Freyr

Volume

Freyr - 01.08.1935, Page 11

Freyr - 01.08.1935, Page 11
FEEYR 25 hefðu fæðzt þar. Þeir mundu það vel, og Eiríkur í Vorsabæ hafði rannsakað þá nokkuð, og bar lýsing hans á þeim saman við lýsing mína. En það voru nokkur ár síðan. En undan einu nauti, sem notað var í tvo vetur, komu 15 vanskapaðir kálfar. Og nautið var Brandur IV., faðir Fells. Var þá upplýst, hvaðan Fells hafði fengið eiginleikann. Og kýrnar, sem áttu kálf- ana, voru flestar eða allar dætur Ljóts. Þar með var líka upplýst, hvaðan Brandur IV. hafði fengið hann, og hvers vegna kálf- arnir á Skeiðunum urðu vanskapaðir und- an dætrum Ljóts og Brandi IV. En hvaðan Ljótur hafi fengið hann verður ekki upplýst nú. Til þess er of langt liðið og of lítið eftir að fara. En gamlir Skeiðamenn muna eftir ein- staka vansköpuðum kálfum áður. Þeir voru skoðaðir sem sérstök fyrirbrigði, og ekkert frekar um það hugsað. Eiginleik- inn hefir því verið til á Skeiðum áður, en ekkert verður um það sagt, hve almennur hann hefir verið né hve almennur hann er nú. Þessi galli er mjög bagalegur, bæði af því að kúnum gengur yfirleitt illa að kom- ast frá kálfunum og þeir eru ekki til lífs. Raunar hefir það hjálpað nokkuð, að meiri hluti kálfanna ber öfugt að, svo það verður afturfótafæðing, en frá sumum þeim, sem rétt hafa borið að, hafa kýrnar alls ekki komizt, en aðra hefir orðið að lima frá þeim. Hins vegar eru í þessu kyni margar mjög góðar kýr, sem ógjarn- an mega missa sig úr kynbótastarfinu. Nokkur naut eru þá líka til nú, sem geta haft eiginleikann, og allar dætur Ljóts, — sem að vísu eru nú orðnar fáar eftir, — Brands IV., Fells og Búða geta haft hann. Hann getur því verið meira eða minna út- breiddur og víðar en maður veit, því af Skeiðunum hafa verið seldir margir naut- gripir og naut þaðan notuð til kynbóta. Þess vegna þurfa menn að vera á verði. Eins fljótt og mögulegt er á að nota naut- in á systur sínar eða dætur, til að sjá hvort þau hafi gallann. Sýni hann sig á ekki að nota þau áfram. En þau, sem hafa hann ekki, ber vitanlega að nota, eins og önnur naut, unz reynsla fæst á, hvernig þau eru. Engin ástæða er til þess að vera hrædd- ur við alla nautgripi ættaða úr Þykkvabæ eða af Skeiðum. Síður en svo. Þar eru margar góðar og ágætar kýr, og sjálfsagt ekki nema fæztar þeirra, sem hafa gallann. En um nautin þurfum við sem fyrst að fá að vita, hvort þau hafa gallann eða ekki. Munið því að rannsaka það eins fljótt og hægt er. Þetta er fyrsti erfðagallinn, sem vís- indalega liggja fyrir sannanir um að sé í okkar kúm. Vafalaust eru þeir miklu fleiri. Eg tel alveg víst, þó eg geti ekki enn sannað það eins og þetta, að fláttan, spena- byggingin, sem gerir kýrnar lekar, eigin- leikinn, sem gerir að menn sjá ekki hvenær kýrin er yxna o. fl., erfist á sama hátt. Suma þessa eiginleika má nokkuð sjá, þó að þeir hafi ekki komið nema frá öðru for- eldri, en ekki með vissu. Því sker reynsl- an ein úr því oft og einatt, hvort þessir gallar séu til staðar eða ekki. Bændur þurfa því líka að hafa þá í huga. Skoða kálfana strax nýfædda og athuga, hvort þeir eru fláttur eða hvort þeir hafi spena- byggingu til að verða lekir. Hafi þeir það segja þeir frá því, að faðirinn og móðirin hafi þessa galla hulda, og þegar það kemur í ljós, ber vel að athuga hvað gera skal, áður en ráðið er að nota naut áfram, sem sýnt er að hafi gallann. Úr því verður að skera í hverju einstöku tilfelli, eftir þeim staðháttum og skilyrðum, sem fyrir hendi eru, hvort rétt er eða ekki að drepa nautið. Sérstaklega vil eg biðja eftirlitsmennina

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.