeiy (5.útg). Summertown: Book Publishing Company. Gaskin, I. M. (2003). Ina May's Guide to Childbirth. New York: Bantam Dell. Lothian, J. A. (2004). Do Not Disturb: The Import- ance of Privacy in Labor. Journal of Perinatal Education /3(3). Skoðað á: www.google.com þann 9. nóvember 2008. Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan sólarhringinn. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.