Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1935, Síða 10

Freyr - 01.08.1935, Síða 10
24 F R E Y R hét BúSi, undan Flóru í Búð og Fells. Það er því bróðir kúnna. Einn kálfurinn er und- an Fells. Undan Búða hafa fæðzt 156 kálfar í Þykkvabænum. Af þeim eru 76 undan hon- um og systrum hans. Það hefði átt að fæð- ast áttundi hver kálfur vanskapaður, en hafa orðið einum fleiri eða 11 í stað 9 til 10, sem búast mátti við eftir erfðalögmál- inu. Er slíkt tilviljun ein, sem engu breytir. Dæmi þetta er ákaflega ljóst. Fells hefir haft eiginleikann frá öðru foreldri sínu. Annar hvor kálfur undan honum fær hann, þar á meðal Búði. Þegar hann svo aftur er notaður á dætur sínar, þá sameinast í átt- unda hverju tilfelli eiginleikinn frá honum og mæðrunum og eiginleikinn kemur fram. Að eiginleikinn hafði borizt með Fells í Þykkvabæinn var ljóst eftir rannsóknir mínar þar, en hvaðan hafði Fells hann? Hann var keyptur frá Fjalli á Skeiðum, því að þar hafa til langs tíma verið mjólk- urháar kýr. Á Skeiðunum hafði eg aldrei heyrt talað um, að fæddust vanskap- aðir kálfar, en það gat verið fyrir því. Eg fór því að rannsaka ætt Fells. Móðir hans hét Flóra, en faðir Brandur IV. Foreldrar Flóru voru Brynja og Ljótur, en Brands IV. Laufa og Ljótur. Annars má rekja ættina í 5. og 6. lið, en það hefir í þessu sambandi ekki þýðingu að birta hana hér. Einungis má geta þess, að það eru góðar kýr í ættinni, enda reynast dætur Fells vel yfirleitt. Þegar eg nú fyrir nokkru var á sýningu á Skeiðunum, sagði eg þeim frá því, að það væri enginn vafi að í einhverj- um kúm þar væri hulinn vísir til erfða- galla, sem, þegar kálfurinn fengi hann frá báðum foreldrum, orsakaði vanskapning. Eg lýsti vanskapnaðinum og spurði, hvort þeir myndi ekki eftir því, að slíkir kálfar

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.