Freyr

Årgang

Freyr - 01.08.1935, Side 7

Freyr - 01.08.1935, Side 7
FREYE 21 uppskeran verður í ár, er fyrst hægt að gera ráðstafanir til þess að auka hana nægilega á næsta ári. Næsta sumar verður kartöfluuppskeran að nema 90 þús. tn. og jafnframt þarf stór- lega að auka ræktun annara garðjurta. Minni vöxtur kartöfluuppskerunnar er engin veruleg lausn á þessu máli, enda get- ur þetta verið auðvelt og létt, ef rétt er að farið. Að vetri verður að taka mál þetta föst-- um tökum. Þá verður að undirbúa aukna ræktun um land allt. Sú ræktun verður að- allega að gerast með þrennu móti. í fyrsta lagi verður að stefna að því, að hvert býli landsins, þar sem sæmileg skil- yrði eru til garðræktar, rækti minnst 1 tn. af kartöflum fyrir hvern heimilismann til eigin nota, auk annara garðjurta. I öðru lagi eiga þeir bændur, sem hafa góð náttúruskilyrði til garðræktar, og þar sem jafnframt aðstaða til markaðar í kaupstöðum og kauptúnum er sæmileg, að auka kartöfluræktunina það mikið, að þeir geti selt frá búum sínum til muna meira en þeir gera nú. í þriðja lagi þurfa íbúar ýmsra kaup- túna og kaupstaða að efla ræktun garð- jurta, getur það víða orðið góð búbót, þar sem atvinna er lítil eða jafnvel engin. Að lokum þarf svo sennilega sumstaðar að stofna til samvinnufélagsskapar um ræktun kartaflna og jafnvel fleiri garð- jurta. Þetta á að gera einungis þar sem náttúruskilyrði eru hin ákjósanlegustu og jafnframt ekki of erfitt að koma kartöfl- um til Reykjavíkur, þar sem vitanlega er langstærsti kartöflumarkaður landsins. Allur undirbúningur verður að byggj- ast á fullum skilningi. Það verður að sjá fyrir nægilegu og góðu útsæði næsta vor og tryggja það, að menn geti fengið það við sæmilegu verði. Alþingi verður með löggjöf að koma fullu skipulagi á verzlun með kartöflur og tryggja framleiðendum markaðinn. Þá verður að sjá um, að nægar og góðar geymslur verði til, þar sem hentugast er. Þá verður að meta kartöflur, svo að neyt- endum sé tryggð góð vara. Þetta, ásamt mörgu fleiru, hlýtur að verða löggjafar- atriði, og skal ekki frekar út í það farið hér. Hreppabúnaðarfélögin, Búnaðarsam- böndin og Búnaðarfélag Islands eiga að beita sér fyrir framkvæmdum, með atbeina landbúnaðarráðuneytisins. Ef allir þessir aðilar leggðust á eitt í þessu máli, er full- víst, að mikill árangur mundi nást. Eg hefi hreyft þessu máli nú í hinu nýja búnaðarblaði, til þess að vekja bændur til athugunar á því, að hér er verk óunnið, sem þörf er á að fram- kvæma nú strax, og að sterk hreyfing verður vakin um málið. Eg vil leyfa mér að skora á alla bændur landsins að beita áhrifum sínum og félagslegum samtökum til þess að hrinda þessu áleiðis. Búnaðar- félag íslands vill beita sínum áhrifum til hins ítrasta, svo að árangur megi af verða. Steingr. Steinþórsson. Duke of York. Nýjar kartöflur fyrir Jónsmessu. Það var siður áður, a. m. k. á Suður- landi, að fara að „gá undir“ í kartöflu- görðunum um miðjan ágústmánuð; því fyrr þýddi það varla, meðan ekki þekktust önnur kartöfluafbrigði en hin gömlu „ís- lenzku“, hvítu og bleikrauðu. Svo fóru nýju ensku afbrigðin að breiðast út og þau reyndust það fljótvaxnari en hin, að þá var farið að gá undir um miðjan júlí og það oft með góðum árangri. Þetta var þýð- ingarmikið, að geta fengið nýjar kartöfl-

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.