Einherji - 20.04.1967, Qupperneq 5
Fimmtudagur 20. apríl 1907
EINHERJI
5
Skíðamót íslands 1967
starfsemi. Gamla bókhlaðan
við Suðurgötu mun verða
tekin undir fangageymslu og
lögregluvarðstofu.
Vatnsveitumál. Mikil þörf
er úrbóta í vatnsveitumál-
um okkar. Rorað var eftir
köldu vatni síðastliðið sum-
ar eftir ábendingu jarðfræð-
ings, en árangur varð ekki.
Er nú verið að hugleiða aðr-
ar hugsanlegar leiðir og hef-
ur þá jafnvel komið til
greina að leiða vatnið nokkra
vegalengd til bæjarins. En
það mál, sem mörg önnur,
þarf frekari rannsókna við
áður en ráðist er í fjárfrek-
ar framkvæmdir.
Hitaveitan er eitt bezta
fyrirtæki bæjarins. Nægjan-
legt vatn er nú fyrir hendi
og er slæmt að horfa á allt
það magn af heitu vatni,
sem umfram er, renna til
sjávar, og kemur mjög itil
athugunar hvort ekki séu
möguleikar á einhverjum
rekstri, sem nýtt gæti þessa
orku. Fýrirsjáanlegar eru
nú miklar endurbætur á bæj-
arkerfi veitunnar, þar sem
það er nokkuð úr sér geng-
ið, t. d. í Aðalgötu og Skag-
firðingabraut. Að mínum
dómi er óhjákvæmiiegt ann-
að en sú endurnýjun hefjist
nú í sumar, þar sem slíkar
framkvæmdir grípa svo
mjög inn í gatnagerð og
gangstéttarlagnir.
Rafveitan er ekki með
neinar stórframkvæmdir á
döfinni, annað en eðlilega
aukningu á innanbæjarkerf-
inu. Mikið er unnið að rann-
sóknum að virkjun Reykja-
foss af rafveitustjóra og
öðrum aðilum hér heima í
héraði. Hér er um það stórt
og merkilegt mál að ræða,
að um það ætti reyndar að
skrifa sérstaka grein og
kynna almenningi málið.
Slíkt ætti að vera auðvelt,
þar sem samanburðaráætl-
anir liggja nú fyrir um aðr-
ar veitur og flutning á orku
yfir fjöll og firnindi.
Brunamál: Því minnist ég
á þetta hér, að ég vil minna
á það ástand sem ríkir í
brunavömum okkar Skag-
firðinga. Sauðárkróksbær
telst sjálfum sér nógur um
brunavarnir, þótt ýmislegt
megi færa í betra horf.
Því vildi ég spyrja þá mætu
menn, er skipa sýslunefnd
Skagfirðinga, hversu lengi
þeir hyggjast búa þannig að
brunavörnum byggðarlaga
sinna, 'að þar sé hvergi Itæki
til slökkvistarfs, nema á
Hofsósi ? Sauðárkróksbær
hefur margsinnis boðið sýslu
nefnd upp á sameiginlegar
brunavarnir, og yrði þá
fenginn heppilegri búnaður
og brunaliðið á Sauðárkróki
annaðist umsjá tækjanna
og sinnti þá jafnframt bruna
köllum út um héraðið. Boð
Sauðárkróksbæjar stendur
enn, og ættu sýslunefndar-
menn ekki að láta næsta
fund sinn líða, án þess að
aðhafast eitthvað í málinu.
Skrifstofur bæjarins. Á
komandi sumri munu skrif-
stofur bæjarins verða flutt-
ar í hið nýja hús Búnaðar-
bankans, bæjarskrifstofur,
skrifstofur rafveitu, hita-
veitu, byggingarfulltrúa og
sjúkrasamlags. Núverandi
skrifstofuhúsnæði bæjarins
verður þá innréttað fyrir
tannlæknisstofu, en hingað
kemur ungur Sauðárkróks-
búi, Pétur Ólafsson, sem nú
er að ljúka námi. Það er
okkur mikið fagnaðarefni,
að fá Pétur heim til starfa.
Unglingavinna. Einnig má
geta þess, að á fjárhags-
áætlim bæjarins er gert ráð
fyrir fjárveitingu til ungl-
ingavinnu. Hér er um ný-
mæli að ræða og vonum við
að vel takist til. Þó má bú-
ast við, að þetta gefi ekki
þann árangur í siunar sem
skyldi, en við teljum þó, að
hér sé verið á réttri leið.
Arviss og örugg atvinna.
Undirstaða þess, sem hér er
upp tahð, og annarra fram-
kvæmda, sem ekki er rúm
til að geta um hér nú, er
árviss og örugg atvinna. Því
verður að hafa vakandi auga
með öllu, sem leitt gæti til
eflingar atvinnulífi hér.
Bygging sútunarverksmiðju
er mál, sem nokkuð lengi
hefur verið til meðferðar
hér, og verðum við að vona,
að okkur takist að reisa
slíka verksmiðju. Margt
mæhr með Sauðárkróki sem
hentugum Stað fyrir slíkan
rekstur, byggingarkostnaður
lágur, heitt vatn og síðast
en ekki sízt lega bæjarins
mitt í hinu blómlega land-
búnaðarhéraði. Einnig verð-
ur að treysta á uppbyggingu
annarra atvinnugreina, og
má í því sambandi nefna, að
nú þessa dagana er í athug-
un möguleikar á stofnun út-
gerðarfélags hér á Sauðár-
króki, en ekki ennþá full
ráðið, í hverri mynd slík
félagsstofnun verður. En
eitt aðalatriðið er þó, að fé-
lagið verði reist á sem allra
traustustum grunni.
Hér að framan hefur ver-
ið getið um ýmsa þætti bæj-
armála, en þó mörgu sleppt.
Þó vona ég að grein þessi
megi sýna, að ýmislegt er
verið að framkvæma eða
undirbúa til framkvæmda.
Atvinnuástand í þessu
kjördæmi, ekki sízt á Sauð-
árkróki, er þannig, að óvið-
unandi er. Þess vegna verð-
ur að leita nýrra leiða til
fjölbreytilegs atvinnulífs,
þannig að félagasamtökum
og einstakhngum verði sem
auðveldast að hefja hér at-
vinnurekstur.
Stefán Giuðmundsson
Mikill maður
FBAMHALD AF 1. SÍÐU
tryggja lífsafkomu fólks-
ins?“ Þau fóru að vísu í
hundana. En var það Fram-
sóknarmönnum að kenna ?
Eða á hann við Fiskiver h.f.
á Sauðárkróki? Ekki settu
Framsóknarmenn það á haus
inn.
iVið hvað á maðurinn ?
Eða er þetta aðeins innan-
tómt glamur pólitískra
gasprara ?
Nú verður skipt um sköp.
Þriðji rnaður á framboðs-
lista íhaldsins ætlar að sjá
aumur á okkur, eins og hinn
miskunnsami Samverji, og
taka í sínar máttugu hend-
ur forystuna „heirna í hér-
aði“ (sbr. yfirskrift grein-
arinnar í Norðanfara). Þá
þarf naumast lengi eftir því
að bíða, að „upp rísi nýr at-
vinnurekstur, er tryggt gæti
lífsafkomu fólksins."
Þá verður gaman að hfa.
Skelfing mega Sjálfstæðis-
menn í Norðurl.kjörd. vestra
vera forsjóninni þakklátir
fyrir að fá þvílíkan forláta-
mann á framboðslista.
Gísli Magnússon.
Skíðalandsmót Islands fór fram
á Siglufirði um páskana. Ekki
vantaði snjóinn að þessu sinni.
Var allt á kafi og meiri snjór en
komið hefur í áraraðir, og tor-
veldaði snjódyngjan umferð og
framkvæmd mótsins. I»á var veð-
ur mjög óhagstætt flesta móts-
dagana og dró vafaiaust úr góð-
um árangri í einstökum keppnis-
greinum .Þá voru samgöngur við
Siglufjörð mjög lélegar svo ekki
só meira sagt, og furðulegt skipu-
iags- og skilningsleysi af hálfu
hins opinbera í þeim efnum og
með öllu óviðunandi. Dró þaö
mikið úr þátttöku og gerði sum-
um ókleift að sækja mótið. En
þrátt fyrir óhagstætt veður og
lélegar samgöngur fór mótið hið
bezta fram og varð mótstjórn og
bæjarbúum til sóma. Á mót-
stjórnin, svo og starfsmenn allir,
þakkir sldldar fyrir mikið og gott
starf.
Mótsstjóri var Sverrir Sveins-
son, rafveitustjóri.
Úrslit í einstökum greinum
urðu sem hér segir:
Stórsvig ltarla
Til leiks voru skráðir 41 kepp-
andi, en 23 luku keppni. Brautin
var 1700 m löng með 46 hlið,
hæðarmismunur 600 m. Hófst hún
nær efst í Hafnarfjalli, á norður-
brún Jörundarskálar, og endaði
við Leikskála. Logn var og sól-
skin. Færi: Nýfallinn frostsnjór.
Þrír efstu menn urðu:
1. Kristinn Benediktss. 1 1:44.7
2. Björn Olsen, R. 1:48.1
3. Árni Sigurðsson í. 1:49.3
Stórsvig kvenna
Til leiks voru skráðir 5 kepp-
endur og luku allir keppni. Braut
in var 1200 m löng með 30 hlið-
um, hæð 400 m, neðri hluti karla-
brautarinnar. Veður var sama og
í karlakeppninni. Efstar urðu:
1. Árdís Þórðardóttir S. 77.2
2. Karólína Guðmundsd. A 80.6
3. Sigríður Júlíusdóttir S 84.6
ÁRDÍS ÞÓRÐABDÓTTIB
íslandsmeistari í alpagreinum
kvenna
Svig karla
15 af 41 skráðum keppanda
luku keppni í þessari grein. —
Keppt var i tveim brautum. Fyrri
brautin var 550 m löng með 58
hliðum, seinni brautin 600 m
löng með 61 hliði. Rásmark
beggja brauta var í Jörundar-
skálargili og endamark skammt
ofan við Leikskála. Hæð 200 m.
Veður var slæmt, hríð, 5—6 vind-
stig og 10 stiga frost. Efstir urðu:
1. tvar Sigmundsson A
1. f. 58.1 2. f. 61.6 Samt. 119.7
2. Reynir Brynjólfsson A
1. f. 60.4 2. f. 60.0 Samt. 120.4
3. Magnús Ingólfsson A
1. f. 61.5 2. f. 64.2 Samt. 125.7
Svig kvenna
Brautin var 500 m löng með
50 hliðum, hæðarmism. 150 m.
Rásmark var efst í Nautaskála-
hólum en endamark skammt of-
an við Leikskála. Keppendur
voru 5 og luku allir keppni. Veð-
ur og færi var sama og í karla-
keppninni. Efstar urðu:
1. Árdís Þórðardóttir S
1. f. 55.2 2. f. 55.3 Samt. 110.5
2. Sigríður Júlíusdóttir S
1. f. 56.5 2. f. 61.0 Samt. 117.5
3. Karólína Guðmundsdóttir A
1. f. 59.2 2. f. 59.3 Samt. 118.5
Alpatvíkeppni karla
Efstir urðu eftirtaldir kepp-
endur:
1. Reynir Brynjólfsson A 26.94
2. Magnús Ingólfsson A 60.18
3. Árni Sigurðsson 1 67.60
Alpatvíkeppni kvenna
Efstir urðu eftirtaldir kepp-
endur:
1. Árdís Þórðardóttir S 0.00
2. Karólina Guðmundsd. A 63.74
3. Sigríður Júliusdóttir S 88.38
Flokkasvig
Þrjár sveitir tóku þátt i keppn-
inni. Rásmarkið var ofan Nauta-
skálahóla, endamark ca. 100 m
ofan við Leikskála. Veður var
slæmt, hríð með 4 stiga frosti
og vindur 6 stig. Brautin var 550
m löng, hæðarmism. 160 m, hlið
53.
Nr. 1 varð sveit Isafjarðar á
samt. 392.0 sek. Nr. 2 varð sveit
Akureyrar á 399.6 sek. og nr. 3
varð sveit Siglufjarðar á 408.6
sek.
1 sveit Isafjarðar voru Samúel
Gústafsson, Kristinn Benedikts-
son, Hafsteinn Sigurðsson og Árni
Sigurðsson.
I sveit Akureyrar voru Ivar
Sigmundsson, Reynir Brynjólfs-
son, Viðar Garðarsson og Magnús
Ingólfsson.
1 sveit Siglufjarðar voru Jó-
hann Vilbergsson, Sigurður Þor-
kelsson, Sigurbjörn Jóhannsson
og Ágúst Stefánsson. — Beztan
brautartima átti Jóhann Vilbergs-
son, 46.0 sek. í fyrri umferð sinni.
Stökk 20 ára og eldri
Islandsmeistari í þeirri grein
varð Svanberg Þórðarson, Ólafs-
firði, hlaut 222.9 stig. Annar varð
Sveinn Sveinsson, Siglufirði, sem
fékk 215.5 stig, og þriðji Skarp-
héðinn Guðmundsson, Siglufirði,
hlaut 214.4 stig. Tólf kependur,
allir Siglfirðingar nema sigurveg-
arinn, luku keppni.
Stökk 17—19 ára
Keppendur voru aðeins tveir.
Islandsmeistari varð Einar Jak-
obsson, Ólafsfirði.h laut 212.2 stig.
Sigurjón Erlendsson, Siglufirði,
hlaut 153.6 stig.
15 km ganga
1 15 km göngu fyrir 20 ára og
eldri luku 17 keppni. Logn var
og bjart fyrri hluta keppninnar,
hríðarmugga er á leið. Færi var
gott. Frost 1 stig. — Efstir urðu:
1. Gunnar Guðmundsson S 62.03
2. Kristján Guðmundss. í 62.04
3. Þórhallur Sveinsson S 62.39
10 km ganga
Fimm keppendur 17—19 ára
luku keppni í þessari grein. —
Efstir urðu:
1. Jón Ásmundsson Flj. 41.39
2. Sigurjón Erlendsson S 42.58
3. Héðinn Sverrisson HSÞ 46.41
Aðstæður í þessari keppni voru
hinar sömu og í 15 km göngunni.
Boðganga 4x10 km
Logn var og sólskin, er keppn-
in fór fram og færi gott, en held-
ur kalt. Þrjár sveitir mættu til
keppni og luku henni. Fyrst varð
sveit Siglufjarðar, tími hennar
2:32.34. Önnur varð sveit ísfirð-
inga á 2:39.30, og þriðja sveit
Fljótamanna á 2:42.04. Beztan
brautartima átti Kristján Guð-
mundsson, Isafirði, 36.15 mín.
30 km ganga
Af 16 skráðum keppendum
luku 10 keppni. — Norðaustan
kaldi og snjómugga var meðan
keppnin fór fram, frost 11 stig.
Þrír efstu menn urðu:
1. Kristján Guðmundss. I 125.17
2. Trausti Sveinsson Flj. 127.42
3. Þórhallur Sveinsson S 130.31
Norræn tvíkeppni
Islandsmeistari í norrænni tví-
keppni varð Birgir Guðlaugsson,
Siglufirði, með 267 stökkstig og
260 göngustig, samtals. 527 stig.
Annar varð Þórhallur Sveinsson,
Siglufirði, með 217.7 stökkstig og
274 göngustig, samtals 491.7 stig.
Þriðji varð Sveinn Sveinsson,
Siglufirði, með 266.7 stökkstig og
189.1 göngustig, samtals 455.8 stig.