Einherji


Einherji - 31.03.1970, Blaðsíða 4

Einherji - 31.03.1970, Blaðsíða 4
4 EINHERJI Þriðjudagnr 31. marz 1970. Frá Kaidbak heim ekiki verið ónæðissöm stund- um? Ekkki æ'tti ég að þurfa að kvarta undan, að ég hafi verið afskiptur um slíka hluti, frá hendi samfélags- ins. Var ég einn af stofn- endum U.M.F. Vorboðinn í Langadal og formaður þess um skeið, svo og í stjóm ungmennasambands sýslunnar og formaður þess um nokkur ár. Tel ég storf- in að þessum málum hafi verið mér ómetanlegur skóli til félagsmálastarfs míns síðar á lífsleiðinni. Enda sjálfsagt ekki af veitt, því ekki hafði ég af neinni skóla- göngu að segja, nema lög- boðna barnafræðslu hjá á- gætum kennurum og sam- neýti við mennileg og indæl skólasystkini fyrir fermingu að ógleymdum séra Lúðvig Knudsen á Bergsstöðum, sem fermdi mig. Ekki á skóla. Hugsaðizt þér aldrei að læra eitthvað, hefi ég oft verið spurður og raunar stundum velt því fyr- ir mér sjálfur. En svona fór það. Virtist þegjandi sam- komulaig um það í f jölskyld- unni, ég held ekki vegna þess að ég eða aðrir van- treystu mér til að læra eitt- hvað, eins og ýmsir aðrir unglingar, heldur mun það hafa verið fyrir það, hvað mikið sauðarhöfuð ég þótti vera og líka töluvert hneigð- ur fyrir hryssur og hesta, þótt enginn væri ég hesta- maður, og heldur ekki frá- bitinn kúm. Þarna mun það hafa komið, bóndi skyldi ég verða. Ég hef oft fundið síðar á æfinni, að ólíkt hefði margt orðið léttara og máske afklæðst betur, ef ég hefði menntað mig dálítið, þó að kostað hefði að sleppa sam- neyti við búpeninginn í nokkra vetur. En var þá ör- uggt, að ég hefði nokkurn tíma orðið bóndi? Það veit enginn, á það reyndi ekki. Eg læt allt vera hvað ó- næðissamt er að vinna að oddvitasitörfum. Að vísu eru þau allmikið starf, mesta fé- lagsmálastarf, sem tilfellur í einu sveitarfélagi. Sumir halda, að því embætti hljóti að fylgja óvinsældir. Ekki þarf ég að kvarta um það fyrir minn part. Ég hef verið oddviti í 36 ár. Áður hafði ég verið 7 ár í hreppsnefnd, sem einskon- ar undirbúningsdeild. Fyrir- rennari minn í oddvitastarf- inu var hreppsltjóri okkar Enghlíðinga, Jónatan á Holtastöðum, sem iað mig minnir að kenndi mér fyrst sem heitið gat að draga til stafs. Var og er samvinna okkar hin prýðilegasta, þótt oft sýndist sitt hvorum og ósárt var honum að sleppa embættinu. En það skrýtna var, að ekki sóttist ég eftir því. enda setti að mér á- hyggjur, sem ekki er þó mik- ið um hjá mér, er ég einn á hesti hélt yfir Kaldbakið á leið heim, að þessu em- bætti hlotnu, að mér óspurð- um. Er ég tók við oddvita- að Efrimýrum störfunum voru nær úr sög- unni hin erfiðu fátækra- og framfærslumál, sem oft voru sveitastjórnum erfið bæði vegna sveitfestideilna og ógeðfelld á flestan hátt. Toku Almannatryggingarn- ar verulegan hluta þessara mála á sína arma. — Heldur þú að yngri mennimir séu nokkuð farnir að bíða eftir að þú hættir opmberum störfum? Ekki verð ég var við það. Því miður vil ég segja. Ligg- ur í augum uppi, aldurs míns vegna, hvað sem öðru líður, að ég starfa ekki að þessum málum fyrir sveit- ina ö llu lengur en orðið er. Kemur því til kasta hrepps- búa að kveðja til þeirra mann í mixm stað. Og þó að bændur ofckar sveitar seu yfirleiltt vel gerðir og all- margir á bezta aldri, þá er það þó svo með framvindu þessara mála í seinni tíð, að hneigð manna hefur að mér finnst fjarlægst það að vilja sinna félagsmálum ,,og kveða sig stóra“, ef svo mætti að orði komast. Þó er hitt al- varlegra, að nú er högum bænda almennt svo háttað, að flestir þeirra eru einyrkj- ar og eiga þar af leiðandi ekki go'tt um að bæta við sig auknum störfum. Þessi breyttu viðhorf geta orðið fleiri hreppum erfið úr- lausnar. Einmitt þess vegna, með margvíslegum breytt- um við'horfum snertandi sveitarstjómarmál, þá er það tvímælalaust að ég tel, að sameina beri sveifarfélög, eða öllu heldur afnema þau í því formi, sem þau hafa verið og sameina í einskon- ar fylki, t. d. eftir lögsagnar- umdæmum. Margt af þess- um málum eru hvert sem er endanlega lafgreidd nú þegar í stærri heildum og með auk- inni samvinnu um þau, þar sem aðalfjármagn hrepps- félaga kemur sameinað fram til átaka. Ekki nema eðh- legt. að við svo gjörbreytta þjóðlífshætti, sem nú eru orðnir og era að verða, hljóti að þurfa breytinga á hinu forna formi þessara mála. Og þó óneiltanlega sé eftir- sjá í því -uppeldis- og þjálf- unarlega latriði, sem stjórn- un þeirra hefur mörgum ver- ið, er ekki hægt að horfa í það, eða bægja nauðsyn- legum breytingum frá vegna þess. 5. — Segðu mér eitthvað frá starfi þínu sem endurskoð- anda K. H. Voru ekki full- trúafundir oft skemmtilegir og stormasamir um leið, og einhverjir vissir menn sér- staklega minnisstæðir frá þessum fundum og starfi þínu fyrir samvinnufélögin ? Fyrsta starf á félagsmála- sviði, er ég var kosinn tii af fullorðnum mönnum, þá unglingur heima í Hvammi, var í deildarstjórn í Engi- hlíðarhreppsdeild K. H. Hefi ég setið aJla fundi félagsins síðan, nokkuð á sjötta ára- tug. Man ég er faðir minn kom heim af deildarfundin- um og sagði mér frá þessu kjöri. Ég vil ekki neita því, að dálítið hafði ég gaman af þessari vegtyllu. Óneitan- lega eru sumir þessara funda sérstakleiga minnisstæðir og vissir menn og viss mál öðr- um fremur, sem settu svip sinn á þá. „Skarðsfundurinn“, þ. e. Geiltaskarðs, sem haldinn var meðan ég var enn heima í Hvammi, er mér þó einna minnisstæðastur. Það voru málefnaleg átök í fyllsta marki. Deilan stóð um kjöt- sölu S.l.S. haustið áður og hvernig við skyldi bregðast. Voru þar aðalhðsforingjar: Jón í Stóradal og Jón Hann- esson Þórormstungu. Báðir kappsfuhir og harðsnúnir hver á sinn hátt. Annar hægur og ýtinn, hinn harð- snúinn og ör. Er svo leit últ, að til hreinna vandræða og klofn- ings drægi, kom þriðji mað- urinn við sögu og formaði tillögu sem leysti hnútinn. Sá var hinn hægláti en vitri, sumir sögðu klóki, Jónas Bjarnason frá Litladal. Svo vildi til, að í þessum átök- um skipaði ég mér í fylk- ingu með Sambandsmönnum en alhr aðrir fulltrúar minn- ar deildar skipuðu sér í hinn flokkinn. Og þó að Ámi á Geitaskarði, sem ég mat mikils, reyndi töluvert að leiðrétta villutrú mína, dugði það ekki. Enda fékk ég við- eigandi áminningu á deildar- fundi næsta ár, var þá felld- ur frá deildarstjórninni. En fulltrúastarfi hélt ég til setu á aðalfundum og var það þangað til ég var kjörinn endurskoðandi 1943. Ég held ég verði að bæta við þennan Skarðsfundarþátt, að sumar- ið eftir átti Jón Ámason frá Stóravatnsskarði, þá aðal- maður í útflutningsdeild S.I.S., leið um Langadahnn. Krækti hann heim að Hvammi til þess m. a. að þakka mér fyrir afstöðu mína til mála á fundinum vorið áður. Á þessum árum var við mikinn vanda að fást á vegum samvinniufélaganna vegna óhjákvæmilegra breyt- inga um verkun og sölu kindakjötsins og dugðu eng- ir liðléttingar við stjóraun þeirra mála og ekki bætti um, að erfiltt var að fást við bænduraa sjálfa, suma hverja, sem trúðu á ímynd- að frelsi og útúrboruhátt. Margir fleiri fundir eru eftirminnilegir, sem oflangt mál yrði lað rif ja upp í þQssu spjahi. Minnir mig, að einu sinni tæki það daginn og næstu nótt, að ganga frá byrjun fundarins, þ. e. a. s. hverjir ættu lögmæta setu á fundinum. Mikið átakamál var reynt að gera á aðalfundi er skipt var um framkvæmdastjóra, er Pétur Theodórs fór frá félaginu. Man ég stóra fcalla með fuha vasa af mótmæla- undirskriftum, er smalað hafði verið meðal félags- manna til að ómerkja gjörð- ir stjómarinnar, sem ég hafði verið í í nokkur ár og sem öU hafði sagt af sér í tilefni þessa málatilbúnað- iar. Allt kom fyrir ekki. Mál- in höfðu sinn gang. Bráða- birgðastjórn og framkvæmda stjóri var sett á laggirnar. Svo þróuðust málin í það horf, að allir undu vel við lausn málanna, meira að segja hka hinn merki maður, fráfarandi kaupfélagsstjori. En mikið var gjöminga- veðrið í kringum allt þetta. Fjölmargir menn eru mér minnisstæðir frá öllum þess- um störfum, bæði sem mál- fylgjumenn og félagar. Og þótt oft væri erfitt og margt vandasamit og ábyrgðarfullt, þá var oft glatt á hjalla og ánægjulegur félagsskapur, er tóm gafst til að leggja alvörumáhn til hliðar. Náið samstarf hafði ég haft við fjölmarga þessa menn, mér stórlega til þroska og á- nægju. Má þar til nefna alla kaupfélagsstjórana: Pétur Theodórs, Hafstein Péturs- son (um tíma), Jón S. Bald- urs, er hlaut þann vanda að taka við eftir brimrótið og leiða fleytuna farsællega, þá Ólaf Sverrisson, er tók við af Jóni, ter fann aldur og heilsu benda til, að hann dyggði ekki við þann vanda, er við var að fást, svo sem skyldi og hann hafði löngun til. Ólafur vék frá okkur við eftirsjá félagsmanna og hér- aðsbúa abnennt. Nú höfurn við Árna Jóhannsson, ungan mann, sem er að mestu óráð- in gáta og fyrirheilt. Vonum við að gifta fylgi félags- skapnum enn sem fyrr, og -tekizt verði á við vandamál- in hverju sinni, er þau koma fram með drengskap og hyggindum. I sambandi við öll þessi störf og viðskipti min við samvinnufélögln man ég nöfn fjölda manna, bæði starfsfólks og annara og þakka ég innilega samstarf og kynni. Ef ég ætti að nefna nöfn 1 því sambandi hlýt ég að nefna nafn Jóns í Stóradal, mér sem eftir- minnilegastan. Ekki fyrir, að hann væri svo mikill að vallarsýn, heldur vitsmunir hans, þrautseigja og forustu hæfni. Þá má ég líka nefna fyrirrennara rninn við end- urskoðandastarfið, Hannes Pálsson frá Undirfelli, þó allt önnur manngerð væri, og ekki alltaf jafn sigur- strangur, máske fyrir hvað hann var einlægur og opin- skár og fór ekki krókaleiðir í sinni málafylgju. — Af í- þróttamönnum fundanna vil ég minnast vinar míns Stein gríms Davíðssonar, sem ekki var neitt lamb að leika sér við, en þeim mun skemmtilegra að koma við mótbrögðum sem dugðu. 6. — Hér starfaði eitt sinn hrossasölusamlag. Komst þú þar eitlthvað við sögu? Áratugunum 1940-50 með an mæðiveikin stórlamaði sauðfjárframleiðslu bænda drýgðu margir þeirra tekjur sínar verulega með hrossa- afurðum. Komu þar einkum til greina hrossakjötssala, sérstaklega vaxandi að fol- öld væru afsett þannig. Um útflutning lífhrossa var lítið að ræða. Er leið á áratuginn fór að bera á vax- andi erfiðleikum um að halda verði kjötsins í við- unandi horfi fyrir framleið endur, þar sem eftirspurn svaraði lekki til framboðs- ins og skipulagsleysi var um sölima, viðleitni til markaðs- öflunar og geymslu kjöts- ins, einkum þess hluta, sem ekki var hægt að selja strax að haustinu, en vax- andi neyzla bundin við að hafa það á boðstólum yfir lengri itíma en áður var. ,Var svo komið að verzl- un þessi var komin 1 hreint öngþveiti, það svo að verð- ið var ahnennt óviðunandi, nema máske til nokkurra manna, sem höfðu aðstöðu til að koma takmörkuðu magni nánast beint til neyt anda. Undirboð óðu uppi og verulegur hlulti vörunn- ar ekki afsetjanlegur nema fyrir hraklegt verð til fram- leiðenda. Forustumenn bænda unnu að úrbótum málanna með breytingum á framleiðslu- ráðslögum og reglugerðar- ákvæðum, sem hægt væri að starfa eftir. Á grund- velli þeirra bundust Skag- firðingar og A-Húnvetning- ar samltökum og mynduðu Hrossasölusamlag Skagfir- inga og Húnvetninga, H.S.H. Var undirbúningi þessara mála komið svo, að haustið 1947 var fyrst hafizt handa og tekið á móti frá bændum nær tvö þúsund hrossum og að því unnið, að koma vörunni í verð. Framkv.stj. félaganna, Jón S. Baldurs og Sveinn Guðmundsson, voru í framkvæmdanefnd, ásamt Guðjóni á Marðar- núpi og Páli á Hvíteyrum, sem höfðu með að gjöra móttöku hrossanna, yfir- stjórn rekstra og flutninga, svo og slátrun og afsetningu á markaðssltöðum, sem voru aðallega Akureyri, Dalvik, Ólafsfjörður og Siglufjörð- ur. Á Akureyri tryggði fé- lagið sér húsnæði, bæði til reykingar, söltunar og verzl- unar. Réði til starfa reynda menn í þessum hlutum, Jó- hann frá Mælifellsá og Ste- fán Sigurjónsson. Tryggði sér einnig aðstöðu um slátr- un og frystingu hjá Kea á Akureyri. Strax kom á daginn, að ekki var ófyrirsynju, að hafa viðbúnað um verkun og geymslu kjötsins, því all- mikið af vörunni varð að geyma Itil sölu síðar, eða fram á næsta sumar. Ekki gengu þessi mál hljóðalaust fram, frekar en önnur hliðstæð úrræði snert- andi afsetningu landbúnað- varanna. Vildu hvorki ein- stakir bændur né gamhr og þjálfaðir hrossakaupmenn una ófrelsinu og sóttu um leyfi til fríhöndlunar, sem vitanlega var ekki hægt að veita, ef ekki átti allt að fara úr skorðum. Á aðalfundi félaganna á Sauðárkróki og Blönduósi vorið 1948 var gjörð grein fyrir starfseminni árið áð- ur og horfur um afsetningu Framhald á 7. síðu

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.