Einherji


Einherji - 30.11.1962, Page 1

Einherji - 30.11.1962, Page 1
★ Samvinnufé- löginskapa sann- virði á vöru og j auka öryggihvers byggðarlags. ★ Gangið í sam- vinnufélögin. ★ Verzlið við samvinnufélögin. Blaö Framsóknarmanna í Norðurlandskjördœmi vestra. ý Samvinnan skapar betn ufs- 12. tölublað. Föstudaginn 30. nóvember 1962. 31. árgangur. kjör. Bœjarmál Sigluffjarðar Frá síðasta bæjarstjórnarfundi NiMagning SIGLO-síldar ★ STAÐARUPPBÓT KENNABA Fyrir fundinum lá erindi frá kennurum gagnfræðaskólans og barnaskólans um að þeim yrði greidd staðaruppbót sem nem- ur á mánuði kr. 750,00 á kenn- ara og kr. 1.000,00 til slcóla- stjóranna skólaárið 1962—63. Erindi þetta hafði verið lagt fyrir fræðsluráð sem mælti sam liljóða með því, til bæjarstjórn- ar. 1 bæjarráði var mál þetta tekið fyrir 8. nóv. sl., og þar var því frestað á þeim forsend- um, að rétt væri að leita upp- lýsinga og samráðs stjórnar samtaka kaupstaðanna á Norður Austur- og Vesturlandi áður en bæjarráð tæki afstöðu til þess. Þótt liðið væri um hálfur mánuður frá því að bæjarráð hafði málið til meðferðar og þar til það kom fyrir bæjar- stjórn, liafði hvorki reglulegum bæjarstjóra eða settum bæjar- stjóra unnist tími til af afla þeirra upplýsinga, sem bæjar- ráð byggði frestun sína á. Bæj- arfulltrúar Framsóknarflokks- ins spurðust fyrir um það, hve- nær þessara upplýsinga væri að vænta, en við þeirri fyrir- spurn fengust engin ákveðin svör. Þá lögðu bæjarfulltrúar Frasóknarfl. fram tillögu á fundinum um að gengið yrði að óskum kennaranna og bentu meðal annrs á, að Isafjarðar- kaupstaður hefði þegar greitt sinum kennurum staðaruppbót og næsti kaupstaður við Siglu- fjörð, Ólafsfjörður, væri þegar byrjaður á því sama. Þessir kaupstaðir hefðu ekki séð á- stæðu til að leita álits stjórnar umræddra kaupstaðasambanda áður en þeir tóku ákvörðun um mál sinna kennara, hér væru viðhöfð önnur vinnubrögð Bæjarstjóri lagði til að mál- inu yrði enn frestað á sömu forsendum og áður, og var sú frestun samþykkt 'af fulltrúum Sjálfstæðis og Alþýðuflokksins, og verða því kennararnir enn að bíða í óvissu um afgreiðslu málsins. Eru þessi vinnubrögð bæjarstjóra og meirihlutans ó- eðlileg, því vissulega eiga kenn- arar heimtingu á að launamál þeirra séu afgreidd frá bæjar- stjórn eins og önnur mál. ★ AÐSTOÐ VIÐ BÁTAKAUP Oddur V.agn Hjálmarsson, Haukur Jónasson og Hannes Oddsson, fara fram á að fá kr. 150.000,00 af fé á biðreikningi hjá ríkissjóði, til kaupa á rúml. 20 tonna nýsmíðuðum fiski- báti. Svohljóðandi tillaga kom fram í bæjarráði: „Bæjarráð mælir eindregið með þvi við Úthlutanarnefnd alvinnuaukningarfjár, að Oddi Nýr bústjóri Árni Th. Árnason, búfræð- ingur, hefur verið ráðinn bú- stjóri við Hólsbúið frá n.k. áramótum. Ámi hefur starf- að við búið sl. 10 ár. Ein- herji óskar honum alira heilla með þetta ábyrgðar- miklstarf. V. Hjálmarssyni og félögum verði veittar kr. 150.000,00 af atvinnuaukingafé 1963, til kaupa á rúmlega 20 tonna nýsmíðuð- um fiskibáti.“ 1 bæjarráði var frestað að taka ákvörðun um tillöguna og erindinu vísað til útgerðar- nefndar. Útgerðarnefnd hafði ekki afgreitt málið. Fulltrúar Framsóknarflokksins tóku upp tillöguna og var hún samþykkt með 7 atkv. samhljóða. ★ INNRIIIÖFNTN 1 fundargerð hafnarnefndar frá 6. nóv. sl., var lagður fram verksamningur milli hafnarsjóðs og eigenda Bjarnarins, í sam- ræmi við bæjarstjórnarsamþ. þar um. Samkv. samningum skal Björninn moka upp ca. 10 þús. rúmm. og dæla sem fyll- ingu inn fyrir þil Innri-hafnar- inar. Greiðsla fyrir verkið er kr. 30,00 pr. rúmm. fyllingar, komnum inn fyrir þil. Helm- ingurinn greiðist eftir hend- inni, jafnóðum og verkið vinnst en verktakar veita gjaldfrest að hálfu til 1. júní 1963. Verktak- ar munu hefja starfið fljótlega, þegar nauðsynlegum undirbún- ingi er lokið og er ætlunin að ljúka verkinu sem fyrst. ★ ÖUDUBRJÖTURINN Eins og frá hefur verið skýrt, skeði það slys á öldubrjótnum 9. nóv. sl., að þekja hans brotn- aði undan uppskipunakrana S.R., með þeim afleiðingum að kranastjórinn, Jón Kr. Jónsson, ristar- og öklabrotnaði. Kran- (Framhald á 2. síðu) Unnið að niðurlagningu „SIGLO“-síldaj Niurilagnitigaverksm. S.R. hóf starfrækslu að nýju 18. okt. sl. Þar starfa nú 17 stúlkur og 5 karlmenn. Verk- smiðjustjóri er Ólafur Jóns- son. Gert er ráð fyrir að vinna í vetur úr 1700—1800 tunnum síldar. Vörumerki verksmiðjunnar er „SIG L 0“. Hvort er réttara? I „Siglfirðingi“ 5. nóv. sl. kemur glöggt í ljós að ritarar blaðsins eru mun kumiugri og hafa meiri á- huga á liðinni tíð, og þá einkum mistökum og meðal- mennsku einstaklinga á liðmun öldum, en stórmálum nútíðar og þörf framtíðar. En þeir „Bjöm úr Mörk“ og „Sigurður bóndi á Þurrkstöðum“ em nú helztu haldreipi blaðsins og ritstýra því að mestu. I Sigurðarþönkunum skammast höfundur yfir því að Framsóknarm. skuli lialda því fram, að stjómar- stefnan sé röng og leiði til versnandi lífsafkomu hinna vinnandi stétta, og segir síðan að ef menn nenni að kynna sér ástandið, komi í ljós, að afkoma hafi aldrei verið betri. Nú vill svo til, að nokkra áður en þetta birtist í Siglfirðingi, lýsa aðrir áhrif- um stjórnarstefnunnar og áhrifum hennar á „batn- andi afkomu“ hinna vinnandi stétta, en sú lýsing er þannig: „ — Reynslan hefur leitt í ljós, að þróun efna- hagsmála þjóðarinnar udanfarin ár hefir í liöfuðat- riðum verið ANDSTÆÐ HAGSMUNUM LAUN- j ÞEGA, OG HEFUR LEITT TIL TILFINNAN- LEGRAR KJARASKERÐINGAR, sem launþegar hafa neyðzt til að hamla á móti með stöðugt lengri vinnutíma, en sú óheillaþróun er algjörlega and- stæð þeirri marg yfirlýstu stefnu verkalýðssamtak- anna, að 8 stmida vinnudagur eigi að tryggja laun- þegunum lífvænlega afkomu — “ Hver haldið þið að segi þetta? 17. þing Alþýðusambands Vestfjarða samþ. þetta mótatkvæðalaust. Vestfirðingarnir em þannig sam- mála „Einherja“ og „Degi“, en ekki „Siglfirðingi“. Hvort haldið þið að sé réttara, það sem Vestfirð- ingamir segja, eða Sigurðarmál í „Siglfirðingi?“ Svari hver fyrir sig. SKIÐALANDSGANGAN SIGLITRÐINGAR SIGRA ! ANNAÐ SINN 1 ÁRSLOK 1961 skipaði stjórn Skíðasambands Islands (SKl) þá Stefán Kristjánsson, Sigur- geir Guðmannsson og Þorstein Einarsson til þess að hrinda í framkvæmd annarri landsgöngu SKl. Hin fyrsta landsganga fór fiam á útmánuðum 1957. Tímabil landsgöngunnar 1962 var ákveðið 3. febr.—23. apríl. Skyldi, sem í hinni fyrri, ganga 4 km í einni lotu án tímatak- mörkunar. Landssmiðjan í Reykjavík og Þ. Jónsson og Co í Reykjavík gáfu verðlaun til keppninnar, sem voru silfurbúin smáskíði. Skyldi annað skíðið afhendast stjórn íþróttabandalags þess kaupstaðar, sem næði beztri þátttöku miðað við íbúafjölda eins og hann var á manntali 1961. Hitt skíðið skyldi stjórn þess héraðssambands í sýslu hljóta, sem ætti hæsta þátttöku reiknaða á sama hátt. Þrátt fyrir snjóleysi og veik- indi hefur komið í ljós, að gengið var á nær 100 stöðum á landinu og þátttaka verið furðu almenn. Alls gengu 15738 lands- menn 1 einstökum byggðalög- um, t.d. Siglufirði, Húsavík, Ólafsfirði og Seyðisfirði, og í mörgum sveitum, t.d. í Suður- Þingeyjarsýslu og á Hólsfjöll- um, færði keppnin með sér þau áhrif, að almenningur flykktist út á skíðaslóðirnar til þess að 'ganga 4 km og til áframhald- andi skíðaiðkana. Heildarúrslit keppninnar urðu þessi: Kaupstaðir: alls Siglufjörður Húsavík ........ Seyðisfjörður Sauðárkrókur .. Neskaupstaður .. Akureyri ....... Isafjörður ..... Reykjavík ...... (Framhald á gengu eða 1564 59,6% 912 57,5% 388 52,6% 286 23,0% 328 22,1% 1601 17,9% 459 17,1% 2894 4,0% 6. síðu)

x

Einherji

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.