Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 31

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 31
talið að taka frumusýni frá leghálsi, setja upp lykkjur og æfa ráðgjöf um getnaðarvamir og skrifa lyfseðla. Allt þetta er gert á mæðravemdarmið- stöðvum (mödravárdcentral) þar sem ljósmæður vinna mjög sjálfstætt. Þar sinna þær mæðravernd, eftirskoðunum eftir fæðingar og öllu sem við kemur getnaðarvömunum ásamt ýmsu fleiru. Konur leita mikið á þessar stöðvar með ýmislegt er við kemur kvenlíffærunum rn.a. verkjum og kynsjúkdómum. Það sem ljósmæður síðan ekki treysta sér til að sinna senda þær áfram annað hvort til læknis eða á bráðamóttöku. Allt eftir eðli vandans. Hvaða kosti sérð þii við að lœra að verða Ijósmóðir erlendis? Það er kannski erfitt að segja til um það. Líklega er þó stærsti kosturinn sá að maður getur vonandi tekið með sér einhverjar aðrar starfsaðferðir og miðlað til kollega hér heima. Þetta hlýtur að auka fjölbreytnina í starfinu og fá fólk til að skoða, vega og meta og síðan velja það sem maður heldur að sé best til að ná árangri í starfinu. Fyrir mig persónulega var ávinningurinn aukin víðsýni og sjálfstraust. Ég kunni nánast enga sænsku þegar ég kom út. Þetta var því ekki alltaf auðvelt en í gegnum þetta fór ég með dyggum stuðningi maka og bama. Yfir því get ég verið stolt. Og fyrir mig sem alin er upp á litlum stað úti á landi var afar lærdómsríkt að starfa svo á stað eins og Malmö sem hefur gríðarlegan fjölda innllytjenda. Þar •nætti ég mörgurn ólíkum menningar- heimum og maður lærði að takast á við fordóma og ranghugmyndir hjá sjálfum sér. Það var t.d. ekki óvanalegt að vera með konu í fæðingu sem gat hvorki tjáð sig á sænsku né ensku. Þá var það tákn- ntálið og líkamstjáningin sem gilti. Hvernig hefur þér fundist að vinna xent ijósmóðir eftir að þú útskrifaðist? Það hefur verið afar lærdóms- ríkt og skemmtilegt. Ég hóf störf á fæðingadeildinni í Malmö fljótlega eftir útskrift. Þar er mikill erill og hraði °g hvert fæðingametið af öðru slegið undanfama mánuði. í júlímánuði voru Jólakveðja til Ijósmæðra og fjölskyldna þeirra Heilbrígðisstofnun Siglufirði rúmlega 430 fæðingar og höfðu fram að því aldrei verið eins margar fæðingar á einum mánuði á deildinni. Mér fannst kvíðvænlegt að hella mér út í fæðinga- hlutann strax eftir útskrift. Það er nátt- úrlega svo mikil bráðastarfseini tengd því. En að sama skapi held ég að ég hafí gert rétt... best að drífa sig strax í djúpu laugina og læra bjarga sér. Það var afar vel haldið utan um okkur sem nýjar vorum. Þó að aðlögun með vana ljós- móður sér við hlið væri ekki nema rétt rúm vika hafði maður alltaf aðgang að einhverjum til að leita ráða hjá og maður fann að þær vönu fýlgdust með okkui úr fjarlægð. Þær gáfu ráð og ræddu hluti á jákvæðan og uppbyggilegan hátt og ef að maður hafði verið með erfiða fæðingu fékk maður tækifæri til að fara í gegnum það með þeim vönu. Lækn- amir voru líka allir mjög almennilegir að gera og hvernig bregðast þurfti við í hinum ólíku aðsæðum. Voru oft skref- inu á undan manni hreinlega. Magnað fannst mér. Deildin var öll nýuppgerð og afar tæknileg í alla staði. Öll monitorrit sáust t.d. á stórum skjáum frammi á vakt. Það var kapítuli út af fyrir sig að læra á alla tæknina. En allt kom þetta með tíð og tíma. Nú er ég svo komin aftur hingað á litlu góðu Akureyri og minn gamla vinnustað kvennadeild FSA. Þetta em náttúrlega afar ólíkir heimar. Fjöldi fæðinga hér á ári er bara 1/10 af fjöldanum í Malmö. Hér fær maður aftur á móti heildar- myndina, fæðingu og sængurlegu á meðan í Malmö stoppa konumar bara fjóra tíma á fæðingadeildinni eftir fæðinguna en flytjast svo annað hvort á sjúklingahótel eða sængurkvennadeild. / Svíþjóð er líka kemit að sauma í hjörtu. og tóku ftillt tillit til þess að maður var nýr og óreyndur. Ég upplifði gott samstarf við þá. Á deildinni vinna lika sjúkrahðar og við vinnum í pörum með þeim. Einn sjúkraliði og ein ljósmóðir sjá um hverja konu Sjúkraliðamir vinna mikið og gott starf. Þær aðstoða við fæðingamar og þær vönustu vom eiginlega þannig að maður þurfti oftast ekki að segja neitt þær voru með það á hreinu hvað þurfti Jólakveðja til Ijósmæðra og fjölskyldna þeirra Innheimtustofnun Sveitafélaga Hér getur maður hins vegar upplifað að sinna konu á meðgöngu, taka á móti hjá henni og sinna henni svo í sængurleg- unni. Það finnst mér jákvætt og spenn- andi. Maður á mikð eftir ólært, er bara rétt að byrja og það er það skemmtilega við starfið, inaður hittir ólíkar persónur og er sífellt að læra eitthvað nýtt. Viðtalið tók Sigfríðitr Inga Karls- dóttir, ijósmóðir á Akureyri Jólakveðja til Ijósmæðra og fjölskyldna þeirra St. Fanciskusspítalinn Stykkishólmi

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.