Einherji


Einherji - 19.02.1970, Blaðsíða 4

Einherji - 19.02.1970, Blaðsíða 4
4 EINHERJI Fimmtudagur 19. febrúar 1970 Hlutverk sveitarstjórna i atvinnumálum Framhald af 3. síðu. „síldarævintýrið“, og væri í 'því sambandi fróðlegt að vita, hver hin raunverulega nettó útkoma er fyrir þjóð- félagið í heild. Einnig væri gaman að vita, hvort Austfirðingar telja sig hafa grætt á síld- inni, þegar allt kemur til alls. Reynsla síðustu ára ætti því að kenna okkur að hug- leiða betur fyrirhugaðar framkvæmdir, áður en út í þær er ráðizt. Það er áreið- anlega betra og hagkvæm- ara í mörgum tilfellum að fresta fnamkvæmdum og nota tímann til þess að rannsaka og meta framtíð- argildi fyrirhugaðs atvinnu- reksturs og gera síðan átak með góðan tæknilegan og fjárhagslegan grundvöll að bakhjarli. Fiskiðnaður er stóriðja, og er ekki úr vegi að álíta, að fyrst verðum við að end- urbæta þá grein atvinnu- lífsins, sem við höfum stund- að um langan aldur og kunn um töluverð skil á, áður en farið verður að stofna til nýrra iðngreina í sltórum stíl, sem við ekki höfum fengizt við til þessa. Ætla má, að ef við getum ekki endurbætt eða hagrætt því, sem fyrir er, þá getum við ekki heldur byggt upp eitt- hvað annað frá rótum, Að vísu koma hér til markaðsmál erlendis, sem við ekki ráðum við, en þess ber að gæta, að 1 sambandi við nýjan iðnað, sem kæmi til með að framleiða fyrir erlendan markað, þá koma þau vandamál þar inn i dæmið lika. Hér hefur verið rætt töiu- vert um fiskveiðar og fisk- iðnað og þá sér 1 lagi bent á, að nauðsynlegt sé að hag- ræða þar ýmsum hlutum og nýta betur afkastagetu at- vinnutækja í landi með því að fá heppilegri skip til bol- fiskveiða. Hafa verður í huga þegar þessi mál eru rædd, að veiðiþol fiskistofnanna við strendur landsins er ekki ótakmarkað, en við sem ey- þjóð, nyrzt í Atlantshafi, ættum að fá rétt til þess að nýta þessi auðæfi hafsins umfram aðrar þjóðir, sem hafa gnægð náttúruauðæfa, sem við getum alls ekki státað af. Atvinnuvegimrr og launþegasamtökin Ekki fer hjá því, að at- vinnuvegimir í landinu eiga nú í vök að verjast, bæði vegna vaxandi dýrtíðar svo og vegna þess, að flest öll launþegasamtök landsins krefjast nú hærra og hærra kaups fyrir meðlimi sína. Þetta er að vísu ekki nýtt hér á landi, og ættu því flestir að vera famir að sjá tilgangsleysið í þessum hringdans. Ég vildi því spyrja, hvort ekki væri reynandi fyrir launþegasamtökin að krefj- ast þess, að atvinnutæki landsmanna yrðu betur nýtt og jafnframt þess betur gætt að það fjármagn, sern til at- vinnuveganna rennur, komi betur að tilætluðum notum. Það mundi án efa stuðla innan tíðar að því, að at- vinnuvegimir myndu í raun og vem geta greitt hærra kaup. Byggðaþróun E'kki er hægt að ræða um uppbyggingu atvinnulífs án þess að minnast á hina al- mennu byggðaþróun. Ef auka á atvinnulíf á vissum sltöðum á landinu, er rétt að gera sér það vel til viðbóltar við fjármagn frá að minnast á í sambandi við atvinnurekstur, og það er þekkingin, menntunin. Við íslendingar teljum okkur menntaða þjóð með foma menningararfleifð að baki, sem við svo gjaman stærum okkur af vítt og breitt með- al erlendra þjóða. Við eigum mikinn fjölda af vel menntuðum mönnum, og til þess að mennta þá höfum við eytt miklum fjár- munum. Miklar líkur em á því, að sú fjárfesting, sem i menntun þeirra felst, verði nú að koma til og verða einn af homstólpunum, sem bera skal uppi framtíðampp- byggingu atvinnuveganna. Vert er að minna á, að hér hafa sveitarfélögin lagt atvinnuvegunum mikið til, því ótalið er það fjármagn, sem frá þeim hefur rannið ríkinu á umliðnum áram, og jafnframt er full ástæða Lil þess að kanna, hve miklum afrakstri þessi fjárfesting skilar. Rannsóknir Án efa er eitt, sem tor- veldar þróun atvinnuveganna hérlendis meir en margan grunar, en það er skortur á rannsóknum og tilraunum. Skýrslur sýna, að framlag okkar, jafnvel með tillilti til fólksfjölda, er afar lítið til þessara mála, en athugamr hafa leitt í ljós, að rann- sóknir og tilraunastarfsemi stuðlar stórum að bættum hagvexti. Hér er því latriði, sem taka verður meira tillit til, ef um bætt lífskjör á að vera að ræða í þessu landi. Framtíðarhorfur Samkvæmt áætlun Efna- hagsstofnunarinnar er álitið að atvinnumannaafli lands- ins mimi vaxa á tímabilinu frá 1965 til 1985 um 45%, eða um 34.000 manns. (1945 Rafreiknir Reiknistofnunar Háskóla Islands. Við hann standa ungir visindamenn. ljóst, að til þess að það hafi þýðingu, þurfa að vera viss- ar forsendur fyrir hendi, for sendur, sem einnig komandi kynslóðir kæmu til með að taka góðar og gildar. Margt bendir til þess, að í framtíðinni vilji fólk ekki búa nema í byggðakjömum, sem hafa lágmarksstærð, eða í námunda við þá. Það er því mikils um vert, að við gerum okkur þetta Ijóst strax og rannsökum gaum- gæfilega, hverjar áðurnefnd- ar forsendur era, áður en út í framkvæmdir er farið. Um þessi mál hefur verið mikið skrifað og rætt nú hin síðustu ár, sérstaklega af starfsmönnum Efnahags- stofnunarinnar, og mælti ætla, að allmörgum sé þetta vel Ijóst etfir að hafa íhug- að áðurnefnd skrif og einn- ig með því að kanna þessi mál í sínum eigin byggðar- lögum víðsvegar um landið. —1965 40%, 22.000 manns) en hann var talinn vera 1965 um 75.000 manns. 1 frumframleiðslugneinum, þ. e. fiskvinnslu og landbún- aði, er álitið, að ekki verði um fjölgun að ræða. Aftur á móti má ætla, að afkasta- geta þessara atvinnugreina aukist með bættri tækni. Aukningin verður þá að eiga sér stað í úrvinnslu- greinum, þ. e. iðnaði og iðju, svo og í þjónustugreinum. Auðsætt er, að það þarf margt að breytast frá nú- verandi ástandi, ef þetta á að takast, en tahð er, að það sé nauðsynlegt, ef á- framhaldandi hagvöxtur á að geta átt sér stað. Við höfum nú staldrað við hjá nokkram atriðum, sem án efa skipta miklu máli, ef við viljum bæta það ástand atvinnumála, sem nú ríkir og þar með lífskjörin. Hlutverk okkar sveitar- stjórnarmanna virðist alls- staðar gægjasit fram á sjón- arsviðið annað hvort beint eða óbeint og við frekari umræður mimu án efa koma upp margir fletir þessara mála, sem varpa munu nýju ljósi á þau vandamál, sem við er að fást. Ég tel æskilegast, að menn reyni að komast að því á sem málefnalegastan hátt, hvar við í dag í raun og veru stöndum og þá að þvi fengnu reynum að gera okk- ur ljóslt, hvaða markmiðum við ættum að ná á næstu ár- um og í þriðja lagi hvaða möguleika við höfum til þess að ná þeim markmiðum. I stuttu máli sagt finnst mér, að það séu þrjár spurningar, sem era efst á baugi og sem við verðum nú á næstunni nauðugir viljugir að svara, en þær era: 1. Hvar stöndum við? 2. Hvert ætlum við? 3. Hvernig komumst við til fyrirheitna landsins og hvað geta sveitarfélögin gert í því efni? Menntun sem þáttur í atvinnuuppbyggingu Þá er komið að einu at- riði, sem full ástæða er til »Tímamót í atvinnumálum«!!! Marteinn Frióriksson Norðanfari, málgagn Sjálf- stæðisflokksins i Norðui- landskjördæmi vestra, birti í desemberblaði s. 1. grein frá Sauðárkróki, sem bar ofanritað heiiti. Eftir upphafsmálsgi'ein um stofnsetningu sokka- buxnaverksmiðju og sútun- arverksmiðju hér í bænum, segir svo : „Auk þessara tveggja verksmiðja hefur frysti- húsið Skjöldur h. f., sem hóf vinnslu á nýjan leik árið 1968, verið atvinnu- lífinu á Sauðárkróki ó- metanleg stoð (leturbr. mín). Fullyrða má, að ef starfræksla þess hefði verið í lamasessi, eins og nokkur undanfarin ár, hefði atvinnuleysi orðið tilfinnanlegt þar síðastlið- inn vetur.“ Til þess að imdirstrika hve mikið rnark er takandi á sannleiksgildi í efnismeð- ferð blaðsins, get ég ekki stillt mig um að upplýsa eftirfarandi. Fyrsti vinnsludagur hjá Skildi h. f. árið 1969 var 15. apríl og þá unninn fiskur, sem Fiskiðja Sauðárkróks h. f. seldi fyrirtækinu. Þann- ig bjargaði Skjöldur h. f. at- vinnulífinu á Sauðárkróki, eða varð því „ómetanleg stoð“ á síðastliðnum vetri. Annars hefði atvinnuleysi vissulega orðið tilfinnanlegt, eins og stendur í Norðanfara greininni. Skriffinnar blaðs- ins, og þeir sem upplýsing- ar hafa gefið, virðast til- einka sér annað tímatal en viðurkennt hefur verið um aldir. Um miðjan apríl hefur jafnan verið talið komið fram á vor, veturinn að mestu að baki og sumarmál um næstu helgi á eftir. Það lætur að líkum, að eftir afhroð sjálfstæðis- manna í síðustu ibæjarstjórn arkosningum á Sauðárkrókí, verði nokkru til kostað í blaðaútgáfu og áróðri fyrir næstu kosningar, ef betur mætti þá til takast, og ekki sparað að gefa sjálfum sér góðar einkunnir í nútíð og fortíð. Útgerð og fiskvinnsla hefur verið sérstakt eftir- læti sjáJfstæðismanna hcr í bænum og munu bæjarbú- ar leggja þá sögu á minnið. Rangar upplýsingar og al- Framhald á 7. síðu

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.