Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2008, Síða 30

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2008, Síða 30
Að láta drauminn um að verða Ijósmóðir og búa erlendis rætast Viðtal við Birgittu Níelsdóttur Getur þú sagt mér aóeins frá bak- grunni þínum? Eg er Dalvíkingur að uppruna, fædd 1970 og er gift Gunnari Gunnarssyni vélfræðingi, við eigum við tvö böm, Jennýju fædda 1993 og Hauk fæddan 1999. Ég lauk prófi í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri 1998 og starfaði við hjúkrun eftir það. I janúar síðastliðnum lauk ég síðan námi í ljós- móðurfræðum frá háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Árið 2001 hóf ég störf á kvennadeild Sjúkrahússins á Akureyri (FSA). Það var eiginlega bara tilviljun sem réði því að ég hóf störf þar. Ég gat alveg eins hugsað mér að fara á skurðstofumar en valdi Kvennadeildina. Það hafði blundað í mér áhugi á meðgöngu og fæðingu síðan ég var unglingur og las bókina Vetrarbörn eftir Trier Mörch. Þessa bók las ég mörgum sinnum og það var eitthvað sem heillaði mig við þennan heim kvenna og bameigna. Þegar ég svo hóf störf á Kvennadeild- inni fékk ég tækifæri til að kynnast bameignaferlinu ásamt því að sinna þeim konum sem lágu inni vegna ýmissa kvensjúkdóma. Starfið var fjöl- breytt og skemmtilegt og oft aðstoðaði Birgitta eftir vel heppnaða œftngafceðingu. ég við fæðingar og sinnti bæði sæng- urkonum og þeim sem lágu inni á meðgöngu. Þá kviknaði áhugi minn á ljósmæðrastarfinu að nýju og ég fann líka að mig vantaði þekkingu þegar ég var að sinna þessum konum. Og eftir fimm ára starf á deildinni og miklar pælingar fram og til baka tók ég loks þá ákvörðun að drífa mig í námið. Aó Itverju valdir þú aó læra Ijós- móðurfrœði erlendis? Við hjónin höfðurn lengi átt þann draum að prufa að búa erlendis í einhvem tíma. Þegar ég svo hafði ákveðið að drífa mig í námið og við stóðum frammi fyrir því að vilja frekar flytja til Reykjavíkur í stað þess að ég færi í fjarnám, kom upp þessi hugmynd. “því ekki að taka skrefið til fulls og láta drauminn um útlandavistina rætast um leið og ég menntaði mig“. Ég l'ékk líka ákaflega mikla hvatningu frá fólki innan stéttarinnar sem ég ræddi við um þessa hugmynd mína um nám erlendis. Má þar nefna Ólöfu Ástu Ólafsdóttur, námsstjóra í ljósmóðurfræðum við HI Alexander Smárason yfirlækni á FSA og Sigfríði lngu Karlsdóttur ljósmóður á FSA. Öll hvöttu þau mig eindregið til að láta slag standa, það væri ljós- móðurstéttinni bara til góðs að fá inn fólk í stéttina með önnur sjónarhom og áherslur en tíðkast hér á landi.Eftir að hafa kannað ýmsa möguleika sendi ég umsókn til þriggja skóla í Svíþjóð ásamt því að eiga umsókn líka við HI. Ég var svo heppin að fá inni á öllum íjórum stöðunum og í samráði við fjöl- skylduna valdi ég að fara til Svíþjóðar. Ilvar lœröir þú Ijósmóöurfrœöi og Itvernig var námiö uppbyggt? Ég endaði sem sagt í háskólanum í Lundi. Lundur er um það bil 100.000 manna borg í suður Svíþjóð í næsta nágrenni við Malmö og aðeins um það bil 40 km frá Kastrupflugvelli í Kaup- mannahöfn. Námið er, held ég, byggt upp á svipaðan hátt og hér heima. Inntökuskilyrði eru að maður hafi lokið hjúkrunarfræði og unnið við hjúkrun í að minnsta kosti eitt ár. Ljós- mæðranámið var 60 einingar, kennt á þremur önnum og skiptist í bóklegt og verklegt. Ég lenti í síðasta bekknum sem les eftir þessu 60 eininga kerfi þar sem verið var að aðlaga námið að svo kölluðu Bolognia samkomulagi sem felur í sér að háskólar í Evrópu eru að reyna samhæfa einingakerfin til að auðvelda fólki að fara á milli landa í nám. Nú er því ljósmóðumámið í Svíþjóð 90 háskólaeiningar. En minn bekkur fékk að velja hvort við bættum við okkur einingum til að ná þessu sama og við vorum tvær sem létum okkur hafa það. Kennt var í lotum. Við tókum eitt til tvö fög í einu og lukum þeim svo annað hvort með prófi eða verkefnum. Okkur var í upphafi skipt í fimm til sjö manna hópa og þessi hópur (basgrupp) hélt svo saman námið út. Við unnum ýmis verkefni saman og kynntum fyrir hinum hópunum á svo kölluðum seminarium. Þetta var þvi mjög mikið sjálfsnám eða þannig að við þurftum sjálfar (í hópunum) að afla okkur þekkingar með því að leita og lesa í bókum og ýmsum öðrum heim- ildum. Fyrirlestrar og verklegar æfingar voru líka hluti af náminu þannig að þetta var mjög blandað. Og svo var náttúrlega verknámið. Á fyrstu önninni var það mæðravemdin, á annarri- önn fæðingadeildin, sængurlegan og meðgöngudeildin. Á þriðju önn var meira verknám á fæðingadeild og 1 mæðravemd. Við fáum ekki laun meðan á verknámi stendur eins og tiðkast her heima. Mér finnst munurinn aðalega felast í því að Svíar kenna miklu meira um getnaðarvarnir. Enda hafa ljósmæður i Svíþjóð réttindi til þess að skrifa lyfseðla fyrir getnaðarvörnum. Við þurftum þvl að skila 30 stundum í ráðleggingum og fleiru sem viðkom þessu. Þar meö 30 Ljósmæðrablaðið desember 2008

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.