Einherji


Einherji - 31.03.1970, Blaðsíða 1

Einherji - 31.03.1970, Blaðsíða 1
Auglýsing í Einher ja skapar aukin viðskipti. EINHERJI Pósthólf 32 — Sauðárkróki Blaö Framsóknarmanna í Norðurlandskjördœmi vestra. 2. tölublað. Þriðjudagur 31. marz 1970. 39. árg. Myndavélar — Sýningarvélar Filmur — Flassperur Myndarainmar Ljósmyndastofa St. Petersen Sauðárkróki ,Setid fyrír svörum' Frá vinstri: Stefán Guðmundsson, Guðjón Ingimundarson, Guttormur Óskars- son fundarstjóri, Hákon Torfason bæjarstjóri og Marteinn Friðrilcsson. Ljósm.: St. Petersen Framsóknarfélag Sauðár- króks hefur undanfarna vetur haidið fundi mánaðar- lega. Á þessum fundum hafa aðallega verið rædd bæjanmál, sem efst hafa verið á baugi hverju sinni. Mánudaginn 16. febr. s.l. var einn slíkur fundur haldinn í Framsóknarhúsinu á Sauð- árkróki. Þessi fundur var með nokkuð öðru sniði en venjulega. Framsöguræður voru ekki fluttar, hinsvegar sátu fyrir svörum bæjar- stjórinn Hákon Torfason og bæjarfulltrúar Framsóknar- flokksins: Guðjón Ingimund- arson, Marteinn Friðriksson og Stefán Guðmundsson. Fjölmargir fundarmenn beindu fyrirspurnum sínum til bæjarfullltrúanna og bæj- arstjórans og svöruðu þeir greiðlega öllu, sem spurt var Um. Komu fram spurn- ingar um nýjar iðngreinar, skóla og íþróttamál, skipu- lags- og byggingamál, hita- veituframkvæmdir og efna- hagsmál bæjarins o. fl. Þá kom fram á fundin- um, að hið unga Útgerðar- félag Skagfirðinga hefur á- formað að láta smíða 500 —600 tonna skuttogara, þegar nauðsynleg leyfi stjórnarvalda eru fengir.. Útgerðairfélagssltjórnin hefur þegar látið gera teikningar af skipinu. Þá hafa forstöðu menn Útgerðarfélag Akur- eyringa og Útgerðarfélags á Neskaupstað ákveðið að byggja skip eftir sömu teikningu. Mun þvi smíði þriggja skipa af sömu stærð verða boðin út samtímis. Áætlað verð hvers skips er um 70 millj. króna. Fundarstjóri var Guittorm- ur Óskarsson, en fundarrit- ari Magnús Sigurjónsson. Skíðamót íslands 1970 Trausti Sveinsson Siglufirði, skírdag. Skíðamót Islands stendur nú yfir hér í Siglufirði. Mót- ið átti að byrja á þriðjudag, en vegna slæmra veðurskil- yrða varð að fresta því til miðvikudags. 1 gær, mið- vikudag, fór fram 15 km ganga karla og 10 km ganga 17—19 ára. Keppendur í 15 km voru 14, en í 10 km 9. Úrsht urðu þessi: 15 km ganga: 1. Trausti Sveinsson F 49,56 2. Frímann Ásm.son F 53,34 3. Kristján R. Guðm. I 53,40 4. Halldór Matth.son A 53,58 10 km ganga 17—19 ára . 1. Magnús Eiríksson F 35,20 2. Sigurður Steingr.s S 35,35 3. Sigurður Gunnars. 1 36,28 1 dag fór fram boðganga 4x10 km. Þrjár sveitir voru sikráðar til leiks, Fljótamenn Siglfirðingar og Isfirðingar. Sveit F. varð fyrst, Siglfirð- ingar nr. 2 og ísfirðingar nr. 3. Þá var einnig keppt í stór- svigi karla og kvenna í dag. Barbara Geirsdóttir A sigr- aði í kvennaflokki og Guðm. Frímannsson A í karlaflokki. Gert er ráð fyrir að stökk og svigkeppni fari fram á laugardag og 30 km ganga á sunnudag. Fljótamenn sigruðu í öh- um flokkum í göngu, sem búnir eru og mjög líklegt að þeir sigri líka í 30 km göng- unni. Er frammisítaða þeirra mjög glæsileg og næstum furðulegt, að lítið sveitar- félag skuli eiga 8 eða 9 keppnismönnum í göngu á að skipa. Trausti Sveinsson hefur þegar orðið fslandsmeistari í göngu þrisvar í röð. Báða dagana var óhag- stætt veður, einkum á mið- vikudag. Snjór er nægur, en samgöngur mjög erfiðar. Móltsstjóri er Helgi Sveinsson Fyrirspurn um sjónvarpsmál og till. til þingsál. um flugvöll í Siglufirði Einherja hefur borizt tilL birtingar fpá Jóni Kjartans- syni alþm. um flugvallargerð á Siglufirði. Einnig fyrir- spum til menntamálaráðh. um sjónvarpsmál Fljóta- manna. Varðandi sjónvarps- málið átti Einherji stutt sím tal við skólastjórann á Barði Svavar Jónsson og spurði hann frétta um þetta mál. Sagði hann, að sjónvarp sæ- ist ekki í Holtshreppi, Haga- neshreppi og bæjunum undir fjöllunum í Sléttuhlíð. Hafði fólk á þessum slóðum feng- ið sér sjónvarp í þeirri trú, að geta fylgzt með dags'krá þess, eins og aðrir Skagfirð- ingar, en sér nú ekkert nema svartan skerminn. Ekki er að efa, að mennta málaráðheria muni bæta úr þessum aðstöðumun, svipað og hann er vanur að gera, fljótt og vel, bæði þar og annars sltaðar, þar sem eins er ástatt! Fyrirsp. Jóns til mennta- málaráðherra er þannig: „Hvenær má vænta þess, að sjónvarp nái til austustu hreppa Skagafjarðarsýsiu, þannig að gagn sé að?“ Þingsályktunarltill. Jóns um framhaldsframkvæmdir við flugvöll 1 Siglufirði er svo hljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórinni að hlutast til um, að flugmálastjórnin láti ljúka hið fyrsta gerð flug- vallar 1 Siglufirði." I Greinargerð : Fyrir rúmum áratug hófst gerð flugvaUar í Siglufirði. Fram- kvæmdir miðuðust fyrst í stað við lítinn fiugvöU, er aðeins væri nothæfur fyrir sjúkraflugvélar, en gerð slíkra vaUa hófst J>á viða um landið. Bæjarstjóm Siglufjarðar vann að því á þessum árum, að at- lmgun færi fram á gerð stærri flugvallar austan fjarðarins, og á Alþingi var samþykkt 5. apríl 19G0 svo hljóðandi þingsályktim: „Alþingi ályktar að fela rílcis- stjórninni að láta fara fram at- hugun á, með hvaða hætti fiug- samgöngur verða helzt tryggðar við Siglufjörð. Skal athugun þess- ari vera lokið, áður en reglulegt Alþingl 1960 kemur saman.“ Niðurstaða rannsókna þeirra sérfræðinga, er mn mál þetta fjöUuðu, leiddi í Ijós, að unnt væri að hyggja á þessu svæði flugvöU að stærð ca. 1300 m á lengd og 50 m á breidd (ca. 6500 m«). Á árinu 1962 hófst vtnna við framkvæmd þessa flugvaUar. Unnið var fyrir ca. 250.000,00 kr. Áætlað var að vinna að þessu mannvirki í áföngum, en stefnt var. að því, að flugvöUurinn yrði eigi mimii en að framan greinii-, svo að stærri flugvélar gætu at- hafnað sig þar. Þegar þetta er ritað, eru Uðin 8 ár, frá því að skipulagðar fram- kvæmdir hófust við þessa flug- vallargerð, en þrátt fyrir það er lengd vaUarins í dag aðeins helm- ingur af því, sem fyrirhugað var, og er því aðeins nothæfur fyrir litlar flugvélar. Á sama tíma og þessi mUdi dráttur hefur orðið á framkvæmd um á SiglufjarðarflugveUi hafa flugveUir á öðrum stöðum verið stækkaðir og Iagfærðir og ný- byggingar reistar og þær lag- færðar sem fyrir voru. — Um þetta er gott eitt að segja. En þá er ekki óeðlilegt, að þess só Framhald á 7. síðu Efnileg íþróttakona Edda Lúðvíksdóttir. Ljósm.: St. Petersen Á innanhússmóti í frjáls- um íþróttum, er haldið var á Sauðárkróki fyrir skömmu vann hin unga og efnilega íþróttakona, Edda Lúðviks- dóttir frá Sauðárkróki það afrek að stökkva 1,55 m. í hástökki, sem er nýtt ísl. met. Garnla mdtið átti Anna L. Gunnarsdóttir, Reykjavík og var það 1,53 m. Edda fór methæðina léttilega í fyrstu umferð og má því búast við enn betri árangri áður en langt um líður. Á meistaramóti Islands, er fram fór í Reykjavík 7. —8. marz, bætti Anna Lilja meltið aftur og stökk 1.56 m. Edda varð nr. 2, stökk 1,53. Edda sigraði aftur á móti í 40 m. hlaupi á smá- móti.

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.